Handbolti

Stórleikur Donna í sigri PAUC

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson fagnar marki gegn Brasilíu á HM í Svíþjóð í janúar.
Kristján Örn Kristjánsson fagnar marki gegn Brasilíu á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM

Kristján Örn Kristjánsson skoraði níu mörk fyrir lið sitt PAUC þegar liðð vann 37-35 sigur á Créteil í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Kristján Örn hefur verið mikið í fréttunum undanfarið eftir samskipti sín við Björgvin Pál Gústavsson landsliðsmarkvörðu en málið hlaut farsælan endi í gær þegar tilkynnt var að báðir væru þeir í landsliðshópi Íslands sem mætir Ísrael og Eistlandi í tveimur leikjum nú í lok apríl.

Í kvöld tók lið PAUC á móti Créteil í frönsku úrvalsdeildinni. Kristján hefur verið að snúa aftur í lið PAUC á síðustu vikum en hann átti sannkallaðan stórleik í kvöld og skoraði níu mörk úr tólf skotum í 37-35 sigri liðsins.

PAUC er í tólfta sæti deildarinnar eftir sigurinn en liðið hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu og var meðal annars skipt um þjálfara fyrir nokkrum vikum.

Þá tapaði lið Sélestat fyrir Montpellier á heimavelli sínum í kvöld en Grétar Ari Guðjónsson leikur með Sélestat. Grétar Ari varði sjö skot í leiknum en Sélestat er neðst í deildinni með níu stig en Montpellier á toppnum með 42 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×