Fáum peningana aftur heim, skattaða í drasl! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 27. mars 2023 10:31 Hugmyndir þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Ásthildar Lóu Þórsdóttur þingmanns Flokks fólksins og formanns Hagsmunasamtaka heimilana um sérstakan þrepaskiptan skyldusparnað á laun fólks, til þess að slá á einkaneyslu og kæmu í staðinn fyrir vaxtahækkanir Seðlabankans, eru á margan hátt athyglisverðar en ekki endilega góðar þegar aðeins er reynt að kafa ofan í málið. Sá sem þetta skrifar mun þó síðastur manna gera lítið úr því, að ákveðinn fjöldi heimila á í miklum erfiðleikum með að standa í skilum með sín húsnæðislán , eins og vaxtastigið er í dag. Auk þess á ákveðinn fjöldi heimila í erfiðleikum með að standa skil á húsaleigu sem einnig hefur hækkað töluvert hjá mörgum eins og afborgarnir lána. Umfang vandans hlýtur þó alltaf að miðast við það um hversu stóran hluta heimila er að ræða. Ef að miðað er við mig, þá er ég ekki með húsnæðislán heldur er ég á leigumarkaði og ræð vel við að greiða húsaleigu af þeim launum sem ég hef. Ég get meira að segja lagt fyrir hluta af launum mínum og geri það. Heildarlaun mín með orlofi eru alla jafna á bilinu 900 þús kr. til milljón á mánuði. Væri mér því alla jafna gert að spara á bilinu 90 til 100 þús á mánuði, jafnvel 150 þús ef ég vinn nokkra tíma aukalega á mánuði, ef þessi skyldusparnaðartillaga yrði að veruleika. Ef við reiknum með því að ég haldi mér undir milljóninni þá væri ég að láta af hendi 1080-1200 þús á ári af mínum ráðstöfunartekjum í þennan sparnað. Semsagt árlegar ráðstöfunartekjur mínar myndu að minnsta kosti minnka um þessa upphæð. Gætu minnkað meira, ef sá hluti launanna sem í skyldusparnaðinn fara verður með í skattstofni tekjuskatts og útsvars. Ég væri þá mögulega þvingaður til þess að hætta þeim sparnaði sem að ég er með í dag. Samkvæmt vef Hagstofunnar voru ca. 2/3 launamanna með 700 þús eða meira í heildartekjur árið 2021 (ekki til nýrri upplýsingar). Ef að miðað er við 10% skyldusparnað er upphæðin ca. 2/3 af inngreiðslum í lífeyrissjóði þeirra sem undir sparnaðinn yrðu settir. Heimili hjóna þar sem hvor aðilinn um sig er með 700þús í heildarlaun verður af af ráðstöfunartekjum að upphæð 1680 þús á ári. Vísast til nálægt þeirri upphæð sem að þau Ásthildur Lóa og Ragnar Þór hafa hvort um sig í laun á mánuði. Enn á þá eftir að svara hver á að ávaxta sparnaðinn og með hvaða hætti verður hann ávaxtaður? Verður hann verðtryggður? Hver verður skattaleg meðferð þessara gríðarlegu fjármuna? Því varla fara ríkissjóður og sveitarfélög að afsala sér skatttekjum af þessari upphæð sem að öllum líkindum myndi slá vel í 200 milljarða á ári (15-20% af fjárlögum) ef ekki meira. Ef skyldusparnaðurinn verður hluti af skattstofni tekjuskatts og útsvars, þá lækka útborguð laun að minnsta kosti um þá upphæð sem fer í skyldusparnaðinn. Ef að taka á tekjuskatt og útsvar af útgreiðslu sparnaðarins, þá þurrkast út vextir og verðtrygging sparnaðarins og vel það. Þannig að fólk fengi þá minna til baka en það lagði til skyldusparnaðarins. Velflestar útgreiðslur myndu þá væntanlega falla undir hæsta tekjuskattsþrepið. Enda persónuafsláttur fullnýttur staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars. Svo má auðvitað velta því fyrir sér, úr því að um tímabundinn skyldusparnað er að ræða. Hvað gerist í hagkerfinu okkar, þegar að minnsta kosti 200 milljarðar koma til útgreiðslu á einu bretti? Ef miðað er við að sparnaðurinn vari í eitt ár. Sú upphæð margfaldast svo með fjölda ára ef sparnaðurinn varir lengur en eitt ár. Þó svo að fjármálaráðherra hafi sagt þessa leið mögulega og jafnvel einnig virka, þá er útfærsla þeirra að öllum líkindum flókin og afar tímafrek. Ætla má að vegna hugsanlegra breytinga á lögum og jafnvel setningu nýrra laga ásamt fleiri útfærsluatriðum vegna þessa skyldusparnaðar, að hann gæti í fyrsta lagi hafist um næstu áramót. Eða eftir rúma átta mánuði. Hvert verður vaxtastigið þá og hver verður verðbólgan þá? Varla mun Seðlabankinn halda að sér höndum á meðan unnið yrði að lagabreytingum og annarri útfærslu, því væntanlega myndi verðbólgan grassera á meðan unnið að þessum breytingum. Ekki yrði hægt að stöðva tímann á meðan að unnið væri að útfærslu. Þessi leið er því, í fljótu bragði ekki líkleg til þess að leysa nokkurn vanda. Heldur mögulega auka hann. Fyrst og fremst vegna þess hversu seint hún kæmist í framkvæmd. Aðrar aðgerðir, hverjar sem þær yrðu, til þess að taka á vanda þeirra sem eiga í miklum eða töluverðum vanda, tækju vissulega einnig tíma. En við þær aðgerðir væri kannski hægt að spara sér tíma með því að leita í smiðju fyrri aðgerða sem hafa virkað og taka þannig á vandanum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Stéttarfélög Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Hugmyndir þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Ásthildar Lóu Þórsdóttur þingmanns Flokks fólksins og formanns Hagsmunasamtaka heimilana um sérstakan þrepaskiptan skyldusparnað á laun fólks, til þess að slá á einkaneyslu og kæmu í staðinn fyrir vaxtahækkanir Seðlabankans, eru á margan hátt athyglisverðar en ekki endilega góðar þegar aðeins er reynt að kafa ofan í málið. Sá sem þetta skrifar mun þó síðastur manna gera lítið úr því, að ákveðinn fjöldi heimila á í miklum erfiðleikum með að standa í skilum með sín húsnæðislán , eins og vaxtastigið er í dag. Auk þess á ákveðinn fjöldi heimila í erfiðleikum með að standa skil á húsaleigu sem einnig hefur hækkað töluvert hjá mörgum eins og afborgarnir lána. Umfang vandans hlýtur þó alltaf að miðast við það um hversu stóran hluta heimila er að ræða. Ef að miðað er við mig, þá er ég ekki með húsnæðislán heldur er ég á leigumarkaði og ræð vel við að greiða húsaleigu af þeim launum sem ég hef. Ég get meira að segja lagt fyrir hluta af launum mínum og geri það. Heildarlaun mín með orlofi eru alla jafna á bilinu 900 þús kr. til milljón á mánuði. Væri mér því alla jafna gert að spara á bilinu 90 til 100 þús á mánuði, jafnvel 150 þús ef ég vinn nokkra tíma aukalega á mánuði, ef þessi skyldusparnaðartillaga yrði að veruleika. Ef við reiknum með því að ég haldi mér undir milljóninni þá væri ég að láta af hendi 1080-1200 þús á ári af mínum ráðstöfunartekjum í þennan sparnað. Semsagt árlegar ráðstöfunartekjur mínar myndu að minnsta kosti minnka um þessa upphæð. Gætu minnkað meira, ef sá hluti launanna sem í skyldusparnaðinn fara verður með í skattstofni tekjuskatts og útsvars. Ég væri þá mögulega þvingaður til þess að hætta þeim sparnaði sem að ég er með í dag. Samkvæmt vef Hagstofunnar voru ca. 2/3 launamanna með 700 þús eða meira í heildartekjur árið 2021 (ekki til nýrri upplýsingar). Ef að miðað er við 10% skyldusparnað er upphæðin ca. 2/3 af inngreiðslum í lífeyrissjóði þeirra sem undir sparnaðinn yrðu settir. Heimili hjóna þar sem hvor aðilinn um sig er með 700þús í heildarlaun verður af af ráðstöfunartekjum að upphæð 1680 þús á ári. Vísast til nálægt þeirri upphæð sem að þau Ásthildur Lóa og Ragnar Þór hafa hvort um sig í laun á mánuði. Enn á þá eftir að svara hver á að ávaxta sparnaðinn og með hvaða hætti verður hann ávaxtaður? Verður hann verðtryggður? Hver verður skattaleg meðferð þessara gríðarlegu fjármuna? Því varla fara ríkissjóður og sveitarfélög að afsala sér skatttekjum af þessari upphæð sem að öllum líkindum myndi slá vel í 200 milljarða á ári (15-20% af fjárlögum) ef ekki meira. Ef skyldusparnaðurinn verður hluti af skattstofni tekjuskatts og útsvars, þá lækka útborguð laun að minnsta kosti um þá upphæð sem fer í skyldusparnaðinn. Ef að taka á tekjuskatt og útsvar af útgreiðslu sparnaðarins, þá þurrkast út vextir og verðtrygging sparnaðarins og vel það. Þannig að fólk fengi þá minna til baka en það lagði til skyldusparnaðarins. Velflestar útgreiðslur myndu þá væntanlega falla undir hæsta tekjuskattsþrepið. Enda persónuafsláttur fullnýttur staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars. Svo má auðvitað velta því fyrir sér, úr því að um tímabundinn skyldusparnað er að ræða. Hvað gerist í hagkerfinu okkar, þegar að minnsta kosti 200 milljarðar koma til útgreiðslu á einu bretti? Ef miðað er við að sparnaðurinn vari í eitt ár. Sú upphæð margfaldast svo með fjölda ára ef sparnaðurinn varir lengur en eitt ár. Þó svo að fjármálaráðherra hafi sagt þessa leið mögulega og jafnvel einnig virka, þá er útfærsla þeirra að öllum líkindum flókin og afar tímafrek. Ætla má að vegna hugsanlegra breytinga á lögum og jafnvel setningu nýrra laga ásamt fleiri útfærsluatriðum vegna þessa skyldusparnaðar, að hann gæti í fyrsta lagi hafist um næstu áramót. Eða eftir rúma átta mánuði. Hvert verður vaxtastigið þá og hver verður verðbólgan þá? Varla mun Seðlabankinn halda að sér höndum á meðan unnið yrði að lagabreytingum og annarri útfærslu, því væntanlega myndi verðbólgan grassera á meðan unnið að þessum breytingum. Ekki yrði hægt að stöðva tímann á meðan að unnið væri að útfærslu. Þessi leið er því, í fljótu bragði ekki líkleg til þess að leysa nokkurn vanda. Heldur mögulega auka hann. Fyrst og fremst vegna þess hversu seint hún kæmist í framkvæmd. Aðrar aðgerðir, hverjar sem þær yrðu, til þess að taka á vanda þeirra sem eiga í miklum eða töluverðum vanda, tækju vissulega einnig tíma. En við þær aðgerðir væri kannski hægt að spara sér tíma með því að leita í smiðju fyrri aðgerða sem hafa virkað og taka þannig á vandanum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar