Þegar áróðursaðferðir einræðisherra og öfgamanna gilda Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. mars 2023 10:00 Flestir hægri öfgaflokkar í Evrópu voru í gegnum tíðina andstæðingar Evrópusambandsins, og leituðu allra leiða til að varpa rýrð á sambandið, þýðingu þess og starf. Í millitíðinni hafa þessir flokkar, Svíþjóðar-demókratar, AfD, Þýzkalandi, „Frelsisflokkur“ Wilders, Hollandi, Front National/Le Pen, Frakklandi, og, nú síðast, Bræður Ítalíu/Giorgia Meloni, en hennar flokkur var í upphafi fasistaflokkur Mussolini, vent sínu kvæði í kross og lýst yfir stuðningi við ESB. Enda vart annað mögulegt, jafnvel ekki fyrir öfgamenn, en að átta sig á gífurlegri þýðingu ESB fyrir frelsi, velferð og öryggi Evrópu. Undarlegt nokk, eru þó enn öfl í gangi hér, uppi á Íslandi, auðvitað allra yzt á hægri kantinum - væru væntanlega í Bræðrum Ítalíu, með anda Mussolini svífandi yfir vötnunum, ef þar væru - að rembast við að reyna að varpa totryggilegu ljósi á ESB. Hjörtur J. Guðmundsson, sem titlar sig „sagnfræðing og alþjóðastjórnmálafræðing (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)“, - mikill titill og góður það – fer þar fremstur í flokki, en eftir að hafa skifað greinar á yzta kanti hægri öfgaafla í 10 ár á Mogga, hrökk hann svo yfir á Vísi, þar sem hann skrifar ótt og títt, auðvitað í sama anda, mest um ómöguleika ESB, en inn á milli, skýtur hann inn smá lofi á Boris Johnson og Brexit - hann virðist þó hafa gleymt að lofsyngja Donald Trump í seinni tíð, enda ekki á hvers manns færi að að hefja þann þrjót til skýjanna á þessum síðustu og verstu tímum. Ég biðst forláts á því, að stytta titilinn góða í bara „sagnfræðing“, en sagnfræðingurinn skrifaði greinar, hér á Vísi, fyrst 7. desember, undir fyrirsögninni „Með hálfan þingmann á Alþingi“, og svo aftur nú, 25. marz, undir fyrirsögninni „Versnandi staða fámennra ríkja ESB“. Nú skal ekki fullyrt, að sagnfræðingurinn sé handbendi einræðisherra eða öfgamnna, ekkert liggur fyrir um slíkt, en hann beitir nákvæmlega sömu áróðursaðferðum og þeir; endurtekur hálfan sannleika, rangfærslur og - vísvitandi eða óvísvitjandi - ósannindi, með mismundandi orðalagi, aftur og aftur, til að reyna að sannfæra sem flesta um rangfærslunar. Ég hef bent á það í fyrri umræðu, að við myndum fá 6 þingmenn á Evrópuþingið, ef við fengjum fulla aðild að ESB. Þetta skilgreinir sagnfræðingurinn á þennan veg: „Vægi Íslands yrði einungis 0,08%“. Hér reynir sagnfræðingurinn að villa um fyrir lesendum og telja mönnum trú um, með lítilsverðu prósentutrikki, að slík aðkoma væri einskis virði. Prósentutrikkið er reyndar rangt, stærðfræði ekki stekasta hlið sagnfræðingsins, því 6 af 705 eru ekki 0,08%, heldur tíu sinnum meira. Það, sem sagnfræðingurinn skilur greinilega ekki, eða vill ekki skilja, er, að afl manna byggist mest á einstaklingum, ekki hópum eða fjölda í hópi, en sagan sýnir, að einstaklingurinn, getur látið að sér kveða og haft víðtæk áhrif, jafnvel á heil þjóðfélög, ef því er að skipta. Grunnorkan liggur í einstaklingnum, og er það kaldhæðnislega við þessa tilraun sagnfræðingsins til að varpa rýrð á mögulega 6 manna þingfulltrúatölu Íslands á Evrópuþinginu, að Malta, sem hefur líka bara 6 þingfulltrúa, á nú forseta þingsins, Roberta Metsola, og annað smáríki Lúxemborg, sem líka hefur bara 6 fulltrúa, átti forseta ráðherraráðsins, Jean-Claude Juncker, 2014-2019. Í fyrrnefndri grein sinni segir sagnfræðingurinn m.a. þetta: „ Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins... Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það“. Og, svo þetta: „ ...einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrir nánast sögunni til...“. Fullyrðir hann hér, að neitunarvald einstakra ríkja hafi að mestu verið afnumið 2009. Við skulum nú sjá, hvað satt er og rétt í þessum fullyrðingum: Þó að við séum nú þegar komin langleiðina inn í ESB, er möguleg full og formleg aðild feikilega stórt mál fyrir okkur, vegna þess, að fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, aðstöðu til áhrifa og valda innan sambandsins, með okkar eigin ráðherra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn ráðherra - og 6 þingmönnum á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest um vert væri, í raun alveg afgerandi, fullu neitunarvaldi til jafns við alla aðra, hvað varðar alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og þýðingarmestu: - Skattlagning - Fjárhagsáætlanir og fjármálaskuldbindingar - Félagsleg vernd og öryggi almennings - Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja - Öryggis- og varnarmál - Samskipti og samningar ESB við önnur ríki - Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum orðnir aðilar, myndum samþykkja. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, hvað þá að draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem trúlega verður aldrei. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti ráðherraráðsins, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti ráðherraráðsins frá 2014 til 2019. Allt tal um, að stóru ríkin ráði öllu í ESB, er því algjör fjarstæða. Með fullri aðild fengjum við stórfelldan aðgang að áhrifum og völdum, en í dag, þó að við séum með EES-samninginn og aðild að Schengen-samkomulaginu, höfum við nær ekkert um það að segja. Vert er líka að minna á, að hlutur kvenna í ESB er mikill, nú á tímum jafnréttis og kvenréttis, en, eins og fyrr greinir, var Roberta Metsola, 43ja ára lögfræðingur frá smáríkinu Möltu, nýlega kjörin forseti Evrópuþingsins, en fyrir var Ursula von der Leyen forseti ráðherraráðsins og Christine Lagarde forseti Evrópska Seðlabankans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Flestir hægri öfgaflokkar í Evrópu voru í gegnum tíðina andstæðingar Evrópusambandsins, og leituðu allra leiða til að varpa rýrð á sambandið, þýðingu þess og starf. Í millitíðinni hafa þessir flokkar, Svíþjóðar-demókratar, AfD, Þýzkalandi, „Frelsisflokkur“ Wilders, Hollandi, Front National/Le Pen, Frakklandi, og, nú síðast, Bræður Ítalíu/Giorgia Meloni, en hennar flokkur var í upphafi fasistaflokkur Mussolini, vent sínu kvæði í kross og lýst yfir stuðningi við ESB. Enda vart annað mögulegt, jafnvel ekki fyrir öfgamenn, en að átta sig á gífurlegri þýðingu ESB fyrir frelsi, velferð og öryggi Evrópu. Undarlegt nokk, eru þó enn öfl í gangi hér, uppi á Íslandi, auðvitað allra yzt á hægri kantinum - væru væntanlega í Bræðrum Ítalíu, með anda Mussolini svífandi yfir vötnunum, ef þar væru - að rembast við að reyna að varpa totryggilegu ljósi á ESB. Hjörtur J. Guðmundsson, sem titlar sig „sagnfræðing og alþjóðastjórnmálafræðing (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)“, - mikill titill og góður það – fer þar fremstur í flokki, en eftir að hafa skifað greinar á yzta kanti hægri öfgaafla í 10 ár á Mogga, hrökk hann svo yfir á Vísi, þar sem hann skrifar ótt og títt, auðvitað í sama anda, mest um ómöguleika ESB, en inn á milli, skýtur hann inn smá lofi á Boris Johnson og Brexit - hann virðist þó hafa gleymt að lofsyngja Donald Trump í seinni tíð, enda ekki á hvers manns færi að að hefja þann þrjót til skýjanna á þessum síðustu og verstu tímum. Ég biðst forláts á því, að stytta titilinn góða í bara „sagnfræðing“, en sagnfræðingurinn skrifaði greinar, hér á Vísi, fyrst 7. desember, undir fyrirsögninni „Með hálfan þingmann á Alþingi“, og svo aftur nú, 25. marz, undir fyrirsögninni „Versnandi staða fámennra ríkja ESB“. Nú skal ekki fullyrt, að sagnfræðingurinn sé handbendi einræðisherra eða öfgamnna, ekkert liggur fyrir um slíkt, en hann beitir nákvæmlega sömu áróðursaðferðum og þeir; endurtekur hálfan sannleika, rangfærslur og - vísvitandi eða óvísvitjandi - ósannindi, með mismundandi orðalagi, aftur og aftur, til að reyna að sannfæra sem flesta um rangfærslunar. Ég hef bent á það í fyrri umræðu, að við myndum fá 6 þingmenn á Evrópuþingið, ef við fengjum fulla aðild að ESB. Þetta skilgreinir sagnfræðingurinn á þennan veg: „Vægi Íslands yrði einungis 0,08%“. Hér reynir sagnfræðingurinn að villa um fyrir lesendum og telja mönnum trú um, með lítilsverðu prósentutrikki, að slík aðkoma væri einskis virði. Prósentutrikkið er reyndar rangt, stærðfræði ekki stekasta hlið sagnfræðingsins, því 6 af 705 eru ekki 0,08%, heldur tíu sinnum meira. Það, sem sagnfræðingurinn skilur greinilega ekki, eða vill ekki skilja, er, að afl manna byggist mest á einstaklingum, ekki hópum eða fjölda í hópi, en sagan sýnir, að einstaklingurinn, getur látið að sér kveða og haft víðtæk áhrif, jafnvel á heil þjóðfélög, ef því er að skipta. Grunnorkan liggur í einstaklingnum, og er það kaldhæðnislega við þessa tilraun sagnfræðingsins til að varpa rýrð á mögulega 6 manna þingfulltrúatölu Íslands á Evrópuþinginu, að Malta, sem hefur líka bara 6 þingfulltrúa, á nú forseta þingsins, Roberta Metsola, og annað smáríki Lúxemborg, sem líka hefur bara 6 fulltrúa, átti forseta ráðherraráðsins, Jean-Claude Juncker, 2014-2019. Í fyrrnefndri grein sinni segir sagnfræðingurinn m.a. þetta: „ Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins... Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það“. Og, svo þetta: „ ...einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrir nánast sögunni til...“. Fullyrðir hann hér, að neitunarvald einstakra ríkja hafi að mestu verið afnumið 2009. Við skulum nú sjá, hvað satt er og rétt í þessum fullyrðingum: Þó að við séum nú þegar komin langleiðina inn í ESB, er möguleg full og formleg aðild feikilega stórt mál fyrir okkur, vegna þess, að fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, aðstöðu til áhrifa og valda innan sambandsins, með okkar eigin ráðherra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn ráðherra - og 6 þingmönnum á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest um vert væri, í raun alveg afgerandi, fullu neitunarvaldi til jafns við alla aðra, hvað varðar alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og þýðingarmestu: - Skattlagning - Fjárhagsáætlanir og fjármálaskuldbindingar - Félagsleg vernd og öryggi almennings - Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja - Öryggis- og varnarmál - Samskipti og samningar ESB við önnur ríki - Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum orðnir aðilar, myndum samþykkja. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, hvað þá að draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem trúlega verður aldrei. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti ráðherraráðsins, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti ráðherraráðsins frá 2014 til 2019. Allt tal um, að stóru ríkin ráði öllu í ESB, er því algjör fjarstæða. Með fullri aðild fengjum við stórfelldan aðgang að áhrifum og völdum, en í dag, þó að við séum með EES-samninginn og aðild að Schengen-samkomulaginu, höfum við nær ekkert um það að segja. Vert er líka að minna á, að hlutur kvenna í ESB er mikill, nú á tímum jafnréttis og kvenréttis, en, eins og fyrr greinir, var Roberta Metsola, 43ja ára lögfræðingur frá smáríkinu Möltu, nýlega kjörin forseti Evrópuþingsins, en fyrir var Ursula von der Leyen forseti ráðherraráðsins og Christine Lagarde forseti Evrópska Seðlabankans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar