Gleðispjall á gleðidögum Sigurvin Lárus Jónsson og Sólveig Fríða Kjærnested skrifa 8. maí 2023 09:00 Í takti kirkjuársins eru nú gleðidagar en dagarnir frá páskum og fram að hvítasunnu nefnast gleðidagar. Þeim fylgir hvatning til að fagna lífinu og ekki að ósekju því að á gleðidögum vaknar lífið og grundir grænka í kjölfar kærkominnar hlýju og birtu vorsins. Gleði er eitt af meginstefjum Biblíunnar og ákallið um að gleðjast í öllum aðstæðum birtist eins og rauður þráður í gegnum ritsafnið. Í bréfum Nýja testamentisins birtist áhugaverð þverstæða í garð gleðinnar en þar er víða að finna hvatningu um að gleðjast í raunum: „álítið það mesta fagnaðarefni er þið ratið í ýmiss konar raunir.“ Í þessu samhengi er gleðin ekki afleiðing af einhverju sem gleður okkur og enn síður uppfylling á einhverju sem okkur skortir. Gleði er í samhengi biblíunnar ekki afleiðing, heldur orsök, ákvörðun en ekki ástand, hún er val sem við eigum andspænis því verkefni að vera manneskja. Við manneskjur sitjum uppi með heila sem var búinn til og hannaður fyrir okkur en ekki af okkur og við berum ábyrgð á. Heilinn, stjórnstöð líkamans, heldur utan um geðheilsu okkar sem samanstendur af flóknum samverkandi þáttum, svo sem hormónum, hugsunum, tilfinningum, minningum, orðaforða, ímyndunarafli og mörgu fleiru. En hvernig skilgreinum við geðheilbrigði eða góða geðheilsu? Er viðmiðið það sama og vera með góða líkamlega heilsu? Góð geðheilsa er ekki að líða alltaf vel. Við myndum varla telja það náttúrulegt ástand veðurfars að það sé alltaf sól. Náttúrulegt ástand geðheilsu er sí breytilegt hugar- og tilfinningaflæði og góð geðheilsa felur í sér getuna til að dvelja í þessu flæði og fara í gegnum það. Þar sem einn megin tilgangur heilans er að halda okkur öruggum og á lífi, þýðir það að við búum yfir fleiri tilfinningum sem okkur gæti fundist óþægilegar, svo sem hræðslu, reiði, skömm, ógeði og sorg, en tilfinningum sem við upplifum sem þægilegar, eins og gleði. Einstaka tilfinningar, á borð við undrun, eru þarna á milli því hún getur verið uppspretta forvitni og ótta. Það skiptir því máli fyrir góða geðheilsu að þola við og læra inn á óþægilegar tilfinningar. Daglega tökumst við á við togstreituna á milli þess að þurfa eitthvað og vilja eitthvað, því þarfir og vilji fara ekki endilega alltaf saman. Öll þekkjum við að þurfa að fara að sofa en langa að vaka lengur eða hjá börnum þegar þau eiga erfitt með að hætta einhverju skemmtilegu en þurfa augljóslega að fara á klósettið. Þessi togstreita birtist líka í tilfinningunum, það er sem dæmi erfitt að finna til hugrekkis án þess að takast á við erfiðar tilfinningar, ótta, þreytu, leiða, pirring eða reiði. Þessi togstreita reynir á athygli okkar og verkefnið er að færa athyglina þangað sem við erum að reyna stýra henni. Þetta getur reynst erfitt því heilinn vill gjarnan færa athyglina þangað sem er möguleg ógn eða óþægindi. Við þurfum því að byggja upp jafnvægi á milli ógnar- og öryggiskerfa heilans. Að hafa stjórn, mildi og skynsemi þegar við erum að leggja mat á hlutina í stað þess að notast við dómhörku og stjórnleysi. Að geta greint á milli þess sem við höfum stjórn á og hverju ekki, hvað er á okkar valdi og hverju við þurfum að sleppa tökum á. Þessir þættir reyna oft á og ef geðrænt álag verður mikið, sjáum við að hugsanir okkar og innra samtal geta einkennst af ofmati á eigin getu og annarra, sjálflægni, dómhörku, einsleitni og svarthvítri hugsun sem getur haft áhrif á tengsl okkar við okkur sjálf og annarra. Í erfiðleikum er oft erfitt að finna gleðina, því hugsanir okkar leita í gagnstæða átt þegar við tökumst á við erfiðleika. Hér reynir á athygli og jafnvægi, því gleðin getur veitt mikilvægan styrk við að takast á við erfiðleika. Þau hormón sem gleðin framkallar geta verið mótvægi við þau hormón sem erfiðar tilfinningar senda frá sér. Hið sama á við um líkamlegan sársauka, þar sem t.d. endorfín dælist inn í hormónakerfi líkamans til að dempa verki í von um að draga úr skaðanum sem gæti fylgt líkamlega sársaukanum. Líklega er gleðinni ætlað hið sama, henni er ekki eingöngu ætlað að ýta undir hamingju heldur er jafnframt leið til að dempa erfiðleika og draga úr skaðanum sem getur fylgt erfiðleikum. Ef við rýnum í kerfið okkar með forvitni og mildi, þá getum við upplifað að það að takast á við erfiðleika þarf ekki endilega að vera neikvæð reynsla. Nútíma sálfræði og erindi Biblíunnar eiga hér samhljóm í þeirri hvatningu að nýta gleðina sem verkfæri í erfiðleikum, hverjar sem aðstæður okkar eru. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma kennir Biblían að við eigum að gleðjast mest þegar meðbyrinn er mestur. Þá þurfum við einfaldlega mest á gleðinni að halda, að gleðin létti okkur verkefnið að takast á við erfiðleika. Gleðin er verkfæri sem við getum valið að beita í lífi okkar og með gleðina að vopni verða verkefnin léttbærari. Gleðin verður viðfangsefni gleðispjalls í Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag (14. maí kl. 14.00), þar sem sálfræðingurinn og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson mun fjalla um leyndardóma gleðinnar og tónlistarfólk Fríkirkjunnar flytur gleðisöngva. Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur og Sigurvin Lárus Jónsson prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í takti kirkjuársins eru nú gleðidagar en dagarnir frá páskum og fram að hvítasunnu nefnast gleðidagar. Þeim fylgir hvatning til að fagna lífinu og ekki að ósekju því að á gleðidögum vaknar lífið og grundir grænka í kjölfar kærkominnar hlýju og birtu vorsins. Gleði er eitt af meginstefjum Biblíunnar og ákallið um að gleðjast í öllum aðstæðum birtist eins og rauður þráður í gegnum ritsafnið. Í bréfum Nýja testamentisins birtist áhugaverð þverstæða í garð gleðinnar en þar er víða að finna hvatningu um að gleðjast í raunum: „álítið það mesta fagnaðarefni er þið ratið í ýmiss konar raunir.“ Í þessu samhengi er gleðin ekki afleiðing af einhverju sem gleður okkur og enn síður uppfylling á einhverju sem okkur skortir. Gleði er í samhengi biblíunnar ekki afleiðing, heldur orsök, ákvörðun en ekki ástand, hún er val sem við eigum andspænis því verkefni að vera manneskja. Við manneskjur sitjum uppi með heila sem var búinn til og hannaður fyrir okkur en ekki af okkur og við berum ábyrgð á. Heilinn, stjórnstöð líkamans, heldur utan um geðheilsu okkar sem samanstendur af flóknum samverkandi þáttum, svo sem hormónum, hugsunum, tilfinningum, minningum, orðaforða, ímyndunarafli og mörgu fleiru. En hvernig skilgreinum við geðheilbrigði eða góða geðheilsu? Er viðmiðið það sama og vera með góða líkamlega heilsu? Góð geðheilsa er ekki að líða alltaf vel. Við myndum varla telja það náttúrulegt ástand veðurfars að það sé alltaf sól. Náttúrulegt ástand geðheilsu er sí breytilegt hugar- og tilfinningaflæði og góð geðheilsa felur í sér getuna til að dvelja í þessu flæði og fara í gegnum það. Þar sem einn megin tilgangur heilans er að halda okkur öruggum og á lífi, þýðir það að við búum yfir fleiri tilfinningum sem okkur gæti fundist óþægilegar, svo sem hræðslu, reiði, skömm, ógeði og sorg, en tilfinningum sem við upplifum sem þægilegar, eins og gleði. Einstaka tilfinningar, á borð við undrun, eru þarna á milli því hún getur verið uppspretta forvitni og ótta. Það skiptir því máli fyrir góða geðheilsu að þola við og læra inn á óþægilegar tilfinningar. Daglega tökumst við á við togstreituna á milli þess að þurfa eitthvað og vilja eitthvað, því þarfir og vilji fara ekki endilega alltaf saman. Öll þekkjum við að þurfa að fara að sofa en langa að vaka lengur eða hjá börnum þegar þau eiga erfitt með að hætta einhverju skemmtilegu en þurfa augljóslega að fara á klósettið. Þessi togstreita birtist líka í tilfinningunum, það er sem dæmi erfitt að finna til hugrekkis án þess að takast á við erfiðar tilfinningar, ótta, þreytu, leiða, pirring eða reiði. Þessi togstreita reynir á athygli okkar og verkefnið er að færa athyglina þangað sem við erum að reyna stýra henni. Þetta getur reynst erfitt því heilinn vill gjarnan færa athyglina þangað sem er möguleg ógn eða óþægindi. Við þurfum því að byggja upp jafnvægi á milli ógnar- og öryggiskerfa heilans. Að hafa stjórn, mildi og skynsemi þegar við erum að leggja mat á hlutina í stað þess að notast við dómhörku og stjórnleysi. Að geta greint á milli þess sem við höfum stjórn á og hverju ekki, hvað er á okkar valdi og hverju við þurfum að sleppa tökum á. Þessir þættir reyna oft á og ef geðrænt álag verður mikið, sjáum við að hugsanir okkar og innra samtal geta einkennst af ofmati á eigin getu og annarra, sjálflægni, dómhörku, einsleitni og svarthvítri hugsun sem getur haft áhrif á tengsl okkar við okkur sjálf og annarra. Í erfiðleikum er oft erfitt að finna gleðina, því hugsanir okkar leita í gagnstæða átt þegar við tökumst á við erfiðleika. Hér reynir á athygli og jafnvægi, því gleðin getur veitt mikilvægan styrk við að takast á við erfiðleika. Þau hormón sem gleðin framkallar geta verið mótvægi við þau hormón sem erfiðar tilfinningar senda frá sér. Hið sama á við um líkamlegan sársauka, þar sem t.d. endorfín dælist inn í hormónakerfi líkamans til að dempa verki í von um að draga úr skaðanum sem gæti fylgt líkamlega sársaukanum. Líklega er gleðinni ætlað hið sama, henni er ekki eingöngu ætlað að ýta undir hamingju heldur er jafnframt leið til að dempa erfiðleika og draga úr skaðanum sem getur fylgt erfiðleikum. Ef við rýnum í kerfið okkar með forvitni og mildi, þá getum við upplifað að það að takast á við erfiðleika þarf ekki endilega að vera neikvæð reynsla. Nútíma sálfræði og erindi Biblíunnar eiga hér samhljóm í þeirri hvatningu að nýta gleðina sem verkfæri í erfiðleikum, hverjar sem aðstæður okkar eru. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma kennir Biblían að við eigum að gleðjast mest þegar meðbyrinn er mestur. Þá þurfum við einfaldlega mest á gleðinni að halda, að gleðin létti okkur verkefnið að takast á við erfiðleika. Gleðin er verkfæri sem við getum valið að beita í lífi okkar og með gleðina að vopni verða verkefnin léttbærari. Gleðin verður viðfangsefni gleðispjalls í Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag (14. maí kl. 14.00), þar sem sálfræðingurinn og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson mun fjalla um leyndardóma gleðinnar og tónlistarfólk Fríkirkjunnar flytur gleðisöngva. Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur og Sigurvin Lárus Jónsson prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun