1. maí í 100 ár Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 1. maí 2023 13:00 Það er hægara sagt en gert að setja sig í spor alþýðufólksins sem safnaðist saman á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis árið 1923 þegar fyrsti kröfufundurinn í tilefni 1. maí var haldinn í Reykjavík fyrir akkúrat hundrað árum. Fátækralögin alræmdu voru enn í gildi. Fólki var bókstaflega refsað fyrir að vera fátækt. Sá sem þurfti fjárstuðning frá hinu opinbera missti nær öll borgaraleg réttindi og gat átt von á því að vera fluttur nauðugur milli landshluta. Fjölskyldum var sundrað og lögregla látin vakta hús og elta uppi þau sem flytja átti nauðungarflutningum. Allir sem þegið höfðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum, svo sem vegna atvinnuleysis, elli eða fötlunar, voru útilokaðir frá því að kjósa í bæjarstjórnarkosningum. Kosningaaldur miðaðist við 25 ár og utankjörfundaratkvæðagreiðslur tíðkuðust ekki svo sjómenn, önnur fjölmennasta stétt landsins, gátu fæstir kosið. Verkafólk þurfti að vinna myrkranna á milli til að hafa í sig og á. Félagsleg undirboð voru ekki undantekning heldur almenn regla. Engar félagslegar tryggingar voru til staðar gegn fátækt af völdum veikinda, aldurs, örorku eða atvinnuleysis, svo fólk lifði í eilífum ótta um afkomu sína. Það kom í hlut verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarmanna að berja fram nýja og betri samfélagsgerð í þágu fjöldans, og þessu verkefni er hvergi nærri lokið. Þetta er barátta fyrir bættum kjörum en líka barátta fyrir frelsi og lýðræði. Víðast hvar var almennur kosningaréttur afsprengi harkalegrar verkalýðsbaráttu og sögulega hefur það verið verkefni jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga í Evrópu að útvíkka og verja almenn lýðréttindi. Íhaldsöflin gerðu allt hvað þau gátu til að hindra breytingar í átt að jafnara samfélagi. Sagan af þessu er kyrfilega varðveitt í Alþingistíðindum. Tökum nokkur dæmi frá millistríðsárunum: • Þegar Jón Baldvinsson, fyrsti þingmaður Alþýðuflokksins, beitti sér fyrir lagasetningu um hvíldartíma háseta á togurum árið 1921, Vökulögunum svokölluðu, mætti hann harðri mótspyrnu frá fulltrúum atvinnurekendavaldsins á Alþingi. „Þetta mun óhjákvæmilega draga úr aflabrögðum,“ sagði einn þeirra. „Heldur hann kannski að sjómenn raki sig og þvoi sér vandlega og fari í sparifötin áður en þeir matast?“ spurði Ólafur Thors þegar Héðinn Valdimarsson barðist fyrir því nokkrum árum síðar að hvíldartíminn yrði lengdur í átta klukkustundir á sólarhring. Samflokksmaður Ólafs færði rök fyrir því að lengri hvíldartími myndi ala með þjóðinni leti, ómennsku og heimtufrekju. Jón Baldvinsson mætti auðvitað álíka harðri mótstöðu þegar hann lagði fram frumvarp um að útgerðarmönnum yrði skylt að tryggja muni og fatnað skipverja sem lenda í sjávarháska. • Þegar Jón Baldvinsson mælti fyrir því árið 1924 að fátækralögin yrðu endurskoðuð, tekið yrði fyrir nauðungarflutninga og hætt að svipta sveitarstyrkþega kosningarétti og öðrum borgararéttindum lagðist meirihluti allsherjarnefndar eindregið gegn slíkum breytingum. Jón Þorláksson og fleiri töldu að menn yrðu „miklu stórtækari til sveitarsjóðanna en áður ef styrkurinn hefir ekki lengur neinn réttindamissi í för með sér“ og einn þingmaður hafði á orði að sér þætti það „mjög ógeðfelld tilhugsun að menn sem ekki sjá sér og sínum farborða sakir óreglu, leti og annarrar ómennsku eigi að fara að sjá fyrir og stjórna okkur hinum“. • Atvinnuleysistryggingar voru alltaf eitur í beinum atvinnurekendavaldsins og fulltrúa þess á Alþingi. „Við sjálfstæðismenn leggjumst á móti atvinnuleysistryggingum,“ sagði Thor Thors árið 1935. „Það er beinlínis lagt fram fé til þess að viðhalda atvinnuleysinu með því að leggja fram fé til svokallaðra atvinnuleysistrygginga,“ sagði samflokksmaður hans. „Miðar það til þess að deyfa sjálfsbjargarhvöt manna og þeir reyna síður að sjá sjálfum sér farborða til hins ýtrasta,“ sagði sá þriðji. Allt eru þetta kunnugleg stef og enn í dag er sams konar rökum beitt gegn eflingu velferðarkerfisins. Raunar voru alvöru atvinnuleysistryggingar ekki lögfestar á Íslandi fyrr en árið 1955 eftir löng og hörð verkföll, mörgum áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum. • Íhaldsmenn hömuðust gegn lögunum um verkamannabústaði árið 1929 og kusu gegn þeim. Ólafur Thors hæddist að Héðni Valdimarssyni fyrir að „þenja sig og grenja um dimmu, köldu og röku kjallaraholurnar“ og gaf lítið fyrir það sem hann kallaði „tilfinningavæl jafnaðarmanna“. Hann hélt því fram að löggjöfin yrði „almenningi til skaða“ enda myndu „slík afskipti hins opinbera draga úr framtaki einstaklingsins til bygginga“. Sams konar sjónarmið birtust síðar frá Bjarna Benediktssyni þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur. „Ein alvarlegasta ásökunin á hendur Reykjavíkurbæ er sú að hann verji ekki nægu fé til að koma upp ódýru húsnæði fyrir almenning. Við sjálfstæðismenn teljum það yfirleitt ekki vera í verkahring þess opinbera að sjá fyrir þessum þörfum manna.“ Verkamannabústaðirnir voru reistir fyrir harðfylgi verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarmanna og tryggðu þúsundum fjölskyldna þak yfir höfuðið. Kerfið var svo lagt niður af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um síðustu aldamót með hörmulegum afleiðingum fyrir almenning í landinu. Þannig var lagður grunnur að húsnæðiskreppu sem sér ekki fyrir endann á. Flest af þeim félagslegu réttindamálum og framfaraskrefum sem kunna að virðast hversdagsleg lífsgæði í dag voru hápólitísk og kostuðu harðvítug átök við ráðandi stéttir. Það mun líka kosta átök að viðhalda þessum réttindum og styrkja þau enn frekar. Þar verður samtakamátturinn sem fyrr sterkasta vopnið. Á fjöldafundinum 1. maí 1923 voru settar fram kröfur um aukið húsnæðisöryggi, mannsæmandi vinnuaðstæður, réttlátara skattkerfi, traustar almannatryggingar, lýðræðisumbætur og útrýmingu fátæktar. Baráttan fyrir öllu þessu heldur áfram hundrað árum síðar og byggir enn á sömu grunngildunum um jöfnuð, frelsi, samstöðu og mannlega reisn okkar allra. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er hægara sagt en gert að setja sig í spor alþýðufólksins sem safnaðist saman á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis árið 1923 þegar fyrsti kröfufundurinn í tilefni 1. maí var haldinn í Reykjavík fyrir akkúrat hundrað árum. Fátækralögin alræmdu voru enn í gildi. Fólki var bókstaflega refsað fyrir að vera fátækt. Sá sem þurfti fjárstuðning frá hinu opinbera missti nær öll borgaraleg réttindi og gat átt von á því að vera fluttur nauðugur milli landshluta. Fjölskyldum var sundrað og lögregla látin vakta hús og elta uppi þau sem flytja átti nauðungarflutningum. Allir sem þegið höfðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum, svo sem vegna atvinnuleysis, elli eða fötlunar, voru útilokaðir frá því að kjósa í bæjarstjórnarkosningum. Kosningaaldur miðaðist við 25 ár og utankjörfundaratkvæðagreiðslur tíðkuðust ekki svo sjómenn, önnur fjölmennasta stétt landsins, gátu fæstir kosið. Verkafólk þurfti að vinna myrkranna á milli til að hafa í sig og á. Félagsleg undirboð voru ekki undantekning heldur almenn regla. Engar félagslegar tryggingar voru til staðar gegn fátækt af völdum veikinda, aldurs, örorku eða atvinnuleysis, svo fólk lifði í eilífum ótta um afkomu sína. Það kom í hlut verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarmanna að berja fram nýja og betri samfélagsgerð í þágu fjöldans, og þessu verkefni er hvergi nærri lokið. Þetta er barátta fyrir bættum kjörum en líka barátta fyrir frelsi og lýðræði. Víðast hvar var almennur kosningaréttur afsprengi harkalegrar verkalýðsbaráttu og sögulega hefur það verið verkefni jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga í Evrópu að útvíkka og verja almenn lýðréttindi. Íhaldsöflin gerðu allt hvað þau gátu til að hindra breytingar í átt að jafnara samfélagi. Sagan af þessu er kyrfilega varðveitt í Alþingistíðindum. Tökum nokkur dæmi frá millistríðsárunum: • Þegar Jón Baldvinsson, fyrsti þingmaður Alþýðuflokksins, beitti sér fyrir lagasetningu um hvíldartíma háseta á togurum árið 1921, Vökulögunum svokölluðu, mætti hann harðri mótspyrnu frá fulltrúum atvinnurekendavaldsins á Alþingi. „Þetta mun óhjákvæmilega draga úr aflabrögðum,“ sagði einn þeirra. „Heldur hann kannski að sjómenn raki sig og þvoi sér vandlega og fari í sparifötin áður en þeir matast?“ spurði Ólafur Thors þegar Héðinn Valdimarsson barðist fyrir því nokkrum árum síðar að hvíldartíminn yrði lengdur í átta klukkustundir á sólarhring. Samflokksmaður Ólafs færði rök fyrir því að lengri hvíldartími myndi ala með þjóðinni leti, ómennsku og heimtufrekju. Jón Baldvinsson mætti auðvitað álíka harðri mótstöðu þegar hann lagði fram frumvarp um að útgerðarmönnum yrði skylt að tryggja muni og fatnað skipverja sem lenda í sjávarháska. • Þegar Jón Baldvinsson mælti fyrir því árið 1924 að fátækralögin yrðu endurskoðuð, tekið yrði fyrir nauðungarflutninga og hætt að svipta sveitarstyrkþega kosningarétti og öðrum borgararéttindum lagðist meirihluti allsherjarnefndar eindregið gegn slíkum breytingum. Jón Þorláksson og fleiri töldu að menn yrðu „miklu stórtækari til sveitarsjóðanna en áður ef styrkurinn hefir ekki lengur neinn réttindamissi í för með sér“ og einn þingmaður hafði á orði að sér þætti það „mjög ógeðfelld tilhugsun að menn sem ekki sjá sér og sínum farborða sakir óreglu, leti og annarrar ómennsku eigi að fara að sjá fyrir og stjórna okkur hinum“. • Atvinnuleysistryggingar voru alltaf eitur í beinum atvinnurekendavaldsins og fulltrúa þess á Alþingi. „Við sjálfstæðismenn leggjumst á móti atvinnuleysistryggingum,“ sagði Thor Thors árið 1935. „Það er beinlínis lagt fram fé til þess að viðhalda atvinnuleysinu með því að leggja fram fé til svokallaðra atvinnuleysistrygginga,“ sagði samflokksmaður hans. „Miðar það til þess að deyfa sjálfsbjargarhvöt manna og þeir reyna síður að sjá sjálfum sér farborða til hins ýtrasta,“ sagði sá þriðji. Allt eru þetta kunnugleg stef og enn í dag er sams konar rökum beitt gegn eflingu velferðarkerfisins. Raunar voru alvöru atvinnuleysistryggingar ekki lögfestar á Íslandi fyrr en árið 1955 eftir löng og hörð verkföll, mörgum áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum. • Íhaldsmenn hömuðust gegn lögunum um verkamannabústaði árið 1929 og kusu gegn þeim. Ólafur Thors hæddist að Héðni Valdimarssyni fyrir að „þenja sig og grenja um dimmu, köldu og röku kjallaraholurnar“ og gaf lítið fyrir það sem hann kallaði „tilfinningavæl jafnaðarmanna“. Hann hélt því fram að löggjöfin yrði „almenningi til skaða“ enda myndu „slík afskipti hins opinbera draga úr framtaki einstaklingsins til bygginga“. Sams konar sjónarmið birtust síðar frá Bjarna Benediktssyni þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur. „Ein alvarlegasta ásökunin á hendur Reykjavíkurbæ er sú að hann verji ekki nægu fé til að koma upp ódýru húsnæði fyrir almenning. Við sjálfstæðismenn teljum það yfirleitt ekki vera í verkahring þess opinbera að sjá fyrir þessum þörfum manna.“ Verkamannabústaðirnir voru reistir fyrir harðfylgi verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarmanna og tryggðu þúsundum fjölskyldna þak yfir höfuðið. Kerfið var svo lagt niður af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um síðustu aldamót með hörmulegum afleiðingum fyrir almenning í landinu. Þannig var lagður grunnur að húsnæðiskreppu sem sér ekki fyrir endann á. Flest af þeim félagslegu réttindamálum og framfaraskrefum sem kunna að virðast hversdagsleg lífsgæði í dag voru hápólitísk og kostuðu harðvítug átök við ráðandi stéttir. Það mun líka kosta átök að viðhalda þessum réttindum og styrkja þau enn frekar. Þar verður samtakamátturinn sem fyrr sterkasta vopnið. Á fjöldafundinum 1. maí 1923 voru settar fram kröfur um aukið húsnæðisöryggi, mannsæmandi vinnuaðstæður, réttlátara skattkerfi, traustar almannatryggingar, lýðræðisumbætur og útrýmingu fátæktar. Baráttan fyrir öllu þessu heldur áfram hundrað árum síðar og byggir enn á sömu grunngildunum um jöfnuð, frelsi, samstöðu og mannlega reisn okkar allra. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun