Skoðaði fjölskyldumyndir þegar hún var að missa vonina í rússneska fangelsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 12:01 Brittney Griner ræðir við fjölmiðlamenn í gær en hún sýndi miklar tilfinningar á fundinum. AP/Matt York Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner sem dúsaði í fangelsi í Rússlandi í tíu mánuði ræddi upplifun sína á blaðamannafundi í gær. Griner losnaði loksins í desember eftir að Bandaríkjamenn gerðu fangaskipti við Rússa. Hún hafði verið tekin með smávægis magn af hassolíu við komu sína til Moskvu, olíu sem hún notaði í rafrettu sína. Fyrir vikið var hún á endanum dæmd í níu ára fangelsi. Griner fór til Rússlands til að spila körfubolta en WNBA-stórstjörnur drýgja oft tekjur sína með því að spila með evrópskum stórliðum þegar WNBA-deildin er í fríi. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner slapp loksins heim til Bandaríkjanna og var staðráðin að spila aftur í WNBA-deildinni. Hún gerði nýjan samning við Phoenix Mercury, liðið sem hefur hún hefur spilað frá því að hún var valin númer eitt í nýliðavalinu árið 2013. Griner ræddi upplifun sína af fangelsinu, óvissunni og hvernig það hefur gengið að spila aftur körfubolta eftir þennan tíma. „Ég þekki vel erfiða tíma. Þú lendir í mótlæti í lífinu og þetta var af stærri gerðinni. Ég treysti bara á vinnusemi mína, að komast í gegnum þetta. Þú finnur leið til að komast í gegnum svona. Þegar ég var að missa vonina þá kom hún aftur þegar ég skoðaði myndir af fjölskyldunni minni. Þú ert að bíða eftir að sjá fjölskylduna, hitta ástvinina á ný og komast á örggan stað,“ sagði Brittney Griner. Það var samt ekki auðvelt að byrja aftur eftir svona langan tíma í fangelsi. „Ég hef alltaf trúað á hæfileika mína. En ef ég er raunsæ þá er ég ekki alveg þar sem ég vildi vera en ég er á réttri leið. Fyrstu tvær vikurnar af æfingum eftir að ég byrjaði í körfubolta aftur voru mjög erfiðar. Ég hugsaði: Vil ég virkilega byrja aftur svona snemma. Þetta var samt þess virði,“ sagði Griner. Hún ræddi líka ástæðu þess að hún fór til Rússlands en vegna þess að launin eru ekki mjög há í WNBA-deildinni þá var þetta tækifæri til að drýgja þau. „Ég mun aldrei spila aftur erlendis nema ef ég að keppa með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aðalástæðan fyrir því að við erum að fara þangað er launabilið, við förum þangað til að framfleyta fjölskyldum okkar og okkur sjálfum. Ég þekki engan leikmann sem vill fara erlendis og spila. Ég vona að deildin okkar haldi áfram að vaxa og að fleyti fyrirtæki fjárfesti í okkar stétt,“ sagði Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Mál Brittney Griner NBA Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Sjá meira
Griner losnaði loksins í desember eftir að Bandaríkjamenn gerðu fangaskipti við Rússa. Hún hafði verið tekin með smávægis magn af hassolíu við komu sína til Moskvu, olíu sem hún notaði í rafrettu sína. Fyrir vikið var hún á endanum dæmd í níu ára fangelsi. Griner fór til Rússlands til að spila körfubolta en WNBA-stórstjörnur drýgja oft tekjur sína með því að spila með evrópskum stórliðum þegar WNBA-deildin er í fríi. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner slapp loksins heim til Bandaríkjanna og var staðráðin að spila aftur í WNBA-deildinni. Hún gerði nýjan samning við Phoenix Mercury, liðið sem hefur hún hefur spilað frá því að hún var valin númer eitt í nýliðavalinu árið 2013. Griner ræddi upplifun sína af fangelsinu, óvissunni og hvernig það hefur gengið að spila aftur körfubolta eftir þennan tíma. „Ég þekki vel erfiða tíma. Þú lendir í mótlæti í lífinu og þetta var af stærri gerðinni. Ég treysti bara á vinnusemi mína, að komast í gegnum þetta. Þú finnur leið til að komast í gegnum svona. Þegar ég var að missa vonina þá kom hún aftur þegar ég skoðaði myndir af fjölskyldunni minni. Þú ert að bíða eftir að sjá fjölskylduna, hitta ástvinina á ný og komast á örggan stað,“ sagði Brittney Griner. Það var samt ekki auðvelt að byrja aftur eftir svona langan tíma í fangelsi. „Ég hef alltaf trúað á hæfileika mína. En ef ég er raunsæ þá er ég ekki alveg þar sem ég vildi vera en ég er á réttri leið. Fyrstu tvær vikurnar af æfingum eftir að ég byrjaði í körfubolta aftur voru mjög erfiðar. Ég hugsaði: Vil ég virkilega byrja aftur svona snemma. Þetta var samt þess virði,“ sagði Griner. Hún ræddi líka ástæðu þess að hún fór til Rússlands en vegna þess að launin eru ekki mjög há í WNBA-deildinni þá var þetta tækifæri til að drýgja þau. „Ég mun aldrei spila aftur erlendis nema ef ég að keppa með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aðalástæðan fyrir því að við erum að fara þangað er launabilið, við förum þangað til að framfleyta fjölskyldum okkar og okkur sjálfum. Ég þekki engan leikmann sem vill fara erlendis og spila. Ég vona að deildin okkar haldi áfram að vaxa og að fleyti fyrirtæki fjárfesti í okkar stétt,“ sagði Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Mál Brittney Griner NBA Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Sjá meira