Atvinnulíf

Nefnir fimm fyrstu atriðin sem hann myndi skoða ef hann gæti breytt íslensku heilbrigðiskerfi

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar er gestur Guðrúnar Högna í nýjasta hlaðvarpsþættinum Gott fólk. Þar er rætt við reynslumikla stjórnendur um ýmiss mál og í þessum þætti er Héðinn meðal annars spurður um það hvað hann myndi setja í forgang ef hann hefði færi á að breyta íslensku heilbrigðiskerfi.
Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar er gestur Guðrúnar Högna í nýjasta hlaðvarpsþættinum Gott fólk. Þar er rætt við reynslumikla stjórnendur um ýmiss mál og í þessum þætti er Héðinn meðal annars spurður um það hvað hann myndi setja í forgang ef hann hefði færi á að breyta íslensku heilbrigðiskerfi.

Í þættinum Gott fólk með Guðrúnu Högna er Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, spurður um hvaða fimm atriði hann myndi setja í forgang sem fyrstu fimm forgangsverkefnin til að skoða, ef hann hefði tækifæri til þess að breyta íslensku heilbrigðiskerfi.

Þau fimm atriði sem Héðinn nefnir eru:

Fjölskipað stjórnvald

Endurskoða hver fjármagnar og hver framkvæmir

Aukin aðkoma notenda og aðstandenda að mótun heilbrigðiskerfisins

Að taka til endurskoðunar fyrsta, annað og þriðja stig heilbrigðisþjónustunnar

Efla heilbrigðisráðuneytið

Héðinn ræðir í þættinum einnig um ýmsar áherslur í rekstri félagasamtaka í þriðja geiranum en Héðinn hefur sjálfur starfað um árabil sem stefnumótunarsérfræðingur, meðal annars hjá forsætisráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Hlaðvarpsþættirnir Gott fólk með Guðrúnu Högna eru í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey.

Í þáttunum ræðir Guðrún við reynslumikla stjórnendur um starfsframa þeirra og feril. Í lýsingu á þættinum segir að þættirnir séu „Stutt spjall við leiðtoga víða að sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, sæta sigra, súrar áskoranir, hagnýtar lexíur og lífsins speki.“

Þáttinn má hlusta á hér.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.