Kjarkleysi eða pólitískt afturhald? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2023 08:01 „Leikskólakerfið okkar er sprungið” hljómar orðið æ oftar og frá fleirum en bara starfsfólki leikskóla. Þetta er trúlegast rétt. Leikskólakerfið er sprungið. Á stöku stað er það jafnvel komið í algjört óefni eins og fréttir af skorti á leikskólaplássi og hve illa gengur að manna leikskólana hafa borið með sér undanfarin misseri. Jafnvel ár. Slík staða kom meira að segja upp í Garðabæ um tíma, þar sem hingað til hefur ekki skort plássin heldur hafa börn allt niður í 12 mánaða fengið leikskólapláss og þótt til mikillar fyrirmyndar. En hvað er til fyrirmyndar? Allt of lengi hefur leikskólinn átt undir högg að sækja þegar kemur að því að tryggja lögbundið faghlutfall starfsmanna sem þar starfa. Um langt skeið hafa fleiri leikskólakennarar leitað í störf innan grunnskólanna en grunnskólakennarar í leikskólana. Starfsumhverfi grunnskólans þykir að mörgu leyti vænlegra og eftirsóknarverðara. Á sama tíma er þrýst á um að öll börn frá 12 mánaða aldri skuli tryggð leikskóladvöl. Hér fer ekki saman hljóð og mynd mönnunarvandi leikskólans er æpandi og seint og illa þokast nokkuð til að bregðast við þeim vanda. Afleiðingarnar eru alvarlegar. Gripið er til lokana á deildum, börn eru send heim og álagið eykst á foreldra við að púsla daglegu lífi saman frá degi til dags. Sveitarfélögin bera ábyrgð Starfsaðstæður bæði í grunnskólum og leikskólum eru á hendi sveitarfélaganna. Það er hlutverk þeirra að tryggja gott starfsumhverfi í þessum mikilvægu stofnunum. Leikskólakennarar hafa lengi kallað eftir breytingum á sínu starfsumhverfi. Horft hefur verið til grunnskólans í því samhengi, þar sem dagur grunnskólabarna skiptist í tvennt. Annars vegar tíma þar sem formleg kennsla fer fram og við köllum skóla. Hins vegar frístund sem fer fram eftir skóla og tryggir börnum upp að 9 ára aldri tómstundastarf fram eftir degi. Vinnudagurinn á leikskólanum hvort heldur sem er vinnudagur starfsfólks eða barna er langur og hefur lengst. Höfum kjark til þess að breyta og bæta starfsumhverfi leikskólans Undir lok síðasta kjörtímabils lögðum við í Viðreisn í Garðabæ fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að farið yrði í að endurskoða starfsumhverfi leikskólans í stað þess að plástra úr sér gengið kerfi, með það að markmiði að laga það að starfsumhverfi grunnskólans. Þannig yrði leikskólaumhverfið um leið gert að meira aðlaðandi starfsvettvang kennara. Hafnarfjörður er farinn af stað í þessa vegferð og vonandi elta önnur sveitarfélög. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Þess vegna er aldrei meiri þörf en einmitt núna í miðri ringulreiðinni sem ríkir víða í leikskólamálum að grípa til aðgerða og laga til í kerfi sem ekki lengur virkar. Við þurfum að hugsa leikskóladaginn upp á nýtt og aðlaga starfsemina að raunveruleikanum í stað þess að berja hausnum við stein. Byggja upp traust fagstarf með öflugum leikskólakennurum. Öll kerfi þarfnast endurskoðunar og ganga úr sér með tíð og tíma. Líka kerfið sem leikskólinn byggir á. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
„Leikskólakerfið okkar er sprungið” hljómar orðið æ oftar og frá fleirum en bara starfsfólki leikskóla. Þetta er trúlegast rétt. Leikskólakerfið er sprungið. Á stöku stað er það jafnvel komið í algjört óefni eins og fréttir af skorti á leikskólaplássi og hve illa gengur að manna leikskólana hafa borið með sér undanfarin misseri. Jafnvel ár. Slík staða kom meira að segja upp í Garðabæ um tíma, þar sem hingað til hefur ekki skort plássin heldur hafa börn allt niður í 12 mánaða fengið leikskólapláss og þótt til mikillar fyrirmyndar. En hvað er til fyrirmyndar? Allt of lengi hefur leikskólinn átt undir högg að sækja þegar kemur að því að tryggja lögbundið faghlutfall starfsmanna sem þar starfa. Um langt skeið hafa fleiri leikskólakennarar leitað í störf innan grunnskólanna en grunnskólakennarar í leikskólana. Starfsumhverfi grunnskólans þykir að mörgu leyti vænlegra og eftirsóknarverðara. Á sama tíma er þrýst á um að öll börn frá 12 mánaða aldri skuli tryggð leikskóladvöl. Hér fer ekki saman hljóð og mynd mönnunarvandi leikskólans er æpandi og seint og illa þokast nokkuð til að bregðast við þeim vanda. Afleiðingarnar eru alvarlegar. Gripið er til lokana á deildum, börn eru send heim og álagið eykst á foreldra við að púsla daglegu lífi saman frá degi til dags. Sveitarfélögin bera ábyrgð Starfsaðstæður bæði í grunnskólum og leikskólum eru á hendi sveitarfélaganna. Það er hlutverk þeirra að tryggja gott starfsumhverfi í þessum mikilvægu stofnunum. Leikskólakennarar hafa lengi kallað eftir breytingum á sínu starfsumhverfi. Horft hefur verið til grunnskólans í því samhengi, þar sem dagur grunnskólabarna skiptist í tvennt. Annars vegar tíma þar sem formleg kennsla fer fram og við köllum skóla. Hins vegar frístund sem fer fram eftir skóla og tryggir börnum upp að 9 ára aldri tómstundastarf fram eftir degi. Vinnudagurinn á leikskólanum hvort heldur sem er vinnudagur starfsfólks eða barna er langur og hefur lengst. Höfum kjark til þess að breyta og bæta starfsumhverfi leikskólans Undir lok síðasta kjörtímabils lögðum við í Viðreisn í Garðabæ fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að farið yrði í að endurskoða starfsumhverfi leikskólans í stað þess að plástra úr sér gengið kerfi, með það að markmiði að laga það að starfsumhverfi grunnskólans. Þannig yrði leikskólaumhverfið um leið gert að meira aðlaðandi starfsvettvang kennara. Hafnarfjörður er farinn af stað í þessa vegferð og vonandi elta önnur sveitarfélög. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Þess vegna er aldrei meiri þörf en einmitt núna í miðri ringulreiðinni sem ríkir víða í leikskólamálum að grípa til aðgerða og laga til í kerfi sem ekki lengur virkar. Við þurfum að hugsa leikskóladaginn upp á nýtt og aðlaga starfsemina að raunveruleikanum í stað þess að berja hausnum við stein. Byggja upp traust fagstarf með öflugum leikskólakennurum. Öll kerfi þarfnast endurskoðunar og ganga úr sér með tíð og tíma. Líka kerfið sem leikskólinn byggir á. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun