Gamla hjólið þitt getur glatt barn Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 30. mars 2023 07:30 Í hjólageymslum og bílskúrum út um allan bæ leynast hjól sem ekki eru í notkun. Hjól sem taka óþarfa pláss enda oftar en ekki í málmpressu á endurvinnslustöðum þegar þau loksins verða fyrir barðinu á árlegri vorhreingerningu húsfélagsins eða endurskipulagningu í bílskúrnum. Á sama tíma eru fjölmörg börn og ungmenni sem eiga ekki hjól og geta því ekki tekið þátt í þeirri hjólamenningu sem er ríkjandi. Þar með missa þau af að geta mætt á eigin hjólum á hjóladag í skólanum, hjólað um allar trissur með félögum sínum og þar með efla félagslegan og líkamlegan þroska. Árlega fá um 300 börn og ungmenni hjól úr Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þetta eru börn sem búa við þannig fjárhagslegar og/eða félagslegar aðstæður að þeim gefst ekki af öðrum kosti tækifæri til að eignast hjól. Oftar en ekki eru börn að fá í hendurnar sitt fyrsta hjól og sjá þar með loksins fram á að geta tekið þátt í hjólamenningunni jafnt á við önnur börn. Um 10.000 börn eða 13,1% búa við fátækt á Íslandi og um eitt af hverjum fjórum heimilum eiga erfitt með að standa straum af daglegum útgjöldum. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Barnaheilla. Með hjólasöfnuninni er með beinum hætti stuðlað að jöfnum tækifærum allra barna. Á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu eru nú merktir gámar fyrir hjól sem ekki eru í notkun meðan á söfnuninni stendur, til 1. maí næstkomandi. Hjólin eru reglulega sótt og sjálfboðaliðar sjá um að gera við hjólin undir styrkri leiðsögn Reiðhjólabænda sem eru nýr samstarfsaðili í verkefninu. Viðgerðum hjólum er svo úthlutað í gegnum félags- og fjölskylduþjónustu sveitarfélaga. Með því að gefa börnum tækifæri á að eignast hjól er ekki eingöngu stuðlað að aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu eins og kveðið er á um í Barnasáttmálanum heldur er staða allra barna jöfnuð. Börn fá með hjólreiðum tækifæri til að efla þol, styrk og fá heilbrigða útrás. Sjálfbærni er auk þess sterk skírskotun í verkefnið en hjól fá lengra líf í stað þess að verða pressuð. Þetta er í tólfta sinn sem söfnunin er haldin en frá upphafi hafa um 3.500 börn notið góðs af verkefninu. Ef þú lumar á hjóli sem ekki er í notkun getur þú komið því á endurvinnslustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfboðaliðar eru einnig velkomnir að hjálpa til við viðgerðir á hjólunum svo öll börn og ungmenni sem á þurfa að halda fái hjól. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Í hjólageymslum og bílskúrum út um allan bæ leynast hjól sem ekki eru í notkun. Hjól sem taka óþarfa pláss enda oftar en ekki í málmpressu á endurvinnslustöðum þegar þau loksins verða fyrir barðinu á árlegri vorhreingerningu húsfélagsins eða endurskipulagningu í bílskúrnum. Á sama tíma eru fjölmörg börn og ungmenni sem eiga ekki hjól og geta því ekki tekið þátt í þeirri hjólamenningu sem er ríkjandi. Þar með missa þau af að geta mætt á eigin hjólum á hjóladag í skólanum, hjólað um allar trissur með félögum sínum og þar með efla félagslegan og líkamlegan þroska. Árlega fá um 300 börn og ungmenni hjól úr Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þetta eru börn sem búa við þannig fjárhagslegar og/eða félagslegar aðstæður að þeim gefst ekki af öðrum kosti tækifæri til að eignast hjól. Oftar en ekki eru börn að fá í hendurnar sitt fyrsta hjól og sjá þar með loksins fram á að geta tekið þátt í hjólamenningunni jafnt á við önnur börn. Um 10.000 börn eða 13,1% búa við fátækt á Íslandi og um eitt af hverjum fjórum heimilum eiga erfitt með að standa straum af daglegum útgjöldum. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Barnaheilla. Með hjólasöfnuninni er með beinum hætti stuðlað að jöfnum tækifærum allra barna. Á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu eru nú merktir gámar fyrir hjól sem ekki eru í notkun meðan á söfnuninni stendur, til 1. maí næstkomandi. Hjólin eru reglulega sótt og sjálfboðaliðar sjá um að gera við hjólin undir styrkri leiðsögn Reiðhjólabænda sem eru nýr samstarfsaðili í verkefninu. Viðgerðum hjólum er svo úthlutað í gegnum félags- og fjölskylduþjónustu sveitarfélaga. Með því að gefa börnum tækifæri á að eignast hjól er ekki eingöngu stuðlað að aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu eins og kveðið er á um í Barnasáttmálanum heldur er staða allra barna jöfnuð. Börn fá með hjólreiðum tækifæri til að efla þol, styrk og fá heilbrigða útrás. Sjálfbærni er auk þess sterk skírskotun í verkefnið en hjól fá lengra líf í stað þess að verða pressuð. Þetta er í tólfta sinn sem söfnunin er haldin en frá upphafi hafa um 3.500 börn notið góðs af verkefninu. Ef þú lumar á hjóli sem ekki er í notkun getur þú komið því á endurvinnslustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfboðaliðar eru einnig velkomnir að hjálpa til við viðgerðir á hjólunum svo öll börn og ungmenni sem á þurfa að halda fái hjól. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun