Græðgi og geðþótti, eða réttlæti, jöfnuð og velferð Sandra B. Franks skrifar 1. maí 2023 08:00 Ef þið fengjuð tækifæri til að hanna samfélag frá grunni, hvernig samfélag yrði það? Yrði það samfélag misskiptingar og misréttis? Yrði það samfélag kulnunar og kynjamismunar? Yrði það samfélag fátæktar og fjárhagsþrenginga? Yrði það samfélag valdníðslu og vígtóla? Yrði það samfélag klíku og kreddu? Yrði það samfélag græðgi og geðþótta? Nei, varla. Ég er nokkuð viss um að önnur hugtök yrðu ofar í ykkar huga. Ég er reyndar sannfærð um að hugtökin „réttlæti“, „jöfnuður“ og „velferð“ myndu skora hátt hjá öllu vinnandi fólki, sem og öðrum sem lifa í samfélagi með öðrum. Það eru einmitt þessi þrjú hugtök sem eru leiðarstef verkalýðsdags BSRB að þessu sinni. Verkalýðsbarátta snýst í grunninn um réttlæti, jöfnuð og velferð. Það er rauði þráðurinn í baráttu okkar. Verkalýðshreyfingin er í raun ekki að berjast fyrir neinu öðru. Þess vegna sætir það stundum furðu hversu erfitt það getur verið að ná þessu í gegn í samningum við vinnuveitendur, hvor sem það eru opinberir aðilar eða einkaaðilar. Réttlátt samfélag þar sem velferðin nær til allra en ekki sumra, og er ekki óraunhæfur draumur. Við getum auðveldlega náð jafnari skiptingu þeirra auðæfa sem til verða í landinu, ef vilji er til staðar. Skoðum tvær staðreyndir: Ríkustu 5% Íslendingarnir eiga tæplega 40% af hreinum eignum landsmanna. Hin 95% skipta með sér restinni, eða hinum 60%-unum. Ríkustu 10% Íslendingarnir taka yfir 80% allra fjármagnstekna sem til verða í landinu. Ísland er með lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Þessu til viðbótar birtust nýverið eftirfarandi fyrirsagnir í fjölmiðlum: „Mesti hagnaður á öldinni“ og átti þar við íslensk fyrirtæki. „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“ skrifaði RÚV síðastliðið haust. Fyrir nokkrum vikum skrifaði Viðskiptablaðið: „67 milljarða hagnaður bankanna“. Til að setja þá tölu í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og það sem öll hjúkrunarheimili og endurhæfingarþjónusta landsins kosta. Öll heilsugæsla í landinu kostar um 40 milljarða kr. Á sama tíma glímir íslenskur almenningur við hækkandi verðbólgu og vexti. Okkur virðist ekki takast að reka bráðamóttöku Landspítalans með sóma. Um 10.000 börn á Íslandi búa við fátækt samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla. Og enn er verið að borga konum lægri laun en körlum, - bara af því þær eru konur! Það er því verk að vinna. Ekki síst fyrir verkalýðshreyfinguna en ekki síður almenning sem þarf að styðja þessa baráttu. Ef almenningur vill sjá framfarir í átt að auknu réttlæti, meiri jöfnuð og bættri velferð þá er tækifærið núna. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ef þið fengjuð tækifæri til að hanna samfélag frá grunni, hvernig samfélag yrði það? Yrði það samfélag misskiptingar og misréttis? Yrði það samfélag kulnunar og kynjamismunar? Yrði það samfélag fátæktar og fjárhagsþrenginga? Yrði það samfélag valdníðslu og vígtóla? Yrði það samfélag klíku og kreddu? Yrði það samfélag græðgi og geðþótta? Nei, varla. Ég er nokkuð viss um að önnur hugtök yrðu ofar í ykkar huga. Ég er reyndar sannfærð um að hugtökin „réttlæti“, „jöfnuður“ og „velferð“ myndu skora hátt hjá öllu vinnandi fólki, sem og öðrum sem lifa í samfélagi með öðrum. Það eru einmitt þessi þrjú hugtök sem eru leiðarstef verkalýðsdags BSRB að þessu sinni. Verkalýðsbarátta snýst í grunninn um réttlæti, jöfnuð og velferð. Það er rauði þráðurinn í baráttu okkar. Verkalýðshreyfingin er í raun ekki að berjast fyrir neinu öðru. Þess vegna sætir það stundum furðu hversu erfitt það getur verið að ná þessu í gegn í samningum við vinnuveitendur, hvor sem það eru opinberir aðilar eða einkaaðilar. Réttlátt samfélag þar sem velferðin nær til allra en ekki sumra, og er ekki óraunhæfur draumur. Við getum auðveldlega náð jafnari skiptingu þeirra auðæfa sem til verða í landinu, ef vilji er til staðar. Skoðum tvær staðreyndir: Ríkustu 5% Íslendingarnir eiga tæplega 40% af hreinum eignum landsmanna. Hin 95% skipta með sér restinni, eða hinum 60%-unum. Ríkustu 10% Íslendingarnir taka yfir 80% allra fjármagnstekna sem til verða í landinu. Ísland er með lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Þessu til viðbótar birtust nýverið eftirfarandi fyrirsagnir í fjölmiðlum: „Mesti hagnaður á öldinni“ og átti þar við íslensk fyrirtæki. „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“ skrifaði RÚV síðastliðið haust. Fyrir nokkrum vikum skrifaði Viðskiptablaðið: „67 milljarða hagnaður bankanna“. Til að setja þá tölu í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og það sem öll hjúkrunarheimili og endurhæfingarþjónusta landsins kosta. Öll heilsugæsla í landinu kostar um 40 milljarða kr. Á sama tíma glímir íslenskur almenningur við hækkandi verðbólgu og vexti. Okkur virðist ekki takast að reka bráðamóttöku Landspítalans með sóma. Um 10.000 börn á Íslandi búa við fátækt samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla. Og enn er verið að borga konum lægri laun en körlum, - bara af því þær eru konur! Það er því verk að vinna. Ekki síst fyrir verkalýðshreyfinguna en ekki síður almenning sem þarf að styðja þessa baráttu. Ef almenningur vill sjá framfarir í átt að auknu réttlæti, meiri jöfnuð og bættri velferð þá er tækifærið núna. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar