Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2023 20:50 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Sigurjón Ólason Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. Fjallað var um útboðið í fréttum Stöðvar 2 en þessi 5,6 kílómetra langi kafli Reykjanesbrautar er sá síðasti sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Þegar tilboð voru opnuð í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður vera rétt liðlega fimm milljarðar króna. Lægsta boð kom frá Íslenskum aðalverktökum, upp á 3.977 milljónir króna, sem er 79 prósent af áætluðum kostnaði. Suðurverk og Loftorka áttu næstlægsta boð, upp á 4,3 milljarða króna, sem var 85 prósent af kostnaðaráætlun. Hæsta boð, tilboðs Ístaks, var hins vegar rétt yfir áætlun. Þrjú tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En hvernig líst þeim hjá Vegagerðinni á þessi tilboð? „Við erum bara mjög spennt fyrir þessu. Bæði erum við að fá dálítið af tilboðum og þau eru á mjög samkeppnishæfum verðum. Þannig að við erum að sjá tölur þarna sem eru mjög spennandi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Ný mislæg gatnamót verða á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin Forstjóri Íslenskra aðalverktaka, Þóroddur Ottesen, er kátur að hafa verið lægstur. „Líst vel á þetta. Við bjóðum í verk til að framkvæma þau. Kom okkur aðeins á óvart hvað kostnaðaráætlun var há. En við erum alveg mjög sáttir við okkar tilboð. Tilbúnir í verkið,“ segir forstjóri ÍAV. Þóroddur Ottesen er forstjóri Íslenskra aðalverktaka.Sigurjón Ólason Verði lægsta boði tekið sparar Vegagerðin sér 1.056 milljónir króna miðað við kostnaðaráætlun. „Í þessu árferði þar sem hver króna telur þá er þetta náttúrlega frábært, - frábært að geta farið að skoða þetta,“ segir Bergþóra og hefur þann fyrirvara að eftir sé að yfirfara tilboðin. „Þetta er með stærri verkum sem Vegagerðin er að bjóða út núna. Svo bíðum við bara spenntir eftir Arnarnesveginum,“ segir Þóroddur Ottesen. Svona mun kafli Reykjaanesbrautar við Straumsvík líta út eftir breikkun.Vegagerðin -Var hart barist um þetta verk? „Já, mér sýnist tölurnar alveg sýna það. Allavega vorum við tveir þarna ekkert mjög langt frá hvor öðrum og keppinautur okkar þarna rétt aðeins fyrir ofan,“ svarar Þóroddur. -Eru menn svo hungraðir í verkefnin? „Við vorum að klára tvö stór verkefni fyrir Vegagerðina og við erum tilbúnir í það næsta,“ segir forstjórinn en verkin sem ÍAV er að ljúka eru fyrsti áfangi Dynjandisheiðar og breikkun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Tvöfölduð Reykjanesbraut við Straumsvík.Vegagerðin Svo skemmtilega vill til að það voru einmitt Íslenskir aðalverktakar sem upphaflega byrjuðu að steypa Reykjanesbraut fyrir rúmum sextíu árum. „Þannig að við getum sagt að við séum bara að ljúka verkinu núna, - klára þessa tvöföldun,“ segir forstjóri Íslenskra aðalverktaka. Framkvæmdir fara á fullt í sumar og áætlað að þeim ljúki eftir rúm þrjú ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þótt verklok séu áætluð 30. júní 2026 sagði Jón Heiðar Gestsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, að reynt yrði að opna megnið af Reykjanesbrautinni árið 2025. Síðasti kaflinn, hálfur kílómetri í kringum Straumsvík, yrði svo opnaður sumarið 2026, eins og fram í þessari frétt í síðasta mánuði: Hér má sjá myndband Vegagerðarinnar af breikkun Reykjanesbrautar: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. 16. mars 2023 02:24 Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Fjallað var um útboðið í fréttum Stöðvar 2 en þessi 5,6 kílómetra langi kafli Reykjanesbrautar er sá síðasti sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Þegar tilboð voru opnuð í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður vera rétt liðlega fimm milljarðar króna. Lægsta boð kom frá Íslenskum aðalverktökum, upp á 3.977 milljónir króna, sem er 79 prósent af áætluðum kostnaði. Suðurverk og Loftorka áttu næstlægsta boð, upp á 4,3 milljarða króna, sem var 85 prósent af kostnaðaráætlun. Hæsta boð, tilboðs Ístaks, var hins vegar rétt yfir áætlun. Þrjú tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En hvernig líst þeim hjá Vegagerðinni á þessi tilboð? „Við erum bara mjög spennt fyrir þessu. Bæði erum við að fá dálítið af tilboðum og þau eru á mjög samkeppnishæfum verðum. Þannig að við erum að sjá tölur þarna sem eru mjög spennandi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Ný mislæg gatnamót verða á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin Forstjóri Íslenskra aðalverktaka, Þóroddur Ottesen, er kátur að hafa verið lægstur. „Líst vel á þetta. Við bjóðum í verk til að framkvæma þau. Kom okkur aðeins á óvart hvað kostnaðaráætlun var há. En við erum alveg mjög sáttir við okkar tilboð. Tilbúnir í verkið,“ segir forstjóri ÍAV. Þóroddur Ottesen er forstjóri Íslenskra aðalverktaka.Sigurjón Ólason Verði lægsta boði tekið sparar Vegagerðin sér 1.056 milljónir króna miðað við kostnaðaráætlun. „Í þessu árferði þar sem hver króna telur þá er þetta náttúrlega frábært, - frábært að geta farið að skoða þetta,“ segir Bergþóra og hefur þann fyrirvara að eftir sé að yfirfara tilboðin. „Þetta er með stærri verkum sem Vegagerðin er að bjóða út núna. Svo bíðum við bara spenntir eftir Arnarnesveginum,“ segir Þóroddur Ottesen. Svona mun kafli Reykjaanesbrautar við Straumsvík líta út eftir breikkun.Vegagerðin -Var hart barist um þetta verk? „Já, mér sýnist tölurnar alveg sýna það. Allavega vorum við tveir þarna ekkert mjög langt frá hvor öðrum og keppinautur okkar þarna rétt aðeins fyrir ofan,“ svarar Þóroddur. -Eru menn svo hungraðir í verkefnin? „Við vorum að klára tvö stór verkefni fyrir Vegagerðina og við erum tilbúnir í það næsta,“ segir forstjórinn en verkin sem ÍAV er að ljúka eru fyrsti áfangi Dynjandisheiðar og breikkun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Tvöfölduð Reykjanesbraut við Straumsvík.Vegagerðin Svo skemmtilega vill til að það voru einmitt Íslenskir aðalverktakar sem upphaflega byrjuðu að steypa Reykjanesbraut fyrir rúmum sextíu árum. „Þannig að við getum sagt að við séum bara að ljúka verkinu núna, - klára þessa tvöföldun,“ segir forstjóri Íslenskra aðalverktaka. Framkvæmdir fara á fullt í sumar og áætlað að þeim ljúki eftir rúm þrjú ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þótt verklok séu áætluð 30. júní 2026 sagði Jón Heiðar Gestsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, að reynt yrði að opna megnið af Reykjanesbrautinni árið 2025. Síðasti kaflinn, hálfur kílómetri í kringum Straumsvík, yrði svo opnaður sumarið 2026, eins og fram í þessari frétt í síðasta mánuði: Hér má sjá myndband Vegagerðarinnar af breikkun Reykjanesbrautar:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. 16. mars 2023 02:24 Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22
Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. 16. mars 2023 02:24
Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05