Í upphafi skyldi endinn skoða Kristófer Már Maronsson skrifar 28. mars 2023 07:30 „Hvar ert þú að ávaxta þínum lífeyrissparnaði?“ Það er ekki beint svona sem samræður hefjast í dag - þrátt fyrir að yfir ævina mun fólk líklega spara um 40-100 m.kr. í gegnum lífeyriskerfið. Fyrir flesta er lífeyrissparnaður ein stærsta fjárfesting ævinnar, ásamt húsnæði. Allir þurfa að greiða 15,5% í skyldusparnað - en sumir sjóðir bjóða betur en aðrir. Sjóðir eins og Almenni Lífeyrissjóðurinn bjóða upp á að hluti af skyldusparnaði fari í séreignarsjóð. Þá getur hver sem er einnig sparað aukalega í séreignarsjóð og fengið mótframlag frá vinnuveitanda. Séreignarsparnaður er okkar eign sem erfist ef við deyjum fyrir aldur fram. Það getur skipt sköpum að átta sig á þessu 20 ára frekar en 40 ára. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fasteignakaupa, hámarka greiðslu í séreignarsparnað o.s.frv. þegar fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin. Meira frelsi vekur áhuga á lífeyrismálum Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil beita mér fyrir auknu frelsi sjóðfélaga og vekja áhuga fólks á lífeyrismálum. Almenni Lífeyrissjóðurinn er að mörgu leyti í fararbroddi þegar kemur að kynningarmálum og er einn af fáum sjóðum þar sem sjóðfélagar kjósa stjórn í rafrænum kosningum. Ég vil nýta tíma minn í stjórn Almenna til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Ég vil einnig bæta við ávöxtunarleið fyrir séreignarsparnað. Í dag eru nokkrar ávöxtunarleiðir í boði, en ég sé fyrir mér nýja leið þannig að hver sjóðfélagi getur sett eigin fjárfestingarstefnu fyrir sína séreign með reglulegu millibili, t.d. árlega. Þetta yrði auðvitað ekki skylda heldur val og slík breyting hefði hvorki áhrif á samtryggingarsjóð né séreignarsparnað annarra sjóðfélaga. Ég hlakka til að vinna með öðru stjórnarfólki, starfsfólki og sjóðfélögum að útfærslum að auknu frelsi nái ég kjöri. Ég tel að með því að veita fólki aukið frelsi við ávöxtun séreignarsparnaðar mætti vekja áhuga fólks á lífeyrismálum og þannig auka líkur á því að ein stærsta fjárfesting ævinnar verði hámörkuð. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en það er ekki almenn vitneskja hverjir eru á kjörskrá og kjörsókn er almennt dræm. Almenni Lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna en einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til 29. mars og ég óska eftir þínum stuðningi, hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
„Hvar ert þú að ávaxta þínum lífeyrissparnaði?“ Það er ekki beint svona sem samræður hefjast í dag - þrátt fyrir að yfir ævina mun fólk líklega spara um 40-100 m.kr. í gegnum lífeyriskerfið. Fyrir flesta er lífeyrissparnaður ein stærsta fjárfesting ævinnar, ásamt húsnæði. Allir þurfa að greiða 15,5% í skyldusparnað - en sumir sjóðir bjóða betur en aðrir. Sjóðir eins og Almenni Lífeyrissjóðurinn bjóða upp á að hluti af skyldusparnaði fari í séreignarsjóð. Þá getur hver sem er einnig sparað aukalega í séreignarsjóð og fengið mótframlag frá vinnuveitanda. Séreignarsparnaður er okkar eign sem erfist ef við deyjum fyrir aldur fram. Það getur skipt sköpum að átta sig á þessu 20 ára frekar en 40 ára. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fasteignakaupa, hámarka greiðslu í séreignarsparnað o.s.frv. þegar fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin. Meira frelsi vekur áhuga á lífeyrismálum Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil beita mér fyrir auknu frelsi sjóðfélaga og vekja áhuga fólks á lífeyrismálum. Almenni Lífeyrissjóðurinn er að mörgu leyti í fararbroddi þegar kemur að kynningarmálum og er einn af fáum sjóðum þar sem sjóðfélagar kjósa stjórn í rafrænum kosningum. Ég vil nýta tíma minn í stjórn Almenna til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Ég vil einnig bæta við ávöxtunarleið fyrir séreignarsparnað. Í dag eru nokkrar ávöxtunarleiðir í boði, en ég sé fyrir mér nýja leið þannig að hver sjóðfélagi getur sett eigin fjárfestingarstefnu fyrir sína séreign með reglulegu millibili, t.d. árlega. Þetta yrði auðvitað ekki skylda heldur val og slík breyting hefði hvorki áhrif á samtryggingarsjóð né séreignarsparnað annarra sjóðfélaga. Ég hlakka til að vinna með öðru stjórnarfólki, starfsfólki og sjóðfélögum að útfærslum að auknu frelsi nái ég kjöri. Ég tel að með því að veita fólki aukið frelsi við ávöxtun séreignarsparnaðar mætti vekja áhuga fólks á lífeyrismálum og þannig auka líkur á því að ein stærsta fjárfesting ævinnar verði hámörkuð. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en það er ekki almenn vitneskja hverjir eru á kjörskrá og kjörsókn er almennt dræm. Almenni Lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna en einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til 29. mars og ég óska eftir þínum stuðningi, hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa .
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun