Metoo hvað nú? Drífa Snædal skrifar 12. apríl 2023 14:30 Stígamót voru stofnuð 1990 – rúmum þrjátíu árum síðar er loksins til farvegur fyrir konur að segja frá, segja sögu sína og jafnvel vera svo forhertar að ljóstra upp um ofbeldismenn. Konum hefur hefnst grimmilega í gegnum tíðina fyrir að segja frá, hafa jafnvel þurft að flýja land; þeim verið útskúfað fyrir það eitt að segja frá. Lengi hefur samfélagið viðurkennt að valdbundið kynferðisofbeldi er til og það sé vandamál. En um leið og ofbeldismaðurinn er einhver sem við þekkjum, berum virðingu fyrir og þykir vænt um brestur samstaðan. Við vitum ekki hvað við eigum að gera – handritið er ekki til. Valdbundið ofbeldi, þar með talið kynbundið ofbeldi er svo inngróið í menningu okkar að flest eru hætt að kippa sér upp við tölur úr ársskýrslum Kvennaathvarfsins og Stígamóta. „Já voru þetta svona mörg hundur konur sem sóttu viðtöl og dvöl í fyrra – áhugavert!“ En með tilkomu allra litlu og stóru byltinga síðustu ára eru komin andlit og nöfn á þá þolendur sem stíga fram. Þá er erfiðara að þagga. Þegar andlit og nöfn á ofbeldismönnum bætast við flækist málið. Fyrst um sinn er þolendum trúað og svo kemur bakslagið. Það getur komið í formi þess að vettvangur frásagnarinnar er véfengdur, gert er lítið úr brotaþolanum eða að „dómstóll götunnar“ hafi nú tekið völdin og sé stjórnlaus. Neyðarúrræði Það sem ýmsir kalla dómstól götunnar má líka kalla neyðarúrræði brotaþola. Þegar þolendum er ekki trúað og þeim neitað um réttlæti innan kerfisins er tilefni til að vantreysta kerfinu. Þegar mál eru felld niður og réttarkerfið eru svipugöng fyrir brotaþola þá stendur eftir hinn opinberi vettvangur til að finna eitthvað réttlæti og koma í veg fyrir að fleiri verði þolendur. Þolendur segja sögu sína opinberlega á meðan annað réttlæti er ekki í boði. Og það er óþolandi staðreynd að þurfa að berskjalda sig frammi fyrir alþjóð og vera sett á mælistiku kommentakerfanna af því annað hefur brugðist. Ofbeldismennirnir koma svo af fjöllum, senda frá sér yfirlýsingar þar sem þeir þykjast gangast við brotunum en gera það í raun ekki. Handritið er ekki til. Þeir eru aldir upp í ofbeldismenningu kynjakerfisins og datt aldrei í hug að brot þeirra yrðu að einhverju stórmáli. Þeir eru steinhissa og finnst jafnvel á þeim sjálfum brotið. Framtíðin Á þessum stað erum við stödd nú þrjátíu og þremur árum eftir stofnun Stígamóta. Við getum ekki skellt skuldinni á menningu liðinna tíma því hér á Stígamótum getum við staðfest að kynferðisbrot eru ekki kynslóðabundin. Unga fólkið okkar er ekki öruggara en eldri kynslóðir voru. Hvað gerum við nú? Getum við mótað nýjan samfélagssáttmála þar sem við tryggjum í fyrsta lagi öryggi fólks, hlúum í öðru lagi að þolendum og tryggjum loks að ofbeldismenn þurfi að vera ábyrgir gjörða sinna? Það er eina leiðin fram á við – hin leiðin er hin óþolandi berskjöldun þolenda á opinberum vettvangi – það sem sum vilja kalla „dómstól götunnar“. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal MeToo Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Stígamót voru stofnuð 1990 – rúmum þrjátíu árum síðar er loksins til farvegur fyrir konur að segja frá, segja sögu sína og jafnvel vera svo forhertar að ljóstra upp um ofbeldismenn. Konum hefur hefnst grimmilega í gegnum tíðina fyrir að segja frá, hafa jafnvel þurft að flýja land; þeim verið útskúfað fyrir það eitt að segja frá. Lengi hefur samfélagið viðurkennt að valdbundið kynferðisofbeldi er til og það sé vandamál. En um leið og ofbeldismaðurinn er einhver sem við þekkjum, berum virðingu fyrir og þykir vænt um brestur samstaðan. Við vitum ekki hvað við eigum að gera – handritið er ekki til. Valdbundið ofbeldi, þar með talið kynbundið ofbeldi er svo inngróið í menningu okkar að flest eru hætt að kippa sér upp við tölur úr ársskýrslum Kvennaathvarfsins og Stígamóta. „Já voru þetta svona mörg hundur konur sem sóttu viðtöl og dvöl í fyrra – áhugavert!“ En með tilkomu allra litlu og stóru byltinga síðustu ára eru komin andlit og nöfn á þá þolendur sem stíga fram. Þá er erfiðara að þagga. Þegar andlit og nöfn á ofbeldismönnum bætast við flækist málið. Fyrst um sinn er þolendum trúað og svo kemur bakslagið. Það getur komið í formi þess að vettvangur frásagnarinnar er véfengdur, gert er lítið úr brotaþolanum eða að „dómstóll götunnar“ hafi nú tekið völdin og sé stjórnlaus. Neyðarúrræði Það sem ýmsir kalla dómstól götunnar má líka kalla neyðarúrræði brotaþola. Þegar þolendum er ekki trúað og þeim neitað um réttlæti innan kerfisins er tilefni til að vantreysta kerfinu. Þegar mál eru felld niður og réttarkerfið eru svipugöng fyrir brotaþola þá stendur eftir hinn opinberi vettvangur til að finna eitthvað réttlæti og koma í veg fyrir að fleiri verði þolendur. Þolendur segja sögu sína opinberlega á meðan annað réttlæti er ekki í boði. Og það er óþolandi staðreynd að þurfa að berskjalda sig frammi fyrir alþjóð og vera sett á mælistiku kommentakerfanna af því annað hefur brugðist. Ofbeldismennirnir koma svo af fjöllum, senda frá sér yfirlýsingar þar sem þeir þykjast gangast við brotunum en gera það í raun ekki. Handritið er ekki til. Þeir eru aldir upp í ofbeldismenningu kynjakerfisins og datt aldrei í hug að brot þeirra yrðu að einhverju stórmáli. Þeir eru steinhissa og finnst jafnvel á þeim sjálfum brotið. Framtíðin Á þessum stað erum við stödd nú þrjátíu og þremur árum eftir stofnun Stígamóta. Við getum ekki skellt skuldinni á menningu liðinna tíma því hér á Stígamótum getum við staðfest að kynferðisbrot eru ekki kynslóðabundin. Unga fólkið okkar er ekki öruggara en eldri kynslóðir voru. Hvað gerum við nú? Getum við mótað nýjan samfélagssáttmála þar sem við tryggjum í fyrsta lagi öryggi fólks, hlúum í öðru lagi að þolendum og tryggjum loks að ofbeldismenn þurfi að vera ábyrgir gjörða sinna? Það er eina leiðin fram á við – hin leiðin er hin óþolandi berskjöldun þolenda á opinberum vettvangi – það sem sum vilja kalla „dómstól götunnar“. Höfundur er talskona Stígamóta.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun