Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax Marín Þórsdóttir skrifar 30. mars 2023 11:31 Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. Hugmyndafræðin er í sjálfu sér ekki flókin, hún er byggð á mannúð, virðingu fyrir einstaklingnum og að aðstoða fólk á þeim stað sem það er statt hverju sinni, án fordóma. Það er lykillinn. Skaðaminnkandi þjónusta er bæði félagsleg þjónusta og heilbrigðisþjónusta og því á málaflokkurinn heima á báðum þessum sviðum. Þetta ber að hafa í huga þegar horft er á skaðaminnkandi þjónustu og kostnað við hana. Rauði krossinn rekur tvö skaðaminnkunarverkefni. Annars vegar verkefnið Frú Ragnheiði, sem mörg þekkja, enda hefur það starfað í 14 ár og er elsta skaðaminnkunarverkefni landsins. Um er að ræða sjálfboðaliðadrifið verkefni í vettvangsbíl sem þjónustar fólk með nálaskiptaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skaðaminnkandi ráðgjöf. Hins vegar hefur félagið rekið færanlega neyslurýmið Ylja, tilraunaverkefni til eins árs sem var einnig starfrækt í bifreið og þjónustar fólk sem notar vímuefni í æð, en það getur komið í Ylju og notað efnin í öruggu umhverfi. Bæði þessi verkefni hafa margsannað gildi sitt með ýmsum hætti. Í báðum verkefnunum hefur verið komið í veg fyrir ofskammtanir og bæði verkefnin hafa bjargað mannslífum með skaðaminnkandi samtali, stuðningi og umhyggju. Verkefnin hafa komið í veg fyrir að notaður búnaður sé skilinn eftir á víðavangi og hafa veitt fólki sem mætir fordómum þegar það sækir sér þjónustu innan kerfisins stuðning, svo eitthvað sé nefnt. Þá má líka benda á að gífurlegur sparnaður verður innan kerfisins þegar notast er við skaðaminnkandi hugmyndafræði. Það eitt að útvega hreinan sprautubúnað og draga þannig úr líkum á að einstaklingar smitist af HIV og lifrarbólgu skapar stórkostlegan sparnað fyrir samfélagið í heild. Nú hefur Ylja neyslurými lokið sínu tilraunaári. 125 einstaklingar sóttu sér þjónustu Ylju fyrsta starfsárið í 1.381 heimsóknum. Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingar Íslands hafa áttað sig á mikilvægi skaðaminnkunar og styðja ríkulega við starf Rauða krossins, annars vegar með því að greiða um 50% af kostnaði við verkefnið Frú Ragnheiði og hins vegar hefur með því að kosta allan rekstur Ylju fyrsta starfsár verkefnisins. Sjúkratryggingar Íslands hafa lofað fjármagni til reksturs starfseminnar til næstu tveggja ára og mikil þörf er að koma verkefninu í húsnæði, svo hægt sé að veita viðunandi þjónustu. En illa gengur að finna húsnæði hjá Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytinu til að halda rekstrinum áfram. Rekstrarféð frá Sjúkratryggingum og þekking starfsmanna Rauða krossins er til staðar, en skortur er á viðbrögðum frá félagsmálayfirvöldum og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að finna viðeigandi húsnæði fyrir starfsemina. Þetta er þjónusta fyrir þau sem eru hvað mest á jaðrinum í samfélaginu og þurfa hvað mest á okkar aðstoð að halda. Án Ylju eykst hættan á ofskömmtunum og að þessi hópur fái ekki viðeigandi og bráðnauðsynlega þjónustu. Á síðustu tveimur vikum hefur sýkingum hjá hópnum fjölgað verulega og má leiða að því líkum að það tengist lokun Ylju, sem ekki hefur verið starfandi síðan 6. mars síðastliðinn. Látum þau ekki sitja eftir, þetta er spurning um líf og dauða. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneyti verða að tryggja Ylju húsnæði, svo ekki verði meiri skaði en nú þegar hefur orðið. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. Hugmyndafræðin er í sjálfu sér ekki flókin, hún er byggð á mannúð, virðingu fyrir einstaklingnum og að aðstoða fólk á þeim stað sem það er statt hverju sinni, án fordóma. Það er lykillinn. Skaðaminnkandi þjónusta er bæði félagsleg þjónusta og heilbrigðisþjónusta og því á málaflokkurinn heima á báðum þessum sviðum. Þetta ber að hafa í huga þegar horft er á skaðaminnkandi þjónustu og kostnað við hana. Rauði krossinn rekur tvö skaðaminnkunarverkefni. Annars vegar verkefnið Frú Ragnheiði, sem mörg þekkja, enda hefur það starfað í 14 ár og er elsta skaðaminnkunarverkefni landsins. Um er að ræða sjálfboðaliðadrifið verkefni í vettvangsbíl sem þjónustar fólk með nálaskiptaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skaðaminnkandi ráðgjöf. Hins vegar hefur félagið rekið færanlega neyslurýmið Ylja, tilraunaverkefni til eins árs sem var einnig starfrækt í bifreið og þjónustar fólk sem notar vímuefni í æð, en það getur komið í Ylju og notað efnin í öruggu umhverfi. Bæði þessi verkefni hafa margsannað gildi sitt með ýmsum hætti. Í báðum verkefnunum hefur verið komið í veg fyrir ofskammtanir og bæði verkefnin hafa bjargað mannslífum með skaðaminnkandi samtali, stuðningi og umhyggju. Verkefnin hafa komið í veg fyrir að notaður búnaður sé skilinn eftir á víðavangi og hafa veitt fólki sem mætir fordómum þegar það sækir sér þjónustu innan kerfisins stuðning, svo eitthvað sé nefnt. Þá má líka benda á að gífurlegur sparnaður verður innan kerfisins þegar notast er við skaðaminnkandi hugmyndafræði. Það eitt að útvega hreinan sprautubúnað og draga þannig úr líkum á að einstaklingar smitist af HIV og lifrarbólgu skapar stórkostlegan sparnað fyrir samfélagið í heild. Nú hefur Ylja neyslurými lokið sínu tilraunaári. 125 einstaklingar sóttu sér þjónustu Ylju fyrsta starfsárið í 1.381 heimsóknum. Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingar Íslands hafa áttað sig á mikilvægi skaðaminnkunar og styðja ríkulega við starf Rauða krossins, annars vegar með því að greiða um 50% af kostnaði við verkefnið Frú Ragnheiði og hins vegar hefur með því að kosta allan rekstur Ylju fyrsta starfsár verkefnisins. Sjúkratryggingar Íslands hafa lofað fjármagni til reksturs starfseminnar til næstu tveggja ára og mikil þörf er að koma verkefninu í húsnæði, svo hægt sé að veita viðunandi þjónustu. En illa gengur að finna húsnæði hjá Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytinu til að halda rekstrinum áfram. Rekstrarféð frá Sjúkratryggingum og þekking starfsmanna Rauða krossins er til staðar, en skortur er á viðbrögðum frá félagsmálayfirvöldum og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að finna viðeigandi húsnæði fyrir starfsemina. Þetta er þjónusta fyrir þau sem eru hvað mest á jaðrinum í samfélaginu og þurfa hvað mest á okkar aðstoð að halda. Án Ylju eykst hættan á ofskömmtunum og að þessi hópur fái ekki viðeigandi og bráðnauðsynlega þjónustu. Á síðustu tveimur vikum hefur sýkingum hjá hópnum fjölgað verulega og má leiða að því líkum að það tengist lokun Ylju, sem ekki hefur verið starfandi síðan 6. mars síðastliðinn. Látum þau ekki sitja eftir, þetta er spurning um líf og dauða. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneyti verða að tryggja Ylju húsnæði, svo ekki verði meiri skaði en nú þegar hefur orðið. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun