Mikilvægt að standa saman að bættum kjörum fanga Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir skrifar 26. apríl 2023 14:00 Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins sem er ætlað að veita einstaklingum í afplánun stuðning þegar þeir eru að koma út í samfélagið á ný. Stuðningurinn kemur frá sjálfboðaliða sem aðstoðar einstakling við ýmsa praktíska hluti í allt að eitt ár. Verkefnastjóri úrræðisins, Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir, segir að fangelsin séu ekki rétti staðurinn fyrir þennan hóp. „Það þarf að vera úrræði þar sem þessir einstaklingar fá þá geðheilbrigðisþjónustu og stuðning sem þeir þurfa,” segir hún. „Þetta er brýnt málefni og það þarf að efla heilbrigðisþjónustu við fanga með áherslu á bætta geðheilbrigðisþjónustu, en mikilvægt er að horft sé með heildrænum hætti á málið og þannig sé tryggð samhæfð þjónusta fyrir þennan hóp, einnig eftir að afplánun lýkur.“ Skortur á viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu Áhyggjur Rauða krossins snúa fyrst og fremst að því hvort þessir einstaklingar fái viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur. Skortur á viðeigandi þjónustu og öryggi fyrir verulega veika einstaklinga í fangelsum landsins getur talist brot á Mannréttindasáttmála Evrópu – því það getur flokkast sem svo að þessum föngum sé ekki tryggð viðeigandi læknisþjónusta. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og fangelsin vinni betur saman, því í fangelsum skulu fangar njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og almennt gildir, auk þeirrar sérstöku heilbrigðisþjónustu sem lög og reglur um fanga segja til um. Gagnrýni frá eftirlitsaðilum Það er vilji allra þeirra sem koma að fangelsismálum að sinna þessum hópi vel og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, en það virðist vera úrræðaleysi í kerfinu. Pyntinganefnd Evrópuráðs hefur ítrekað gert athugasemdir við stöðu fangelsismála á Íslandi og í byrjun árs gáfu mannréttindasamtökin Amnesty International út skýrslu sem fjallaði um einangrunarvistun í fangelsum hér á landi. Þar segir að misbeiting einangrunarvistar sé umfangsmikil og tekið fram að það eigi einnig við um einangrunarvistun barna og einstaklinga með fatlanir og geðraskanir. Einangrunarvist skal vera háð ströngum skilyrðum og skal aðeins vara í sem skemmstan tíma, samkvæmt alþjóðalögum. Eins og staðan er í dag er veikum einstaklingum boðið upp á ómannúðlegar aðstæður. Það er verið að kalla eftir breytingum og stjórnvöldum ber skylda til þess að bregðast við því ákalli. Höfundur er verkefnastjóri í verkefninu Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Félagasamtök Geðheilbrigði Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins sem er ætlað að veita einstaklingum í afplánun stuðning þegar þeir eru að koma út í samfélagið á ný. Stuðningurinn kemur frá sjálfboðaliða sem aðstoðar einstakling við ýmsa praktíska hluti í allt að eitt ár. Verkefnastjóri úrræðisins, Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir, segir að fangelsin séu ekki rétti staðurinn fyrir þennan hóp. „Það þarf að vera úrræði þar sem þessir einstaklingar fá þá geðheilbrigðisþjónustu og stuðning sem þeir þurfa,” segir hún. „Þetta er brýnt málefni og það þarf að efla heilbrigðisþjónustu við fanga með áherslu á bætta geðheilbrigðisþjónustu, en mikilvægt er að horft sé með heildrænum hætti á málið og þannig sé tryggð samhæfð þjónusta fyrir þennan hóp, einnig eftir að afplánun lýkur.“ Skortur á viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu Áhyggjur Rauða krossins snúa fyrst og fremst að því hvort þessir einstaklingar fái viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur. Skortur á viðeigandi þjónustu og öryggi fyrir verulega veika einstaklinga í fangelsum landsins getur talist brot á Mannréttindasáttmála Evrópu – því það getur flokkast sem svo að þessum föngum sé ekki tryggð viðeigandi læknisþjónusta. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og fangelsin vinni betur saman, því í fangelsum skulu fangar njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og almennt gildir, auk þeirrar sérstöku heilbrigðisþjónustu sem lög og reglur um fanga segja til um. Gagnrýni frá eftirlitsaðilum Það er vilji allra þeirra sem koma að fangelsismálum að sinna þessum hópi vel og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, en það virðist vera úrræðaleysi í kerfinu. Pyntinganefnd Evrópuráðs hefur ítrekað gert athugasemdir við stöðu fangelsismála á Íslandi og í byrjun árs gáfu mannréttindasamtökin Amnesty International út skýrslu sem fjallaði um einangrunarvistun í fangelsum hér á landi. Þar segir að misbeiting einangrunarvistar sé umfangsmikil og tekið fram að það eigi einnig við um einangrunarvistun barna og einstaklinga með fatlanir og geðraskanir. Einangrunarvist skal vera háð ströngum skilyrðum og skal aðeins vara í sem skemmstan tíma, samkvæmt alþjóðalögum. Eins og staðan er í dag er veikum einstaklingum boðið upp á ómannúðlegar aðstæður. Það er verið að kalla eftir breytingum og stjórnvöldum ber skylda til þess að bregðast við því ákalli. Höfundur er verkefnastjóri í verkefninu Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun