Víkingar tryggðu sig upp í Olís deildina með mögnuðum sigri Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 15:39 Víkingar höfðu betur gegn Fjölni í umspili um laust sæti í Olís deild karla FACEBOOKSÍÐA FJÖLNIS/ÞORGILS G Víkingur Reykjavík mun spila í Olís deild karla á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir spennuþrunginn eins marks sigur liðsins, 23-22, í oddaleik gegn Fjölni í umspili liðanna um laust sæti í deildinni. Víkingar komust 2-0 yfir í einvíginu en Fjölnismenn neituðu að gefast upp og náðu að vinna næstu tvo leiki og knýja fram oddaleik eftir ótrúlegan fjórða leik liðanna sem fór alla leið í bráðabana í vítakeppni. Leikur dagsins fór fram í íþróttahúsinu í Safamýri og ljóst að sigurvegari hans myndi tryggja sér sæti í Olís deildinni. Mikil stemning var í Safamýrinni í dag og fjölmenntu stuðningsmenn beggja liða á leikinn sem var mikil skemmtun. Víkingar byrjuðu leikinn betur og náðu á fyrstu tíu mínútum hans að byggja upp fimm marka forystu, 7-2. Fjölnismenn náðu að brúa bilið að einhverju marki eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, mest niður í tvö mörk og var forskot Víkinga einmitt það að fyrri hálfleik loknum, 12-10. Seinni hálfleikur bauð upp á svipaðar vendingar þar sem að Víkingar voru ekki á þeim buxunum að láta forystu sína ða hendi. Þeir náðu smátt og smátt að byggja upp forystu sína en það sama gerðist og í fyrri hálfleik þar sem að Fjölnismenn náðu að minnka hana niður í tvö mörk, 22-20, fyrir síðustu tíu mínútur leiksins. Þegar rétt rúmar sjö mínútur eftir lifðu leiks fengu Fjölnismenn vítakast, skoruðu úr því og náðu um leið að minnka muninn niður í eitt mark. Næstu mínúturnar gekk liðunum illa að koma boltanum í netið en þegar rétt tæpar fimm mínútur eftir lifðu leiks jafnaði Viktor Berg Grétarsson metin fyrir Fjölni í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 1-1. Taugarnar tóku yfir hjá báðum liðum sem fóru illa með færi sín í kjölfarið og stóðu leikar jafnir þegar síðasta mínúta leiksins rann upp. Víkingar hlóðu í sókn þegar lítið var eftir, komu boltanum á Kristján Orra Jóhannsson sem komst einn í gegn en hann skaut boltanum í slánna. Fjölnismenn fengu boltann, tóku leikhlé og stilltu upp í eina lokasókn. Fimmtán sekúndur eftir. Fjölnismenn voru einum manni færri vegna tveggja mínútna brottvísunar, tóku markmanninn af velli og bættu við manni í sóknina. Þeir misstu hins vegar frá sér boltann sem endaði hjá Halldóri Inga Jónassyni, leikmanni Víkinga. Sá skaut boltanum yfir allan völlinn og í netið og tryggði um leið sæti Víkinga í Olís deildinni á næsta ári. Markahæstu leikmenn Víkings Reykjavíkur: Gunnar Valdimar Johnsen - 7 mörk Jóhann Reynir Gunnlaugsson - 4 mörkBrynjar Jökull Guðmundsson - 4 mörk Markahæstu leikmenn Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson - 5 mörkÓðinn Freyr Heiðmarsson 3 mörkGoði Ingvar Sveinsson - 3 mörkBjörgvin Páll Rúnarsson - 3 mörkBenedikt Marinó Herdísarsön - 3 mörk Olís-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Víkingar komust 2-0 yfir í einvíginu en Fjölnismenn neituðu að gefast upp og náðu að vinna næstu tvo leiki og knýja fram oddaleik eftir ótrúlegan fjórða leik liðanna sem fór alla leið í bráðabana í vítakeppni. Leikur dagsins fór fram í íþróttahúsinu í Safamýri og ljóst að sigurvegari hans myndi tryggja sér sæti í Olís deildinni. Mikil stemning var í Safamýrinni í dag og fjölmenntu stuðningsmenn beggja liða á leikinn sem var mikil skemmtun. Víkingar byrjuðu leikinn betur og náðu á fyrstu tíu mínútum hans að byggja upp fimm marka forystu, 7-2. Fjölnismenn náðu að brúa bilið að einhverju marki eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, mest niður í tvö mörk og var forskot Víkinga einmitt það að fyrri hálfleik loknum, 12-10. Seinni hálfleikur bauð upp á svipaðar vendingar þar sem að Víkingar voru ekki á þeim buxunum að láta forystu sína ða hendi. Þeir náðu smátt og smátt að byggja upp forystu sína en það sama gerðist og í fyrri hálfleik þar sem að Fjölnismenn náðu að minnka hana niður í tvö mörk, 22-20, fyrir síðustu tíu mínútur leiksins. Þegar rétt rúmar sjö mínútur eftir lifðu leiks fengu Fjölnismenn vítakast, skoruðu úr því og náðu um leið að minnka muninn niður í eitt mark. Næstu mínúturnar gekk liðunum illa að koma boltanum í netið en þegar rétt tæpar fimm mínútur eftir lifðu leiks jafnaði Viktor Berg Grétarsson metin fyrir Fjölni í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 1-1. Taugarnar tóku yfir hjá báðum liðum sem fóru illa með færi sín í kjölfarið og stóðu leikar jafnir þegar síðasta mínúta leiksins rann upp. Víkingar hlóðu í sókn þegar lítið var eftir, komu boltanum á Kristján Orra Jóhannsson sem komst einn í gegn en hann skaut boltanum í slánna. Fjölnismenn fengu boltann, tóku leikhlé og stilltu upp í eina lokasókn. Fimmtán sekúndur eftir. Fjölnismenn voru einum manni færri vegna tveggja mínútna brottvísunar, tóku markmanninn af velli og bættu við manni í sóknina. Þeir misstu hins vegar frá sér boltann sem endaði hjá Halldóri Inga Jónassyni, leikmanni Víkinga. Sá skaut boltanum yfir allan völlinn og í netið og tryggði um leið sæti Víkinga í Olís deildinni á næsta ári. Markahæstu leikmenn Víkings Reykjavíkur: Gunnar Valdimar Johnsen - 7 mörk Jóhann Reynir Gunnlaugsson - 4 mörkBrynjar Jökull Guðmundsson - 4 mörk Markahæstu leikmenn Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson - 5 mörkÓðinn Freyr Heiðmarsson 3 mörkGoði Ingvar Sveinsson - 3 mörkBjörgvin Páll Rúnarsson - 3 mörkBenedikt Marinó Herdísarsön - 3 mörk
Olís-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira