Launakostnaður íslenskra fyrirtækja er undir meðallagi Stefán Ólafsson skrifar 26. apríl 2023 10:30 Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Verðlag á Íslandi (og í Sviss) er það hæsta sem þekkist. Hærra verðlag kallar á hærri laun, að öðru jöfnu. Vegna óvenju hás verðlags þurfa laun að vera óvenju há á Íslandi. Þegar framlag velferðarkerfisins bætist við og álagning skattkerfisins dregst frá sitja eftir ráðstöfunartekjur. Þær eru ekki hæstar á Íslandi. Kaupmáttarleiðrétt meðallaun og ráðstöfunartekjur eru t.d. talsvert hærri í Sviss en á Íslandi, sem og í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Raunverulegur launakostnaður fyrirtækja Annar mikilvægur flötur kjaramálanna er svo launakostnaður fyrirtækja. Með launakostnaði er átt við samanlögð laun og launatengd gjöld fyrirtækja. Hann sýnir hve mikið kostnaður vegna vinnuaflsins vegur í reikningum fyrirtækjanna. Lægri launakostnaður, að teknu tilliti til verðlags, færir eigendum fyrirtækja meiri hagnað – og sýnir því einnig svigrúm til launahækkana eða annarra kjarabóta fyrir launafólk. Hvernig standa íslensk fyrirtæki í samanburði við evrópsk fyrirtæki hvað snertir samanlagðan launakostnað á raunvirði? Mynd 1: Árlegur launakostnaður fyrirtækja (laun og launatengd gjöld) með verðlagsleiðréttingu. Það má sjá á myndinni hér að ofan, en tölurnar koma frá Eurostat (Hagstofu Evrópusambandsins) og ná til ársins 2020. Tölurnar eru á föstu verðlagi, þ.e. leiðréttar vegna mismunandi verðlags. Laun eru í hærra lagi á Íslandi en launatengd gjöld fyrirtækja eru í lægra lagi. Samanlögð laun og launatengd gjöld (heildar launakostnaður fyrirtækja) hér á landi eru hins vegar undir meðallagi þessara Evrópuþjóða, að teknu tilliti til verðlags. Ísland er í fimmtánda sæti, en ekki í einu af efstu sætunum, eins og myndin sýnir. Launakostnaður í heild er talsvert hærri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi, sem og í hinum hagsælu ríkjunum sem við yfirleitt berum okkur saman við. Það eru fátækari þjóðirnar í Evrópu sem eru á svipuðum slóðum eða neðar en Ísland í þessum efnum. Hvaða þýðingu hefur þetta? Jú, þetta segir okkur að íslensk fyrirtæki búa við mjög hóflegar byrðar vegna vinnuaflskostnaðar. Þau ættu því auðveldlega að geta borið hærri laun eða hærri framlög til velferðarkerfisins til að bæta hag launafólks (m.a. í gegnum launatengd gjöld atvinnurekenda). Fyrirtækjum á Íslandi er þannig hlíft. Þeim er einnig hlíft með tiltölulega lágum tekjuskatti á hagnað fyrirtækja. Eigendum og stjórnendum fyrirtækja er þar að auki hlíft með óvenju lágum fjármagnstekjuskatti hér á landi. Það er því innantómur boðskapur þegar atvinnurekendur kvarta undan háum launum á Íslandi. Það þarf að horfa jöfnum höndum til launa og launatengdra gjalda – og verðlags – til að fá raunsannari mynd af launakostnaði fyrirtækjanna í heild. Sú mynd sýnir klárlega að hér er talsvert svigrúm til að bæta hag launafólks, án þess að halli á fyrirtækin í samkeppni við fyrirtæki í öðrum hagsældarríkjum. Raunkostnaður á vinnustund Hér er svo tekið tillit til mismunandi vinnutíma. Ísland er áfram undir meðallagi ESB-ríkja. Mynd 2: Launakostnaður á vinnustund, með og án verðlagsleiðréttingar (PPS). Heimild: Eurostat Á mynd 2 er sýndur nýlegur samanburður Eurostat á „launakostnaði á vinnustund“ árið 2020, með og án verðlagsleiðréttingar (kaupmáttarjöfnunar – PPS). Þar má sjá hversu miklu máli skiptir að leiðrétta fyrir mismunandi verðlagi í löndunum. Bláu súlurnar sýna kostnað fyrirtækja án verðlagsleiðréttingar og flötu svörtu strikin eru launakostnaður með verðlagsleiðréttingu (kaupmáttarjöfnun). Gulu fletirnir sýna áhrif verðlagsleiðréttingarinnar, sem eru mest í Danmörku, Noregi, Íslandi og Lúxemborg. Á myndina vantar Sviss og Bretland sem eru með hærri launakostnað en Ísland. Rauði hringurinn sýnir stöðu Íslands með verðlagsleiðréttingu. Niðurstöðurnar eru skýrar. Hvort sem litið er á árlegan launakostnað fyrirtækja eða launakostnað á vinnustund á raunvirði þá er Ísland undir meðaltali Evrópuríkja. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stefán Ólafsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Verðlag á Íslandi (og í Sviss) er það hæsta sem þekkist. Hærra verðlag kallar á hærri laun, að öðru jöfnu. Vegna óvenju hás verðlags þurfa laun að vera óvenju há á Íslandi. Þegar framlag velferðarkerfisins bætist við og álagning skattkerfisins dregst frá sitja eftir ráðstöfunartekjur. Þær eru ekki hæstar á Íslandi. Kaupmáttarleiðrétt meðallaun og ráðstöfunartekjur eru t.d. talsvert hærri í Sviss en á Íslandi, sem og í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Raunverulegur launakostnaður fyrirtækja Annar mikilvægur flötur kjaramálanna er svo launakostnaður fyrirtækja. Með launakostnaði er átt við samanlögð laun og launatengd gjöld fyrirtækja. Hann sýnir hve mikið kostnaður vegna vinnuaflsins vegur í reikningum fyrirtækjanna. Lægri launakostnaður, að teknu tilliti til verðlags, færir eigendum fyrirtækja meiri hagnað – og sýnir því einnig svigrúm til launahækkana eða annarra kjarabóta fyrir launafólk. Hvernig standa íslensk fyrirtæki í samanburði við evrópsk fyrirtæki hvað snertir samanlagðan launakostnað á raunvirði? Mynd 1: Árlegur launakostnaður fyrirtækja (laun og launatengd gjöld) með verðlagsleiðréttingu. Það má sjá á myndinni hér að ofan, en tölurnar koma frá Eurostat (Hagstofu Evrópusambandsins) og ná til ársins 2020. Tölurnar eru á föstu verðlagi, þ.e. leiðréttar vegna mismunandi verðlags. Laun eru í hærra lagi á Íslandi en launatengd gjöld fyrirtækja eru í lægra lagi. Samanlögð laun og launatengd gjöld (heildar launakostnaður fyrirtækja) hér á landi eru hins vegar undir meðallagi þessara Evrópuþjóða, að teknu tilliti til verðlags. Ísland er í fimmtánda sæti, en ekki í einu af efstu sætunum, eins og myndin sýnir. Launakostnaður í heild er talsvert hærri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi, sem og í hinum hagsælu ríkjunum sem við yfirleitt berum okkur saman við. Það eru fátækari þjóðirnar í Evrópu sem eru á svipuðum slóðum eða neðar en Ísland í þessum efnum. Hvaða þýðingu hefur þetta? Jú, þetta segir okkur að íslensk fyrirtæki búa við mjög hóflegar byrðar vegna vinnuaflskostnaðar. Þau ættu því auðveldlega að geta borið hærri laun eða hærri framlög til velferðarkerfisins til að bæta hag launafólks (m.a. í gegnum launatengd gjöld atvinnurekenda). Fyrirtækjum á Íslandi er þannig hlíft. Þeim er einnig hlíft með tiltölulega lágum tekjuskatti á hagnað fyrirtækja. Eigendum og stjórnendum fyrirtækja er þar að auki hlíft með óvenju lágum fjármagnstekjuskatti hér á landi. Það er því innantómur boðskapur þegar atvinnurekendur kvarta undan háum launum á Íslandi. Það þarf að horfa jöfnum höndum til launa og launatengdra gjalda – og verðlags – til að fá raunsannari mynd af launakostnaði fyrirtækjanna í heild. Sú mynd sýnir klárlega að hér er talsvert svigrúm til að bæta hag launafólks, án þess að halli á fyrirtækin í samkeppni við fyrirtæki í öðrum hagsældarríkjum. Raunkostnaður á vinnustund Hér er svo tekið tillit til mismunandi vinnutíma. Ísland er áfram undir meðallagi ESB-ríkja. Mynd 2: Launakostnaður á vinnustund, með og án verðlagsleiðréttingar (PPS). Heimild: Eurostat Á mynd 2 er sýndur nýlegur samanburður Eurostat á „launakostnaði á vinnustund“ árið 2020, með og án verðlagsleiðréttingar (kaupmáttarjöfnunar – PPS). Þar má sjá hversu miklu máli skiptir að leiðrétta fyrir mismunandi verðlagi í löndunum. Bláu súlurnar sýna kostnað fyrirtækja án verðlagsleiðréttingar og flötu svörtu strikin eru launakostnaður með verðlagsleiðréttingu (kaupmáttarjöfnun). Gulu fletirnir sýna áhrif verðlagsleiðréttingarinnar, sem eru mest í Danmörku, Noregi, Íslandi og Lúxemborg. Á myndina vantar Sviss og Bretland sem eru með hærri launakostnað en Ísland. Rauði hringurinn sýnir stöðu Íslands með verðlagsleiðréttingu. Niðurstöðurnar eru skýrar. Hvort sem litið er á árlegan launakostnað fyrirtækja eða launakostnað á vinnustund á raunvirði þá er Ísland undir meðaltali Evrópuríkja. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun