Hver er framtíðarsýn stjórnvalda í ferjusiglingum yfir Breiðafjörð? Sigurður Páll Jónsson skrifar 4. apríl 2023 09:31 Breiðafjarðarferjan Baldur hefur álíka oft komist í fréttir vegna bilana síðustu árin og stýrivaxtahækkanir Seðlabankastjóra. Vonandi fer verðbólga að hjaðna og ákveðið hefur verið að selja núverandi Baldur. En hvernig skip er áætlað að komi í staðinn? Eins og oft hefur komið fram er ferjan Baldur smíðaður 1979, (44 ára gammall) er með einni aðalvél sem erfitt er að fá varahluti í. Skipið er 68,3 m á lengd, 11,6 m ábreidd og er 1,677 brúttótonn. Hann tekur 280 farþega og 49 bíla (6 treilera.) Stjórnvöld segja að erfitt sé að finna annað skip og aðeins eitt skip frá Noregi sé í boði sem henti. Það ber nafnið Röst og er smíðað árið 1991, (12 árum yngra er Baldur) 32 ára gamalt, 66 m á lengd, 13,4 m á breidd, 2036 búttótonn, tekur 235 farþega og 42 bíla (5 treilera.) Röst er með tveimur vélum sem er framför, en þær eru samsorta og vélin í Baldri sem erfitt hefur verið að fá varahluti í. Að skipta þessu skipi inná fyrir núverndi Baldur, sem tekur færri farþega, færri bíla og færri treilera og er 32 ára gamalt, er líkt og að pissa í skóinn sinn. Af því er skammgóður vermir. Þarfagreining sem gerð var sýndi að minnst 8 TREILERA ferja væri nauðsynleg, helst stærri. Hafnaraðstaðan (ekjubrýrnar) bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi býður ekki uppá breiðari skip eins og staðan er í dag og þess vegna horfa sjórnvöld til þess að fá skip sem er svipað breitt og Baldur, Röst er 1,8 m breiðari en Baldur og þá væri kannski hægt að notast við núverandi ekjubrýr í höfnunum. Kunnugir aðilar segja að nóg sé í boði af breiðari skipum (ca 16 m breið), en þá þarf að laga hafnarmannvirki samkvæmt því. Þessir sömu aðilar leggja til að það marg borgi sig að aðlaga hafnarmannvirkin að breiðara skipi og þá sé hægt t.d að nota gamla Herjólf, sem Ríkið á í dag, eða finna hentugt skip sem þjónar þeim þörfum sem fyrir liggja með sívaxandi fiskflutningum og mikilli aukningu í ferðafólki. Fiskeldið á suðurfjörðum Vestfjarða er í vexti og gríðarleg aukning við Ísafjarðardjúp. Steingrímsfjarðarheiði og þröskuldar verða oft ófærir á vetrum, þá eykst umferð suður um Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði. Þó vegurinn um Gufudalssveit á Barðaströnd (Teigskógsleið) er loksins að verða að veruleika mun Klettsháls verða ófær á vetrum eins og reynslan segir. Fólk og ferskvörur þurfa að berast á öruggan hátt suður og einmitt þessvegna verða stjórn völd að hugsa til framtíðar með öruggar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð með skipi sem dugar til þeirrar gríðarlegu aukningar á flutningsþörf sem þegar er staðreynd og þeirri staðreynd að þörfin mun bara aukast. Ef Baldur er að seljast í sumar er ráðlegt að aðlaga ferjubryggjurnar breiðara skipi strax í haust! Ég hvet stjórnvöld að ráðast í þær hafnarframkvæmdir bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi sem geta þjónað skipi sem dugar til að anna þeim flutningum frá og til Vestfjarða sem hafa aukist mikið síðustu ár og eiga eftir að aukast enn meira. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Ferjan Baldur Samgöngur Mest lesið Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Sjá meira
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur álíka oft komist í fréttir vegna bilana síðustu árin og stýrivaxtahækkanir Seðlabankastjóra. Vonandi fer verðbólga að hjaðna og ákveðið hefur verið að selja núverandi Baldur. En hvernig skip er áætlað að komi í staðinn? Eins og oft hefur komið fram er ferjan Baldur smíðaður 1979, (44 ára gammall) er með einni aðalvél sem erfitt er að fá varahluti í. Skipið er 68,3 m á lengd, 11,6 m ábreidd og er 1,677 brúttótonn. Hann tekur 280 farþega og 49 bíla (6 treilera.) Stjórnvöld segja að erfitt sé að finna annað skip og aðeins eitt skip frá Noregi sé í boði sem henti. Það ber nafnið Röst og er smíðað árið 1991, (12 árum yngra er Baldur) 32 ára gamalt, 66 m á lengd, 13,4 m á breidd, 2036 búttótonn, tekur 235 farþega og 42 bíla (5 treilera.) Röst er með tveimur vélum sem er framför, en þær eru samsorta og vélin í Baldri sem erfitt hefur verið að fá varahluti í. Að skipta þessu skipi inná fyrir núverndi Baldur, sem tekur færri farþega, færri bíla og færri treilera og er 32 ára gamalt, er líkt og að pissa í skóinn sinn. Af því er skammgóður vermir. Þarfagreining sem gerð var sýndi að minnst 8 TREILERA ferja væri nauðsynleg, helst stærri. Hafnaraðstaðan (ekjubrýrnar) bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi býður ekki uppá breiðari skip eins og staðan er í dag og þess vegna horfa sjórnvöld til þess að fá skip sem er svipað breitt og Baldur, Röst er 1,8 m breiðari en Baldur og þá væri kannski hægt að notast við núverandi ekjubrýr í höfnunum. Kunnugir aðilar segja að nóg sé í boði af breiðari skipum (ca 16 m breið), en þá þarf að laga hafnarmannvirki samkvæmt því. Þessir sömu aðilar leggja til að það marg borgi sig að aðlaga hafnarmannvirkin að breiðara skipi og þá sé hægt t.d að nota gamla Herjólf, sem Ríkið á í dag, eða finna hentugt skip sem þjónar þeim þörfum sem fyrir liggja með sívaxandi fiskflutningum og mikilli aukningu í ferðafólki. Fiskeldið á suðurfjörðum Vestfjarða er í vexti og gríðarleg aukning við Ísafjarðardjúp. Steingrímsfjarðarheiði og þröskuldar verða oft ófærir á vetrum, þá eykst umferð suður um Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði. Þó vegurinn um Gufudalssveit á Barðaströnd (Teigskógsleið) er loksins að verða að veruleika mun Klettsháls verða ófær á vetrum eins og reynslan segir. Fólk og ferskvörur þurfa að berast á öruggan hátt suður og einmitt þessvegna verða stjórn völd að hugsa til framtíðar með öruggar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð með skipi sem dugar til þeirrar gríðarlegu aukningar á flutningsþörf sem þegar er staðreynd og þeirri staðreynd að þörfin mun bara aukast. Ef Baldur er að seljast í sumar er ráðlegt að aðlaga ferjubryggjurnar breiðara skipi strax í haust! Ég hvet stjórnvöld að ráðast í þær hafnarframkvæmdir bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi sem geta þjónað skipi sem dugar til að anna þeim flutningum frá og til Vestfjarða sem hafa aukist mikið síðustu ár og eiga eftir að aukast enn meira. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar