Sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. apríl 2023 14:30 Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma. Ríkisstjórnin hefur eftir sex ára valdatíð hins vegar enn ekki getað haldið blaðamannfund þar sem hún kynnir stefnu um hvernig lífið í þessu nýja húsi á að vera. Og eftir þessu er tekið. Starfsemin er auðvitað hjarta hússins. Viðbrögð þeirra sem til þekkja, þeirra sem starfa í innviðum heilbrigðiskerfisins segja alla söguna. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir þannig um þessa áætlun: „Þarna er ekki talað um neina aðra þætti en steinsteypuna við Hringbraut, að það eigi að klára þetta hús.“ Það á að byggja hús Enda þótt nafnið á áætluninni sé stórt, mikið og langt þá vantar þar flest þau svör sem skipta máli fyrir fólkið í landinu. Einu sinni sem oftar birtist það óþægilega skýrt að ríkisstjórnina skortir sýn og hana skortir svör. Það vantar svör um samstarf annarra anga heilbrigðiskerfisins við Landspítala. Það vantar svör um hjúkrunarheimili, um aðgengi að heilsugæslulæknum, um krabbameinsáætlun, sálfræðiþjónustu og geðheilbrigðismál, vímuefnaúrræði og svona mætti lengi telja. Eftir 6 ára samstarf ríkisstjórnarinnar er staðan í innviðum heilbrigðiskerfisins hins vegar þessi: Frekir, tengdir eða ríkir Fólk sem þarf á þjónustu heimilislæknis að halda hér á höfuðborgarsvæðinu má í einhverjum tilvikum bíða fram í september eftir tíma. Fólk sem hringir á heilsugæsluna er spurt hvort það sé nokkuð í brýnustu neyð. Heilsugæslan er þá orðin að bráðaþjónustu. Þessi staða er algjör viðsnúningur frá fyrri orðum ríkisstjórnarinnar um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Víða á landsbyggðinni eru svæði heimislæknislaus og útlit fyrir að fleiri verði það líka. Börn bíða á biðlistum í mörg ár og þessir listar bara lengjast. Amma og afi liggja inni á spítala vegna þess að hjúkrunarrýmin eru ekki til. Álagið á spítalanum eykst og eykst vegna þess að aðrir angar kerfisins geta ekki tekið við fólki. Spítalinn tekur þess vegna við öllum. Hvert fer fólkið sem ekki kemst að hjá heimilislækni? Leitar það á bráðamóttöku? Eða fær þá kannski bara enga heilbrigðisþjónustu? Eða er það stefnan að bara þau sem eru tengd, frek eða rík komist að hjá lækni? Á meðan aðrir hlutar heilbrigðiskerfisins eru ekki styrktir verður staðan á spítalanum óbreytt, hvort sem húsið er nýtt eða gamalt. Hjartað í kerfinu Síðast en ekki síst vantar svörin og stefnuna hvað varðar sjálft hjartað í heilbrigðiskerfinu; fólkið sem þar starfar og veitir okkur heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélagsins talaði einnig um þennan þátt málsins. Hún spurði réttilega hvar umfjöllunina um mannauðinn væri að finna. Staðan er sú að hvort sem við lítum á sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna þá blasir við engin stefna um hvernig eigi að tryggja að nýja húsið verði mannað af heilbrigðisstarfsfólki. Engin áætlun um hvernig eigi að koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar hætti störfum vegna þess að vinnuaðstæður eru óboðlegar og ekkert sem tryggir að sérfræðilæknar velji að koma heim úr sérfræðinámi. Biðlistar eru í dag helsta einkenni íslenska heilbrigðiskerfisins. Biðlistar eftir bráðaaðgerðum, biðlistar barna, biðlistar aldraðra. Og hér eru sérfræðilæknar á biðlista um að fá samning við ríkið. Er ekki kominn tími á að snúa við þeirri stöðu að biðlistar séu eitt sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma. Ríkisstjórnin hefur eftir sex ára valdatíð hins vegar enn ekki getað haldið blaðamannfund þar sem hún kynnir stefnu um hvernig lífið í þessu nýja húsi á að vera. Og eftir þessu er tekið. Starfsemin er auðvitað hjarta hússins. Viðbrögð þeirra sem til þekkja, þeirra sem starfa í innviðum heilbrigðiskerfisins segja alla söguna. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir þannig um þessa áætlun: „Þarna er ekki talað um neina aðra þætti en steinsteypuna við Hringbraut, að það eigi að klára þetta hús.“ Það á að byggja hús Enda þótt nafnið á áætluninni sé stórt, mikið og langt þá vantar þar flest þau svör sem skipta máli fyrir fólkið í landinu. Einu sinni sem oftar birtist það óþægilega skýrt að ríkisstjórnina skortir sýn og hana skortir svör. Það vantar svör um samstarf annarra anga heilbrigðiskerfisins við Landspítala. Það vantar svör um hjúkrunarheimili, um aðgengi að heilsugæslulæknum, um krabbameinsáætlun, sálfræðiþjónustu og geðheilbrigðismál, vímuefnaúrræði og svona mætti lengi telja. Eftir 6 ára samstarf ríkisstjórnarinnar er staðan í innviðum heilbrigðiskerfisins hins vegar þessi: Frekir, tengdir eða ríkir Fólk sem þarf á þjónustu heimilislæknis að halda hér á höfuðborgarsvæðinu má í einhverjum tilvikum bíða fram í september eftir tíma. Fólk sem hringir á heilsugæsluna er spurt hvort það sé nokkuð í brýnustu neyð. Heilsugæslan er þá orðin að bráðaþjónustu. Þessi staða er algjör viðsnúningur frá fyrri orðum ríkisstjórnarinnar um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Víða á landsbyggðinni eru svæði heimislæknislaus og útlit fyrir að fleiri verði það líka. Börn bíða á biðlistum í mörg ár og þessir listar bara lengjast. Amma og afi liggja inni á spítala vegna þess að hjúkrunarrýmin eru ekki til. Álagið á spítalanum eykst og eykst vegna þess að aðrir angar kerfisins geta ekki tekið við fólki. Spítalinn tekur þess vegna við öllum. Hvert fer fólkið sem ekki kemst að hjá heimilislækni? Leitar það á bráðamóttöku? Eða fær þá kannski bara enga heilbrigðisþjónustu? Eða er það stefnan að bara þau sem eru tengd, frek eða rík komist að hjá lækni? Á meðan aðrir hlutar heilbrigðiskerfisins eru ekki styrktir verður staðan á spítalanum óbreytt, hvort sem húsið er nýtt eða gamalt. Hjartað í kerfinu Síðast en ekki síst vantar svörin og stefnuna hvað varðar sjálft hjartað í heilbrigðiskerfinu; fólkið sem þar starfar og veitir okkur heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélagsins talaði einnig um þennan þátt málsins. Hún spurði réttilega hvar umfjöllunina um mannauðinn væri að finna. Staðan er sú að hvort sem við lítum á sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna þá blasir við engin stefna um hvernig eigi að tryggja að nýja húsið verði mannað af heilbrigðisstarfsfólki. Engin áætlun um hvernig eigi að koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar hætti störfum vegna þess að vinnuaðstæður eru óboðlegar og ekkert sem tryggir að sérfræðilæknar velji að koma heim úr sérfræðinámi. Biðlistar eru í dag helsta einkenni íslenska heilbrigðiskerfisins. Biðlistar eftir bráðaaðgerðum, biðlistar barna, biðlistar aldraðra. Og hér eru sérfræðilæknar á biðlista um að fá samning við ríkið. Er ekki kominn tími á að snúa við þeirri stöðu að biðlistar séu eitt sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins?
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar