Ellefsen á Skipagötu næsta stórstjarna handboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 09:30 Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði þrettán mörk í sigrinum á Úkraínu. Hondbóltssamband Føroya Færeyingar hafa aldrei verið eins nálægt því að komast á stórmót og þeir eru núna í undankeppni næstu EM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Færeyska landsliðið vann sjö marka sigur á Úkraínu, 33-26, í næstsíðasta leiknum í riðlinum í undankeppninni. Færeyingar höfðu áður unnið Rúmena á heimavelli sínum. Liðið er því með fjögur stig og situr það í þriðja sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Lokaleikurinn er á útivelli á móti Austurríki en á meðan Færeyingar eru að berjast fyrir sæti á Evrópumótinu þá hefur austurríska landsliðið þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Þriðja sætið gæti gefið sæti á EM en tvö efstu sætin eru örugg. Þetta gæti allt endað á innbyrðis viðureignum milli Færeyja, Rúmeníu og Úkraínu. Þessi fimmtíu þúsund manna þjóð myndi skrifa söguna með því að komast inn á Evrópumótið en aldrei hefur svo fámenn þjóð komist í úrslit stórmóts í liðsíþrótt. Frændurnir öflugu Frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún hafa mikla athygli með yngri landsliðum Færeyja sem hafa verið að komast inn á stórmótin. Nú eru þeir komnir í stór hlutverk með landsliðinu og þá sérstaklega inn tvítugi Elias Ellefsen á Skipagötu sem stýrir leik liðsins. Elias er leikmaður sænska liðsins IK Sävehof og var meðal annars valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Það er þegar ljóst að hann er að yfirgefa sænska liðið því strákur er á leiðinni til þýska stórliðsins Kiel. Óli Mittun kom til Sävehof síðasta sumar og þeir frændur eru því bæði liðsfélagar hjá félagsliði og landsliði. Í sigrinum á Úkraínu þá skoruðu þeir saman 20 af 33 mörkum færeyska landsliðsins. Þrettán mörk og átta stoðsendingar Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði 13 mörk í leiknum (úr 23 skotum) og var að auki með átta stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að meiria en 63 prósent marka liðsins. Aðeins tvö af mörkum Ellefsen komu af vítalínunni. Óli Mittun var sjálfur með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í þessum flotta sigri. Þessi frammistaða hjá hinum tvítuga Elias Ellefsen á Skipagötu sýnir hins vegar af hverju Kiel vildi fá hann og af hverju hann gæti orðið næsta stórstjarna handboltans. Það sem vekur sérstaka athygli er að hann getur skotið bæði með hægri og vinstri hendi. Elias á Skipagötu í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.kvf.fo Nafnið vekur vissulega athygli enda sérstakt en hann tekur þarna upp eftirnafn föður síns. Ellefsen er eftirnafn móður hans en á Skipagötu kemur frá föður hans. Hann grínaðist með það í viðtali Í Lokalpressen að hafa verið kallaður Skippen fyrst eftir að hann kom til Sävehof. Spilar í númer 71 til heiðurs æskufélaginu Heimili hans var í aðeins fimm hundruð metra fjarlægð frá Höllinni á Hálsi þar sem landsliðið spilar heimaleiki sína og þar sem Elias fór á kostum á miðvikudagskvöldið. Faðir hans lék á sínum tíma með aðalliði H71 og yngri bróðir hans er líka í handboltanum. Félagið er í Hoyvik sem er úthverfi Þórshafnar. Til heiðurs æskufélagsins þá spilar Ellefsen með númerið 71 á bakinu með sænska liðinu. Leikurinn mikilvægi á móti Austurríki fer fram um helgina og þar þurfa Færeyingar aðra svona frábæra frammistöðu frá sínum besta manni ætli þeir að keppa á EM í byrjun næsta árs. View this post on Instagram A post shared by Faroe Islands Handball (@handball_faroe_islands) EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Færeyska landsliðið vann sjö marka sigur á Úkraínu, 33-26, í næstsíðasta leiknum í riðlinum í undankeppninni. Færeyingar höfðu áður unnið Rúmena á heimavelli sínum. Liðið er því með fjögur stig og situr það í þriðja sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Lokaleikurinn er á útivelli á móti Austurríki en á meðan Færeyingar eru að berjast fyrir sæti á Evrópumótinu þá hefur austurríska landsliðið þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Þriðja sætið gæti gefið sæti á EM en tvö efstu sætin eru örugg. Þetta gæti allt endað á innbyrðis viðureignum milli Færeyja, Rúmeníu og Úkraínu. Þessi fimmtíu þúsund manna þjóð myndi skrifa söguna með því að komast inn á Evrópumótið en aldrei hefur svo fámenn þjóð komist í úrslit stórmóts í liðsíþrótt. Frændurnir öflugu Frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún hafa mikla athygli með yngri landsliðum Færeyja sem hafa verið að komast inn á stórmótin. Nú eru þeir komnir í stór hlutverk með landsliðinu og þá sérstaklega inn tvítugi Elias Ellefsen á Skipagötu sem stýrir leik liðsins. Elias er leikmaður sænska liðsins IK Sävehof og var meðal annars valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Það er þegar ljóst að hann er að yfirgefa sænska liðið því strákur er á leiðinni til þýska stórliðsins Kiel. Óli Mittun kom til Sävehof síðasta sumar og þeir frændur eru því bæði liðsfélagar hjá félagsliði og landsliði. Í sigrinum á Úkraínu þá skoruðu þeir saman 20 af 33 mörkum færeyska landsliðsins. Þrettán mörk og átta stoðsendingar Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði 13 mörk í leiknum (úr 23 skotum) og var að auki með átta stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að meiria en 63 prósent marka liðsins. Aðeins tvö af mörkum Ellefsen komu af vítalínunni. Óli Mittun var sjálfur með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í þessum flotta sigri. Þessi frammistaða hjá hinum tvítuga Elias Ellefsen á Skipagötu sýnir hins vegar af hverju Kiel vildi fá hann og af hverju hann gæti orðið næsta stórstjarna handboltans. Það sem vekur sérstaka athygli er að hann getur skotið bæði með hægri og vinstri hendi. Elias á Skipagötu í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.kvf.fo Nafnið vekur vissulega athygli enda sérstakt en hann tekur þarna upp eftirnafn föður síns. Ellefsen er eftirnafn móður hans en á Skipagötu kemur frá föður hans. Hann grínaðist með það í viðtali Í Lokalpressen að hafa verið kallaður Skippen fyrst eftir að hann kom til Sävehof. Spilar í númer 71 til heiðurs æskufélaginu Heimili hans var í aðeins fimm hundruð metra fjarlægð frá Höllinni á Hálsi þar sem landsliðið spilar heimaleiki sína og þar sem Elias fór á kostum á miðvikudagskvöldið. Faðir hans lék á sínum tíma með aðalliði H71 og yngri bróðir hans er líka í handboltanum. Félagið er í Hoyvik sem er úthverfi Þórshafnar. Til heiðurs æskufélagsins þá spilar Ellefsen með númerið 71 á bakinu með sænska liðinu. Leikurinn mikilvægi á móti Austurríki fer fram um helgina og þar þurfa Færeyingar aðra svona frábæra frammistöðu frá sínum besta manni ætli þeir að keppa á EM í byrjun næsta árs. View this post on Instagram A post shared by Faroe Islands Handball (@handball_faroe_islands)
EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira