Viðskipti innlent

Frið­rik sækist ekki eftir endur­kjöri

Bjarki Sigurðsson skrifar
Friðrik Jónsson, formaður BHM, mun ekki sækjast eftir endurkjöri.
Friðrik Jónsson, formaður BHM, mun ekki sækjast eftir endurkjöri. Vísir/Arnar

Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), mun ekki sækjast eftir endurkjöri þegar formannskjör bandalagsins fer fram í vor. Hann segist kveðja hlutverk sitt sáttur. 

Friðrik greinir sjálfur frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar deilir hann frétt um að BHM hafi náð rammasamkomulagi við ríki og borg. Samkomulagið nær til næstu tólf mánaða um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. 

„Samningar taka við af samningum hjá þeim félögum sem nýta sér þetta rammasamkomulag. Það er eitthvað. Ég hef þá lokið mínum þætti í þeim verkum sem ég bauð mig fram til að vinna sem formaður BHM fyrir tveimur árum og get ansi sáttur kvatt þetta hlutverk eftir 8 vikur,“ skrifar Friðrik í færslunni.

Friðrik var kjörinn formaður fyrir tveimur árum síðan. Þá sigraði hann gegn Maríönnu H. Helgadóttur en hann hlaut 69,5 prósent atkvæða. 

Samkvæmt lögum BHM er formaður bandalagsins kjörinn annað hvert ár í aðdraganda aðalfundar af fulltrúum sem aðildarfélögin tilnefna til setu á fundinum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×