Þar sem leikur kvöldsins hefst ekki fyrr en 20:45 á staðartíma ákváðu Valsmenn að taka rólega æfingu í morgun til að hefja daginn almennilega og hreyfa sig aðeins fyrir kvöldið.
Stemnigin var létt á æfingunni og ákefðin í það minna þar sem allir vilja vera sem fersktastir þegar liðið mætir Göppingen í höllinni í kvöld.
Tökumaðurinn Sigurður Már Davíðsson var með myndavélina á lofti á æfingu liðsins í morgun og má sjá stemningsmyndir af henni í spilaranum að ofan.

Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stefán Árni Pálsson mun ásamt sérfræðingum hefja upphitun klukkan 18:30.
Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum.