Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Lúðvík Júlíusson skrifar 24. apríl 2023 11:00 Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? Í dag eru staðan þessi: Engar gagnlegar upplýsingar eru til um fátækt barna til að uppræta fátækt með markvissum hætti. Engar rannsóknir eru til um fátækt sem gefa til kynna hvaða hópar standa verst, hverjum þarf að hjálpa strax og hvernig hægt sé að koma i veg fyrir fátækt barna. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda(1) juku kostnað sumra foreldra og juku hættu á fátækt barna og foreldra. Afleiðingar aðgerðanna voru hvorki rökstuddar né rannsakaðar Félagsvísar stjórnvalda sýna ekki aðstæður barna. Sumir félagsvísar virka ekki og aðrir eru ómarkvissir. Engir félagsvísar sýna stöðu barna, foreldra eða heimila (2) Mælaborð um farsæld barna byggir á meðaltölum, huglægu mati og gildismati. Það sýnir þar af leiðandi ekki þau börn sem standa verst. Þetta er fín ljósmynd í sögulegum samanburði en það er ekki hægt að nota þetta sem verkfæri til að bregðast við erfiðri stöðu barna og/eða foreldra þeirra.(3) GEF(nú GEV) hefur gefið það út að lög 38/2018 standist ekki kröfur Barnasáttmála SÞ. Lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar á lögunum eftir ábendingar frá mér. GEV gerði hins vegar meiri kröfur um lagabreytingar svo lögin(38/2018) stæðust kröfur Barnasáttmála SÞ. Stjórnvöld hafa ekki farið i það nauðsynlega verk. Umboðsmaður Alþingis segir að sveitarfélög þurfi ekki að veita öllum foreldrum leik- og grunnskólabarna aðgang að Mentor, Vala.is og öðrum upplýsingakerfum grunnskóla, jafnvel forsjárforeldrum barna og umönnunaraðilum barna. Þeir verði i staðinn að styðjast við síma og tölvupóst(eins og gert var á síðustu öld). Engar tæknilegar hindranir eru til staðar, aðeins lagalegar(4) Menntamálaráðuneytið hefur lýst því yfir að hópur barna í viðkvæmri stöðu, jafnvel með mikla fötlun, njóti ekki sömu réttinda til þjónustu og stuðnings og önnur börn, í leik- og grunnskolum landsins.(5) Engin stefna er til um aðgengi fatlaðra barna og foreldra þeirra að stafrænum lausnum, veflausnum, eða stafrænni stjórnsýslu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Í svörum segja stjórnvöld að þetta nái hvorki til allra fatlaðra barna né allra foreldra þeirra.(6) Það er ekkert mál að leysa þetta, gera rannsóknir, finna börn í viðkvæmri stöðu, gera áætlanir og grípa til aðgerða. Það eru stjórnvöld bara ekki að gera. Þau ráfa um í blindni, gera eitthvað en ekki það sem þarf að gera. Sumt heppnast en annað ekki. Á meðan bíða börn í fátækt, án þjónustu, án stuðnings því stjórnvöld eru áhugalaus um að grípa til alvöru aðgerða. Oftast gerist ekkert nema eftir gríðarlega mikla baráttu foreldra. Eins og frétt gærdagsins um barn sem læst var inni i einveruherbergi sýnir. Engar reglur eru til, ekkert verklag til staðar og Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að skoða málið nánar. Niðurstaðan var sem betur fer sú að réttindi barnsins höfðu ekki verið virt og boðaðar eru breytingar. Foreldrar geta því miður ekki staðið í svona baráttu nema hafa tíma, þekkingu, fjármagn og heilsu. Réttindi barnsins eru því háð með beinum hætti efnahagslegri og félagslegri stöðu foreldra. (7) Frumvarp um farsæld í leik- og grunnskólum(8), sem nú liggur fyrir Alþingi, er gallað. Það kortleggur ekki stöðu barna, það finnur ekki þau börn sem þurfa stuðning, það virkjar ekki stuðningsnet barnsins og það skilur barnið eftir án tækifæra sem önnur börn njóta. Ekkert er fjallað um notkun veflausna, ekkert er fjallað um samskipti/samvinnu við foreldra og ekki eru gerðar kröfur um greiningu á stöðu barnsins. Frumvarpið nær þar af leiðandi ekki til allra barna og enn munu börn ekki eiga sömu réttindi til farsældar og önnur börn. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er álit GEF(nú GEV), menntamálaráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis. Er ekki kominn tími til að hlusta og tryggja öllum börnum, án undantekninga, þau réttindi sem Barnasáttmáli SÞ veitir þeim? Hvers vegna eru stjórnvöld hætt að nenna? Hvers vegna er ekki einn ráðherra, eitt ráðuneyti eða ein stofnun með yfirsýn yfir farsæld barna svo það náist einhver raunverulegur árangur? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/05/06/Rikisstjornin-samthykkir-motvaegisadgerdir-vegna-verdbolgu/ (2) https://visar.hagstofa.is/felagsvisar/ (3) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2945 (4) https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/9053/skoda/mal (5) MMR18070054 (6) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/03/28/Viljayfirlysing-undirritud-um-throun-a-lausnum-a-rafraenu-adgengi-fyrir-fatlad-folk/ (7) https://www.visir.is/g/20232405637d/brotid-gegn-barni-sem-var-flutt-i-einveruherbergi (8) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=153&mnr=922 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Mest lesið Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? Í dag eru staðan þessi: Engar gagnlegar upplýsingar eru til um fátækt barna til að uppræta fátækt með markvissum hætti. Engar rannsóknir eru til um fátækt sem gefa til kynna hvaða hópar standa verst, hverjum þarf að hjálpa strax og hvernig hægt sé að koma i veg fyrir fátækt barna. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda(1) juku kostnað sumra foreldra og juku hættu á fátækt barna og foreldra. Afleiðingar aðgerðanna voru hvorki rökstuddar né rannsakaðar Félagsvísar stjórnvalda sýna ekki aðstæður barna. Sumir félagsvísar virka ekki og aðrir eru ómarkvissir. Engir félagsvísar sýna stöðu barna, foreldra eða heimila (2) Mælaborð um farsæld barna byggir á meðaltölum, huglægu mati og gildismati. Það sýnir þar af leiðandi ekki þau börn sem standa verst. Þetta er fín ljósmynd í sögulegum samanburði en það er ekki hægt að nota þetta sem verkfæri til að bregðast við erfiðri stöðu barna og/eða foreldra þeirra.(3) GEF(nú GEV) hefur gefið það út að lög 38/2018 standist ekki kröfur Barnasáttmála SÞ. Lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar á lögunum eftir ábendingar frá mér. GEV gerði hins vegar meiri kröfur um lagabreytingar svo lögin(38/2018) stæðust kröfur Barnasáttmála SÞ. Stjórnvöld hafa ekki farið i það nauðsynlega verk. Umboðsmaður Alþingis segir að sveitarfélög þurfi ekki að veita öllum foreldrum leik- og grunnskólabarna aðgang að Mentor, Vala.is og öðrum upplýsingakerfum grunnskóla, jafnvel forsjárforeldrum barna og umönnunaraðilum barna. Þeir verði i staðinn að styðjast við síma og tölvupóst(eins og gert var á síðustu öld). Engar tæknilegar hindranir eru til staðar, aðeins lagalegar(4) Menntamálaráðuneytið hefur lýst því yfir að hópur barna í viðkvæmri stöðu, jafnvel með mikla fötlun, njóti ekki sömu réttinda til þjónustu og stuðnings og önnur börn, í leik- og grunnskolum landsins.(5) Engin stefna er til um aðgengi fatlaðra barna og foreldra þeirra að stafrænum lausnum, veflausnum, eða stafrænni stjórnsýslu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Í svörum segja stjórnvöld að þetta nái hvorki til allra fatlaðra barna né allra foreldra þeirra.(6) Það er ekkert mál að leysa þetta, gera rannsóknir, finna börn í viðkvæmri stöðu, gera áætlanir og grípa til aðgerða. Það eru stjórnvöld bara ekki að gera. Þau ráfa um í blindni, gera eitthvað en ekki það sem þarf að gera. Sumt heppnast en annað ekki. Á meðan bíða börn í fátækt, án þjónustu, án stuðnings því stjórnvöld eru áhugalaus um að grípa til alvöru aðgerða. Oftast gerist ekkert nema eftir gríðarlega mikla baráttu foreldra. Eins og frétt gærdagsins um barn sem læst var inni i einveruherbergi sýnir. Engar reglur eru til, ekkert verklag til staðar og Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að skoða málið nánar. Niðurstaðan var sem betur fer sú að réttindi barnsins höfðu ekki verið virt og boðaðar eru breytingar. Foreldrar geta því miður ekki staðið í svona baráttu nema hafa tíma, þekkingu, fjármagn og heilsu. Réttindi barnsins eru því háð með beinum hætti efnahagslegri og félagslegri stöðu foreldra. (7) Frumvarp um farsæld í leik- og grunnskólum(8), sem nú liggur fyrir Alþingi, er gallað. Það kortleggur ekki stöðu barna, það finnur ekki þau börn sem þurfa stuðning, það virkjar ekki stuðningsnet barnsins og það skilur barnið eftir án tækifæra sem önnur börn njóta. Ekkert er fjallað um notkun veflausna, ekkert er fjallað um samskipti/samvinnu við foreldra og ekki eru gerðar kröfur um greiningu á stöðu barnsins. Frumvarpið nær þar af leiðandi ekki til allra barna og enn munu börn ekki eiga sömu réttindi til farsældar og önnur börn. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er álit GEF(nú GEV), menntamálaráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis. Er ekki kominn tími til að hlusta og tryggja öllum börnum, án undantekninga, þau réttindi sem Barnasáttmáli SÞ veitir þeim? Hvers vegna eru stjórnvöld hætt að nenna? Hvers vegna er ekki einn ráðherra, eitt ráðuneyti eða ein stofnun með yfirsýn yfir farsæld barna svo það náist einhver raunverulegur árangur? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/05/06/Rikisstjornin-samthykkir-motvaegisadgerdir-vegna-verdbolgu/ (2) https://visar.hagstofa.is/felagsvisar/ (3) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2945 (4) https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/9053/skoda/mal (5) MMR18070054 (6) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/03/28/Viljayfirlysing-undirritud-um-throun-a-lausnum-a-rafraenu-adgengi-fyrir-fatlad-folk/ (7) https://www.visir.is/g/20232405637d/brotid-gegn-barni-sem-var-flutt-i-einveruherbergi (8) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=153&mnr=922
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun