Ein róttæk hugmynd um breytt páskafrí Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 7. apríl 2023 12:01 Ég legg til að við gerum róttæka breytingu á fríinu sem við fáum um páska. Þar eru nokkur atrið sem valda. Í fyrsta lagi stappar það nærri brjálæði hvernig tímasetning páska er ákveðin. Þeir geta verið einhversstaða í glugga sem er víðari en heill mánuður. Hugsið ykkur ef jólin væru einversstaðar á bilinu 10. des til 10. jan, mismunandi ár hvert. Mismunandi tímasetning páska er óhentug fyrir margt í þjóðlífinu. Skólastarf á vorönn er t.d. erfiðara en ella vegna síbreytilegra páska frá ári til árs. Dreifing frídaga ársins er afar ójöfn og að mörgu leyti óheppileg. Engir frídagar eru að hausti fram til jóla. Að vori eru þeir hins vegar margir um allar trissur. Mín tillaga er að það verði frívika snemma vors. Fimm frídagar í röð frá mánudegi til föstudags. Þannig fái flestir samfellt níu daga frí. Á þeim tíma er hægt að gera margt skemmtilegt. Þessi vika væri alltaf á sama stað, t.d. um mánaðarmótin mars/apríl. Í staðinn væru skírdagur, föstudagurinn langi og annar í páskum ekki frídagar. Þeir myndu þó stundum hitta á frívikuna. Uppstigningardagur og annar í hvítasunnu yrðu heldur ekki frídagar. Það sem almenningur fengi út úr þessu er rúmur tími til að endurhlaða batteríin og með þessu móti væri oftast hægt að fara til útlanda með fjölskylduna eða í æfingaferð eða eitthvað á ódýrari hátt en nú. Hótel eru ódýr á þessum tíma en verðið hækkar um páskana. Á sama hátt gætum við oftast tekið á móti útlendingum um páska á sómasamlegan hátt án þess að veitingastaðir og önnur þjóusta væri í lamasessi. Páskar eru stærsta trúarhátíð kristinna manna. Þeir sem vilja halda páskana hátíðlega munu gera það áfram, páskadagur verður áfram á sunnudegi og sumir munu fara til kirkju eins og áður og flestir éta páskaegg af miklum móð eins og hefð er fyrir. En það verða ekki lengur sérsniðnir aðrir frídagar að einum trúarbrögðum, enda er trúfrelsi í landinu. Eftir standa sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní þannig að það verða vissulega fleiri frídagar fyrri hluta árs. Þeim hefur ekki öllum verið smalað á frívikuna. Ég veit að þetta er róttæk hugmynd. Ég veit að einhverjir eru henni mjög andsnúnir. Hugsunin á bak við hana er þó einungis að gera lífið örlítið einfaldara og skemmtilegra. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páskar Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Ég legg til að við gerum róttæka breytingu á fríinu sem við fáum um páska. Þar eru nokkur atrið sem valda. Í fyrsta lagi stappar það nærri brjálæði hvernig tímasetning páska er ákveðin. Þeir geta verið einhversstaða í glugga sem er víðari en heill mánuður. Hugsið ykkur ef jólin væru einversstaðar á bilinu 10. des til 10. jan, mismunandi ár hvert. Mismunandi tímasetning páska er óhentug fyrir margt í þjóðlífinu. Skólastarf á vorönn er t.d. erfiðara en ella vegna síbreytilegra páska frá ári til árs. Dreifing frídaga ársins er afar ójöfn og að mörgu leyti óheppileg. Engir frídagar eru að hausti fram til jóla. Að vori eru þeir hins vegar margir um allar trissur. Mín tillaga er að það verði frívika snemma vors. Fimm frídagar í röð frá mánudegi til föstudags. Þannig fái flestir samfellt níu daga frí. Á þeim tíma er hægt að gera margt skemmtilegt. Þessi vika væri alltaf á sama stað, t.d. um mánaðarmótin mars/apríl. Í staðinn væru skírdagur, föstudagurinn langi og annar í páskum ekki frídagar. Þeir myndu þó stundum hitta á frívikuna. Uppstigningardagur og annar í hvítasunnu yrðu heldur ekki frídagar. Það sem almenningur fengi út úr þessu er rúmur tími til að endurhlaða batteríin og með þessu móti væri oftast hægt að fara til útlanda með fjölskylduna eða í æfingaferð eða eitthvað á ódýrari hátt en nú. Hótel eru ódýr á þessum tíma en verðið hækkar um páskana. Á sama hátt gætum við oftast tekið á móti útlendingum um páska á sómasamlegan hátt án þess að veitingastaðir og önnur þjóusta væri í lamasessi. Páskar eru stærsta trúarhátíð kristinna manna. Þeir sem vilja halda páskana hátíðlega munu gera það áfram, páskadagur verður áfram á sunnudegi og sumir munu fara til kirkju eins og áður og flestir éta páskaegg af miklum móð eins og hefð er fyrir. En það verða ekki lengur sérsniðnir aðrir frídagar að einum trúarbrögðum, enda er trúfrelsi í landinu. Eftir standa sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní þannig að það verða vissulega fleiri frídagar fyrri hluta árs. Þeim hefur ekki öllum verið smalað á frívikuna. Ég veit að þetta er róttæk hugmynd. Ég veit að einhverjir eru henni mjög andsnúnir. Hugsunin á bak við hana er þó einungis að gera lífið örlítið einfaldara og skemmtilegra. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar