Andúð eða friður og fjölmenning Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 10. apríl 2023 17:00 Andúð í garð trúarbragða hefur leyst kynþáttahyggju af hólmi á 21. öldinni. Þetta staðhæfir, barónessa Sayeeda Warsi, en hún er ein af áhrifamestu stjórnmálaleiðtogum Bretlands. Sayeeda Warsi er pakistönsk að uppruna og í þekktu viðtali við BBC sagði hún grundvallarbreytingu hafa átt sér stað í viðhorfum í sinn garð frá því að hún hóf þátttöku í stjórnmálum á námsárum sínum í Bretlandi. Stjórnmálaferill hennar hófst í mótmælum gegn kynþáttafordómum og andúð í garð útlendinga sem hún tók þátt í og segist hún þá hafa verið skilgreind í umhverfinu á grundvelli húðlitar og uppruna. Í dag er hún, eins og svo margir innflytjendur á Vesturlöndum, skilgreind á grundvelli trúar sinnar og sú breyting er að hennar mati afleiðing þess að spenna á milli trúarbragða og ofbeldisverk í nafni trúar hafa aukist á sama tíma og umburðarlyndi í garð trúarhefða á undir högg að sækja. Samskipti og sambúð eingyðistrúarbragðanna þriggja, gyðingdóms, kristni og íslam, eru þar mest áberandi, sem og sú andúð í garð trúarhefða sem birtist í málflutningi þeirra sem vilja vega að trúarbrögðum almennt. Hér á landi hefur umræða um trú ekki farið varhluta af þessari þróun og víða má í fjölmiðlum greina raddir sem tala gegn og smána trúarhefðir, þar á meðal íslam. Að baki ótta og andúð í garð múslima liggja í mörgum tilfellum þær hugmyndir að íslam sé framandi kristinni menningu, að af íslömskum áhrifum á Vesturlöndum stafi ógn og að múslimum sé hættara við að beita ofbeldi og hryðjuverkum í nafni trúar sinnar en öðrum. Múslimar eru friðelskandi fólk, hvað sem áróðri líður. Hryðjuverkamenn í þeim löndum, sem verst eru stödd hvað varðar hryðjuverk í heiminum kenna sig vissulega margir við íslam (skýrsla) en fórnarlömb hryðjuverka í þessum löndum eru jafnframt í yfirgnæfandi meirihluta múslimar og þeir ofbeldismenn sem framið hafa voðaverk á Vesturlöndum veigra sér ekki við að fórna mannslífum trúsystkina sinna. Það gefur auga leið að hvatinn til ofbeldis er ekki trúarbragðamismunur heldur sú óöld sem ríkt hefur í þessum löndum, meðal annars af völdum Vesturvelda. Múslimar eiga ekki að þurfa að gjalda fyrir eða svara fyrir glæpi ofbeldismanna, ekki frekar en að við eigum að svara fyrir þau ofbeldisverk sem framin eru í nafni kristinnar trúar. Íslam og kristni eru náskyld trúarbrögð og þó margt sé þar ólíkt er mun fleira sem sameinar trúarhefðirnar tvær. Það er fátt í fjallræðu Jesú og Faðir vori sem múslimar geta ekki heilshugar tekið undir og fimm stoðir íslam: trúarjátning; bæn; fasta; ölmusa; og pílagrímsferðir, eiga sannarlega hliðstæður í kristinni hefð. Í gegnum menningarsögu Evrópu hafa þessar náskyldu trúarhefðir verið í samtali og samkeppni, sem hefur jöfnum höndum verið gjöfult og einkennst af spennu. Íslömsk áhrif á vestræna menningu eru þannig ekki nýtilkomin og múslimar hafa fært okkur mikinn auð í formi lista, handverks og vísinda. Ber þar hæst að nefna þekkingu á sviði raunvísinda, á borð við algebru, stjörnufræði, eðlis- og efnafræði, og hugvísinda, en endurreisnin byggði á fornum textum höfunda á borð við Aristóteles sem múslimar varðveittu en höfðu glatast í hinni kristnu Evrópu. Þá hefur íslömsk trúarhugsun haft víðtæk áhrif á kristna guðfræði. Sayeeda Warsi hefur mótmælt þeim röddum í breskum stjórnmálum sem vilja banna tjáningu trúar í opinberum byggingum, sem hafna styrkjum til skóla sem leyfa trúarlega iðkun og sem jaðarsetja trúarhefðir og gera lítið úr trú fólks. Það samfélag sem krefst þess að fólk fari í felur með trú sína og afneiti hefðum sínum, getur ekki talist réttlátt að hennar mati. Við sem hér búum þurfum ekki að endurtaka mistök nágrannaþjóða okkar og getum lagt okkar af mörkum til að minnka fordóma og auka samtal við þau í samfélagi okkar sem tilheyra annarri trúar og menningarhefð en meirihlutinn. Það á jafnt við um allar trúarhefðir og þær raddir sem krefjast þöggunar á trúarhefðum ógna ekki einungis öðrum trúarbrögðum, heldur ekki síður kristindóminum. Á sama hátt og við höfum tekið stórtæk skref í átt til þess að virða fjölbreytileika mannlífs í garð kynferðis og kynhneigðar, þurfum við að vinna að auknu umburðarlyndi í garð trúarbragða. Leiðin til friðar er frelsi til að játa trú sína blygðunarlaust og að biðja saman óhrædd, hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Það er erindi páskaþáttar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Friður og fjölmenning, þar sem hindúi, múslimi, ásatrúarmaður, Hjálpræðisherskona og úkraínsk flóttakona sameinast okkur í bæn fyrir friði. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Andúð í garð trúarbragða hefur leyst kynþáttahyggju af hólmi á 21. öldinni. Þetta staðhæfir, barónessa Sayeeda Warsi, en hún er ein af áhrifamestu stjórnmálaleiðtogum Bretlands. Sayeeda Warsi er pakistönsk að uppruna og í þekktu viðtali við BBC sagði hún grundvallarbreytingu hafa átt sér stað í viðhorfum í sinn garð frá því að hún hóf þátttöku í stjórnmálum á námsárum sínum í Bretlandi. Stjórnmálaferill hennar hófst í mótmælum gegn kynþáttafordómum og andúð í garð útlendinga sem hún tók þátt í og segist hún þá hafa verið skilgreind í umhverfinu á grundvelli húðlitar og uppruna. Í dag er hún, eins og svo margir innflytjendur á Vesturlöndum, skilgreind á grundvelli trúar sinnar og sú breyting er að hennar mati afleiðing þess að spenna á milli trúarbragða og ofbeldisverk í nafni trúar hafa aukist á sama tíma og umburðarlyndi í garð trúarhefða á undir högg að sækja. Samskipti og sambúð eingyðistrúarbragðanna þriggja, gyðingdóms, kristni og íslam, eru þar mest áberandi, sem og sú andúð í garð trúarhefða sem birtist í málflutningi þeirra sem vilja vega að trúarbrögðum almennt. Hér á landi hefur umræða um trú ekki farið varhluta af þessari þróun og víða má í fjölmiðlum greina raddir sem tala gegn og smána trúarhefðir, þar á meðal íslam. Að baki ótta og andúð í garð múslima liggja í mörgum tilfellum þær hugmyndir að íslam sé framandi kristinni menningu, að af íslömskum áhrifum á Vesturlöndum stafi ógn og að múslimum sé hættara við að beita ofbeldi og hryðjuverkum í nafni trúar sinnar en öðrum. Múslimar eru friðelskandi fólk, hvað sem áróðri líður. Hryðjuverkamenn í þeim löndum, sem verst eru stödd hvað varðar hryðjuverk í heiminum kenna sig vissulega margir við íslam (skýrsla) en fórnarlömb hryðjuverka í þessum löndum eru jafnframt í yfirgnæfandi meirihluta múslimar og þeir ofbeldismenn sem framið hafa voðaverk á Vesturlöndum veigra sér ekki við að fórna mannslífum trúsystkina sinna. Það gefur auga leið að hvatinn til ofbeldis er ekki trúarbragðamismunur heldur sú óöld sem ríkt hefur í þessum löndum, meðal annars af völdum Vesturvelda. Múslimar eiga ekki að þurfa að gjalda fyrir eða svara fyrir glæpi ofbeldismanna, ekki frekar en að við eigum að svara fyrir þau ofbeldisverk sem framin eru í nafni kristinnar trúar. Íslam og kristni eru náskyld trúarbrögð og þó margt sé þar ólíkt er mun fleira sem sameinar trúarhefðirnar tvær. Það er fátt í fjallræðu Jesú og Faðir vori sem múslimar geta ekki heilshugar tekið undir og fimm stoðir íslam: trúarjátning; bæn; fasta; ölmusa; og pílagrímsferðir, eiga sannarlega hliðstæður í kristinni hefð. Í gegnum menningarsögu Evrópu hafa þessar náskyldu trúarhefðir verið í samtali og samkeppni, sem hefur jöfnum höndum verið gjöfult og einkennst af spennu. Íslömsk áhrif á vestræna menningu eru þannig ekki nýtilkomin og múslimar hafa fært okkur mikinn auð í formi lista, handverks og vísinda. Ber þar hæst að nefna þekkingu á sviði raunvísinda, á borð við algebru, stjörnufræði, eðlis- og efnafræði, og hugvísinda, en endurreisnin byggði á fornum textum höfunda á borð við Aristóteles sem múslimar varðveittu en höfðu glatast í hinni kristnu Evrópu. Þá hefur íslömsk trúarhugsun haft víðtæk áhrif á kristna guðfræði. Sayeeda Warsi hefur mótmælt þeim röddum í breskum stjórnmálum sem vilja banna tjáningu trúar í opinberum byggingum, sem hafna styrkjum til skóla sem leyfa trúarlega iðkun og sem jaðarsetja trúarhefðir og gera lítið úr trú fólks. Það samfélag sem krefst þess að fólk fari í felur með trú sína og afneiti hefðum sínum, getur ekki talist réttlátt að hennar mati. Við sem hér búum þurfum ekki að endurtaka mistök nágrannaþjóða okkar og getum lagt okkar af mörkum til að minnka fordóma og auka samtal við þau í samfélagi okkar sem tilheyra annarri trúar og menningarhefð en meirihlutinn. Það á jafnt við um allar trúarhefðir og þær raddir sem krefjast þöggunar á trúarhefðum ógna ekki einungis öðrum trúarbrögðum, heldur ekki síður kristindóminum. Á sama hátt og við höfum tekið stórtæk skref í átt til þess að virða fjölbreytileika mannlífs í garð kynferðis og kynhneigðar, þurfum við að vinna að auknu umburðarlyndi í garð trúarbragða. Leiðin til friðar er frelsi til að játa trú sína blygðunarlaust og að biðja saman óhrædd, hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Það er erindi páskaþáttar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Friður og fjölmenning, þar sem hindúi, múslimi, ásatrúarmaður, Hjálpræðisherskona og úkraínsk flóttakona sameinast okkur í bæn fyrir friði. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar