„Drungilas er gríðarlega heppinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2023 11:30 Adomas Drungilas skoraði níu stig og tók átta fráköst í leiknum gegn Val á laugardaginn. vísir/bára Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi og gáfu svo Drungilas óíþróttamannslega villu. Dómaranefnd KKÍ vísaði atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem ákvað að aðhafast ekkert í málinu. Drungilas slapp því við bann og spilar annan leikinn gegn Val í kvöld. Guðjón Guðmundsson ræddi við Teit um leikinn á Sauðárkróki í kvöld og stöðu Drungilas. „Ég veit ekki hvort þetta efli Valsmenn, það gæti vel farið svo. Drungilas hlýtur að líða svolítið skringilega, að skauta svona í gegnum þetta. Hann er ansi heppinn. Ég held að allir séu sammála um það,“ sagði Teitur. „Maður sér það líka í dómsorðinu að 23 af 24 FIBA-dómurum séu sammála íslensku dómurunum, að þetta hafi átt að vera brottrekstur. Dómarar leiksins gerðu greinilega einhver mistök en Drungilas er gríðarlega heppinn. Það munaði svo litlu að hann hefði ekki spilað seinni hálfleikinn í fyrsta leik og í leikbanni í næstu tveimur. En hann nær að spila 27-28 mínútur í fyrsta leik og verður bara með eins og ekkert hafi í skorist. Þeir eru gríðarlega heppnir.“ Farið var vandlega yfir atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn á laugardaginn eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Tindastóll vann leikinn með eins stigs mun, 82-83, og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Þessi lið mættust einnig í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra þar sem Valur hafði betur, 3-2. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi og gáfu svo Drungilas óíþróttamannslega villu. Dómaranefnd KKÍ vísaði atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem ákvað að aðhafast ekkert í málinu. Drungilas slapp því við bann og spilar annan leikinn gegn Val í kvöld. Guðjón Guðmundsson ræddi við Teit um leikinn á Sauðárkróki í kvöld og stöðu Drungilas. „Ég veit ekki hvort þetta efli Valsmenn, það gæti vel farið svo. Drungilas hlýtur að líða svolítið skringilega, að skauta svona í gegnum þetta. Hann er ansi heppinn. Ég held að allir séu sammála um það,“ sagði Teitur. „Maður sér það líka í dómsorðinu að 23 af 24 FIBA-dómurum séu sammála íslensku dómurunum, að þetta hafi átt að vera brottrekstur. Dómarar leiksins gerðu greinilega einhver mistök en Drungilas er gríðarlega heppinn. Það munaði svo litlu að hann hefði ekki spilað seinni hálfleikinn í fyrsta leik og í leikbanni í næstu tveimur. En hann nær að spila 27-28 mínútur í fyrsta leik og verður bara með eins og ekkert hafi í skorist. Þeir eru gríðarlega heppnir.“ Farið var vandlega yfir atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn á laugardaginn eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Tindastóll vann leikinn með eins stigs mun, 82-83, og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Þessi lið mættust einnig í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra þar sem Valur hafði betur, 3-2. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01