Skilur að menn séu sárir og svekktir Valur Páll Eiríksson skrifar 5. apríl 2023 08:00 Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Vísir/Egill Formaður Körfuknattleikssambands Íslands kallar eftir virðingu fyrir störfum dómara í ljósi hatrammar umræðu í kringum leikbann leikmanns Keflavíkur. Sérstaklega í ljósi þess að úrslitakeppnirnar eru nú komnar af stað þar sem púlsinn á til að hækka enn meira. Mörg spjót úr Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar hafa beinst að dómaranum Davíð Tómasi Tómassyni síðustu daga eftir að hann rak Hörð Axel Vilhjálmsson út úr húsi undir lok leiks Keflavíkur og Njarðvíkur í lokaumferð deildarkeppninnar í síðustu viku. Vegna brottvísunarinnar fór Hörður í eins leiks bann og missir af leik Keflavíkur og Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í kvöld. Ákvörðun Davíðs að refsa Herði með þessum hætti hefur sætt töluverðri gagnrýni, frá bæði Sævari Sævarssyni og Jóni Halldóri Eðvarðssyni í sitthvorum þætti Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, og svo frá Magnúsi Sverri Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Menn eru heitir en það er að fara af stað ótrúlega skemmtilegur tími þar sem úrslitakeppnin er að byrja. Ég skil vel að þeir séu sárir og svekktir yfir þessari stöðu sem komin er upp. En þetta er staðan á þessari stundu og þeir þurfa að finna lausnir – hvað þeir ætli að gera næst,“ segir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Dómarar séu fagmannlegri en svo Umræðan hefur snúist að maðki í mysunni, og að þeir Davíð Tómas og Hörður Axel ættu sér persónulega sögu sem hefði eitthvað um ákvörðun dómarans að segja. Guðbjörg vildi lítið fara í saumana á einstaka málum en trúir því að dómarar séu almennt fagmannlegri í sínum störfum en að slíkt myndi hafa áhrif. „Ég hef þá trú að dómarar séu að gera sitt allra besta og ég veit það að þeir eru þjálfaðir til þess að byrja hvern einasta leik á núllpunkti. Ég er búin að vera í þessu í örfá ár og hef trú á því að þeir geri sitt besta í hverjum einasta leik,“ „Svo er það auðvitað þannig að við gerum öll mistök, sama hvort við séum leikmenn, dómarar, þjálfarar, stjórnarmenn,“ segir Guðbjörg. Fólk hugsi áður en það talar Töluverð umræða hefur skapast um missæmilega hegðun í garð dómara í vetur. Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson lagði til að mynda flautuna á hilluna í desember vegna svívirðinga og persónuníðs sem hann hlaut í starfi. Guðbjörg kallar því eftir virðingu fyrir störfum dómara. „Ég vil bara biðla til fólks að hugsa áður en það talar á pöllunum. Alveg eins og leikmenn eru partur af leiknum er dómarar partur af leiknum og það skiptir rosalega miklu máli hvernig við komum fram hvort við annað. Það á ekki að skipta máli hver þú ert,“ segir Guðbjörg. Sjá má ummæli Guðbjargar í spilaranum að ofan. Keflavík hefur leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og eru tveir leikir á dagskrá. Haukar mæta Þór Þorlákshöfn klukkan 18:15 og Keflavík mætir Tindastóli klukkan 20:15 og verða báðir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Leikir kvöldsins og gærkvöldsins í úrslitakeppninni verða svo gerðir upp í Körfuboltakvöldi klukkan 22:00. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Mörg spjót úr Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar hafa beinst að dómaranum Davíð Tómasi Tómassyni síðustu daga eftir að hann rak Hörð Axel Vilhjálmsson út úr húsi undir lok leiks Keflavíkur og Njarðvíkur í lokaumferð deildarkeppninnar í síðustu viku. Vegna brottvísunarinnar fór Hörður í eins leiks bann og missir af leik Keflavíkur og Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í kvöld. Ákvörðun Davíðs að refsa Herði með þessum hætti hefur sætt töluverðri gagnrýni, frá bæði Sævari Sævarssyni og Jóni Halldóri Eðvarðssyni í sitthvorum þætti Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, og svo frá Magnúsi Sverri Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Menn eru heitir en það er að fara af stað ótrúlega skemmtilegur tími þar sem úrslitakeppnin er að byrja. Ég skil vel að þeir séu sárir og svekktir yfir þessari stöðu sem komin er upp. En þetta er staðan á þessari stundu og þeir þurfa að finna lausnir – hvað þeir ætli að gera næst,“ segir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Dómarar séu fagmannlegri en svo Umræðan hefur snúist að maðki í mysunni, og að þeir Davíð Tómas og Hörður Axel ættu sér persónulega sögu sem hefði eitthvað um ákvörðun dómarans að segja. Guðbjörg vildi lítið fara í saumana á einstaka málum en trúir því að dómarar séu almennt fagmannlegri í sínum störfum en að slíkt myndi hafa áhrif. „Ég hef þá trú að dómarar séu að gera sitt allra besta og ég veit það að þeir eru þjálfaðir til þess að byrja hvern einasta leik á núllpunkti. Ég er búin að vera í þessu í örfá ár og hef trú á því að þeir geri sitt besta í hverjum einasta leik,“ „Svo er það auðvitað þannig að við gerum öll mistök, sama hvort við séum leikmenn, dómarar, þjálfarar, stjórnarmenn,“ segir Guðbjörg. Fólk hugsi áður en það talar Töluverð umræða hefur skapast um missæmilega hegðun í garð dómara í vetur. Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson lagði til að mynda flautuna á hilluna í desember vegna svívirðinga og persónuníðs sem hann hlaut í starfi. Guðbjörg kallar því eftir virðingu fyrir störfum dómara. „Ég vil bara biðla til fólks að hugsa áður en það talar á pöllunum. Alveg eins og leikmenn eru partur af leiknum er dómarar partur af leiknum og það skiptir rosalega miklu máli hvernig við komum fram hvort við annað. Það á ekki að skipta máli hver þú ert,“ segir Guðbjörg. Sjá má ummæli Guðbjargar í spilaranum að ofan. Keflavík hefur leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og eru tveir leikir á dagskrá. Haukar mæta Þór Þorlákshöfn klukkan 18:15 og Keflavík mætir Tindastóli klukkan 20:15 og verða báðir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Leikir kvöldsins og gærkvöldsins í úrslitakeppninni verða svo gerðir upp í Körfuboltakvöldi klukkan 22:00.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira