Kastljósinu beint að staðreyndum Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 2. maí 2023 14:31 Efnahagsmál varða okkur öll og því er mikilvægt að umræða um þau byggi á traustum grunni. Aftur á móti gætir oft mikils misræmis í almennri umræðu um efnahagsmál. Túlkanir álitsgjafa geta verið æði mismunandi og umræðan því þvælst. Til að átta sig á heildarmyndinni og skoða hversu vel okkur gengur í efnahagslegu tilliti getur verið gott að skoða gögn í alþjóðlegum samanburði. Þá er mikilvægt að gagnanna sé aflað með samræmdum hætti og þau svo túlkuð á viðeigandi hátt. Launakostnaður á vinnustund er hár á Íslandi Eurostat birti nýlega gögn um launakostnað í Evrópu á árinu 2022. Til að bera saman launakostnað milli þessara landa þarf að styðjast við sameiginlegan mælikvarða og er jafnan talað um launakostnað á hverja vinnustund að meðaltali í evrum. Þegar launakostnaður er metinn er horft til launa og launatengdra gjalda í senn til að fá samanburðarhæfa mynd af heildarkostnaði atvinnurekenda við starfsfólk. Kostnaðurinn var mestur í Noregi, 56 evrur á klukkustund en 48 evrur á Íslandi og að meðaltali 31 evra í ríkjum Evrópusambandsins. Þess ber að geta að Sviss vantaði í gögnin en telja má líklegt að Svisslendingar séu með einna mestan launakostnað meðal evrópskra þjóða. Á þennan mælikvarða, og miðað við nýjustu fáanlegu gögn, má vera ljóst að launakostnaður er sérlega hár hér á landi rétt eins og í öðrum Evrópulöndum þar sem velmegun er mikil. Meðalárslaun einna hæst á Íslandi þótt leiðrétt sé fyrir verðlagi Hluti skýringarinnar á miklum launakostnaði hér á landi felst auðvitað í því að laun eru há. Eurostat birtir einnig gögn um meðalárslaun fullvinnandi einstaklinga í þessum sömu ríkjum. Það getur verið gagnlegt að leiðrétta þessi gögn fyrir ólíku verðlagi milli landa til að hægt sé að glöggva sig á því hvað launafólk getur fengið af vörum og þjónustu fyrir launin sín. Er jafnan rætt um kaupmátt í þessu samhengi. Verðlag á Íslandi er hátt, enda er mikil fylgni milli launa og verðlags í hverju landi, en meðallaun á Íslandi eru meðal þeirra hæstu í Evrópu jafnvel þótt tekið hafi verið tillit til verðlags. Þetta má glögglega sjá í alþjóðlegum samanburði Eurostat þar sem Ísland er í fjórða sæti Evrópuríkja yfir kaupmáttarleiðrétt meðalárslaun, ofar öllum hinum Norðurlöndunum og 40% hærri en í Evrópusambandsríkjum að meðaltali. Hlutdeild launafólks í verðmætasköpun er mikil Til að átta sig á því hversu mikið launakostnaður vegur í atvinnurekstri þarf að setja hann í gagnlegt samhengi. Þegar ákvarðanir eru teknar um launasetningu þarf að horfa til þeirra tekna sem reksturinn skapar sem og annars kostnaðar í rekstri sem stendur eftir þegar laun hafa verið greidd, svo sem fjármagnsgjalda, eða fjárfestinga. Við getum horft til landsframleiðslu í þessu samhengi – hún er ákveðinn mælikvarði á þá verðmætasköpun sem fram fer í hagkerfinu, og það sem er þá “til skiptanna” ef svo má að orði komast. Þegar öll þau laun og launatengdu gjöld sem greidd eru út í hagkerfinu eru skoðuð í samhengi við heildarframleiðsluna má sjá að óvíða rennur stærra hlutfall verðmætasköpunar til launafólks en á Íslandi. Sumir gætu spurt hvort öll verðmætasköpunin ætti ekki að renna beint í vasa launafólks enda sé það vinnandi fólk sem í raun stendur undir allri verðmætasköpun. Hafa ber í huga að fyrirtæki þurfa að standa straum af ýmsum öðrum kostnaði en launakostnaði. Einnig þarf að huga að fjárfestingum í innviðum ásamt nýjustu tækjum og tólum svo hægt sé að undirbyggja hagvöxt framtíðar - sem launafólk mun byggja sínar framtíðartekjur á. Vandséð er að verðmætasköpun væri jafn mikil í dag og raun ber vitni án slíkrar fyrirhyggju. Lífsgæði byggja á verðmætasköpun Myndin er skýr. Laun á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi og launakostnaður er það einnig. Þetta endurspeglar þá miklu verðmætasköpun sem fram fer hér á landi og hina stóru hlutdeild launafólks í henni. Þegar allt kemur til alls getur hagur landsmanna ekki byggst á neinu öðru en þeim verðmætum sem sköpuð eru í hagkerfinu. Þar er einnig mikilvægt að hafa í huga að lífskjör okkar og afkomenda okkar munu byggja á því hversu vel okkur tekst að fjárfesta í innviðum, nýjustu tækni og hugviti til að framleidd verði enn meiri verðmæti í framtíðinni en í dag. Hér þarf því að finna ákveðið jafnvægi milli launa í nútíð, annars kostnaðar en launa og fjárfestingar sem mun standa fyrir enn betri lífskjörum þegar fram líða stundir. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Efnahagsmál varða okkur öll og því er mikilvægt að umræða um þau byggi á traustum grunni. Aftur á móti gætir oft mikils misræmis í almennri umræðu um efnahagsmál. Túlkanir álitsgjafa geta verið æði mismunandi og umræðan því þvælst. Til að átta sig á heildarmyndinni og skoða hversu vel okkur gengur í efnahagslegu tilliti getur verið gott að skoða gögn í alþjóðlegum samanburði. Þá er mikilvægt að gagnanna sé aflað með samræmdum hætti og þau svo túlkuð á viðeigandi hátt. Launakostnaður á vinnustund er hár á Íslandi Eurostat birti nýlega gögn um launakostnað í Evrópu á árinu 2022. Til að bera saman launakostnað milli þessara landa þarf að styðjast við sameiginlegan mælikvarða og er jafnan talað um launakostnað á hverja vinnustund að meðaltali í evrum. Þegar launakostnaður er metinn er horft til launa og launatengdra gjalda í senn til að fá samanburðarhæfa mynd af heildarkostnaði atvinnurekenda við starfsfólk. Kostnaðurinn var mestur í Noregi, 56 evrur á klukkustund en 48 evrur á Íslandi og að meðaltali 31 evra í ríkjum Evrópusambandsins. Þess ber að geta að Sviss vantaði í gögnin en telja má líklegt að Svisslendingar séu með einna mestan launakostnað meðal evrópskra þjóða. Á þennan mælikvarða, og miðað við nýjustu fáanlegu gögn, má vera ljóst að launakostnaður er sérlega hár hér á landi rétt eins og í öðrum Evrópulöndum þar sem velmegun er mikil. Meðalárslaun einna hæst á Íslandi þótt leiðrétt sé fyrir verðlagi Hluti skýringarinnar á miklum launakostnaði hér á landi felst auðvitað í því að laun eru há. Eurostat birtir einnig gögn um meðalárslaun fullvinnandi einstaklinga í þessum sömu ríkjum. Það getur verið gagnlegt að leiðrétta þessi gögn fyrir ólíku verðlagi milli landa til að hægt sé að glöggva sig á því hvað launafólk getur fengið af vörum og þjónustu fyrir launin sín. Er jafnan rætt um kaupmátt í þessu samhengi. Verðlag á Íslandi er hátt, enda er mikil fylgni milli launa og verðlags í hverju landi, en meðallaun á Íslandi eru meðal þeirra hæstu í Evrópu jafnvel þótt tekið hafi verið tillit til verðlags. Þetta má glögglega sjá í alþjóðlegum samanburði Eurostat þar sem Ísland er í fjórða sæti Evrópuríkja yfir kaupmáttarleiðrétt meðalárslaun, ofar öllum hinum Norðurlöndunum og 40% hærri en í Evrópusambandsríkjum að meðaltali. Hlutdeild launafólks í verðmætasköpun er mikil Til að átta sig á því hversu mikið launakostnaður vegur í atvinnurekstri þarf að setja hann í gagnlegt samhengi. Þegar ákvarðanir eru teknar um launasetningu þarf að horfa til þeirra tekna sem reksturinn skapar sem og annars kostnaðar í rekstri sem stendur eftir þegar laun hafa verið greidd, svo sem fjármagnsgjalda, eða fjárfestinga. Við getum horft til landsframleiðslu í þessu samhengi – hún er ákveðinn mælikvarði á þá verðmætasköpun sem fram fer í hagkerfinu, og það sem er þá “til skiptanna” ef svo má að orði komast. Þegar öll þau laun og launatengdu gjöld sem greidd eru út í hagkerfinu eru skoðuð í samhengi við heildarframleiðsluna má sjá að óvíða rennur stærra hlutfall verðmætasköpunar til launafólks en á Íslandi. Sumir gætu spurt hvort öll verðmætasköpunin ætti ekki að renna beint í vasa launafólks enda sé það vinnandi fólk sem í raun stendur undir allri verðmætasköpun. Hafa ber í huga að fyrirtæki þurfa að standa straum af ýmsum öðrum kostnaði en launakostnaði. Einnig þarf að huga að fjárfestingum í innviðum ásamt nýjustu tækjum og tólum svo hægt sé að undirbyggja hagvöxt framtíðar - sem launafólk mun byggja sínar framtíðartekjur á. Vandséð er að verðmætasköpun væri jafn mikil í dag og raun ber vitni án slíkrar fyrirhyggju. Lífsgæði byggja á verðmætasköpun Myndin er skýr. Laun á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi og launakostnaður er það einnig. Þetta endurspeglar þá miklu verðmætasköpun sem fram fer hér á landi og hina stóru hlutdeild launafólks í henni. Þegar allt kemur til alls getur hagur landsmanna ekki byggst á neinu öðru en þeim verðmætum sem sköpuð eru í hagkerfinu. Þar er einnig mikilvægt að hafa í huga að lífskjör okkar og afkomenda okkar munu byggja á því hversu vel okkur tekst að fjárfesta í innviðum, nýjustu tækni og hugviti til að framleidd verði enn meiri verðmæti í framtíðinni en í dag. Hér þarf því að finna ákveðið jafnvægi milli launa í nútíð, annars kostnaðar en launa og fjárfestingar sem mun standa fyrir enn betri lífskjörum þegar fram líða stundir. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun