Fjárhættuspilavandi – að þjást í leynum Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar 22. mars 2023 09:30 Marsmánuður er tileinkaður vitundarvakningu um fjárhættuspilavanda. Falinn vandi. Í dag er talið að um 0,3-5% einstaklinga í heiminum séu í vanda vegna fjárhættuspila. Á Norðurlöndum er vandinn talinn um 3% en aðeins einn af hverjum tíu þeirra leitar sér aðstoðar. Séu þessar tölur yfirfærðar á Ísland má telja að rúmlega 11.000 manns á Íslandi séu í vanda vegna fjárhættuspila. Af þessum 11.000 munu líklega aðeins 1.100 leita sér einhverskonar aðstoðar en 9.900 munu þjást í leynum. Leynist víða. Fyrir einhverjum kunna fjárhættuspil einungis að snúast um að spila póker eða fara í spilavíti. Þar sem Ísland hefur engin spilavíti eru ekki allir sem átta sig á hversu umfangsmikill vandinn er orðinn. Fjárhættuspil nær yfir öll þau veðmál þar sem lagt er undir eitthvað verðmæti, í óvissu en von um að vinna hærri fjárhæðir. Undir þetta fellur til dæmis bingó, lottó, spilakassar, póker, lukkubox (e. loot boxes), skafmiðar, rafmyntaviðskipti og það sem hefur verið að ryðja sér rúms síðastliðin ár; íþróttaveðmál. Íþróttaveðmál eru hverskonar veðmál þar sem sá sem leggur undir getur grætt á því að úrslit íþróttaviðburða verði á einhvern veg. Að auki eru ýmis konar minni veðmál sem hægt er að taka þátt í, til dæmis er hægt er að veðja á hvort liðið fær flestar hornspyrnur, hvaða leikmaður skorar úr vítaspyrnu o.s.frv. Þessar viðbætur auka spennu leiksins enn frekar en þess má geta að eftir því sem það er meiri hraði og spenna í veðmálum, því meiri líkur eru á því að einstaklingur verði háður þeim og þrói með sér spilavanda og jafnvel spilafíkn. Líkt og áður kom fram eru íþróttaveðmál farin að aukast og eru ungir karlmenn sérstaklega í áhættu á að þróa með sér spilavanda tengdum þeim. Veðmál í vasanum. Veðmálin fara ekki einungis fram í lokuðu umhverfi líkt og spilavítum, stærstur hluti þeirra fer fram í tölvunni eða síma einstaklingsins. Það gerir það að hætta því að spila mun erfiðara fyrir einstaklinginn, þar sem hann á ekki auðvelt með að fara úr aðstæðunum og vaninn við að spila í símanum getur fljótt orðið að vanda og jafnvel að fíkn. Hvenær er kominn vandi? Fjárhættuspilavandi getur þróast yfir í alvarlegan vanda og er þá talinn til fíknsjúkdóma og þarfnast meðferðar. Einkennin eru þá mjög svipuð og hjá þeim sem eru með áfengis- og/eða vímuefnafíkn og lýsa sér með eftirfarandi hætti 1. Þol - að þurfa að veðja oftar eða leggja hærri fjárhæðir undir til að upplifa sömu spennu.2. Fráhvarfseinkenni – eirðarleysi og pirringur þegar reynt er að draga úr spilahegðun eða hætta.3. Stjórnleysi – endurteknar, árangurslausar tilraunir til að stjórna, draga úr eða hætta spilamennsku.4. Fíkn - að vera gagntekinn af spilamennsku, hugsa endurtekið um fyrri spilahegðun eða vera upptekinn af því að skipuleggja næstu skipti sem verður spilað.5. Skaða – að hafa lagt í hættu eða misst mikilvæg sambönd, vinnu eða náms og atvinnutækifæri vegna spilamennsku.Þar að auki eru nokkur einkenni sem eiga einungis við í fjárhættuspilafíkn:6. Að spila til þess að draga úr vanlíðan (hjálparleysi, sektarkennd, kvíða, þunglyndi).7. Að reyna að bæta upp tapaða fjárhæð, að „elta tapið“.8. Að ljúga um hversu mikið er spilað eða fyrir hversu mikið.9. Að þurfa að reiða sig á aðra til þess að hjálpa sér að greiða upp skuldir. Alvarlegar afleiðingar. Einstaklingar með fjárhættuspilavanda upplifa oft mikla fordóma og skilningsleysi vegna vandans og afleiðinga hans. Eftir að spilafíknin hefur þróast úr því að vera leit að spennu og er komin í örvæntingu og vonleysi getur viðkomandi átt á hættu að einangra sig frá fjölskyldu og vinum, upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og úrræðaleysi. Mikilvægt er að einstaklingurinn og aðrir í kringum hann átti sig á því að fjárhættuspilafíkn er sjúkdómur sem hægt er að fá hjálp við. Hægt er að fá aðstoð. Ef að þú eða einhver sem þú þekkir kannast við ofangreind einkenni eða er í vanda vegna fjárhættuspilahegðunar er hægt að hafa samband við göngudeild SÁÁ í síma 530-7600 og fá aðstoð við að taka næstu skref. Það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur í fjárhættuspilateymi SÁÁ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Marsmánuður er tileinkaður vitundarvakningu um fjárhættuspilavanda. Falinn vandi. Í dag er talið að um 0,3-5% einstaklinga í heiminum séu í vanda vegna fjárhættuspila. Á Norðurlöndum er vandinn talinn um 3% en aðeins einn af hverjum tíu þeirra leitar sér aðstoðar. Séu þessar tölur yfirfærðar á Ísland má telja að rúmlega 11.000 manns á Íslandi séu í vanda vegna fjárhættuspila. Af þessum 11.000 munu líklega aðeins 1.100 leita sér einhverskonar aðstoðar en 9.900 munu þjást í leynum. Leynist víða. Fyrir einhverjum kunna fjárhættuspil einungis að snúast um að spila póker eða fara í spilavíti. Þar sem Ísland hefur engin spilavíti eru ekki allir sem átta sig á hversu umfangsmikill vandinn er orðinn. Fjárhættuspil nær yfir öll þau veðmál þar sem lagt er undir eitthvað verðmæti, í óvissu en von um að vinna hærri fjárhæðir. Undir þetta fellur til dæmis bingó, lottó, spilakassar, póker, lukkubox (e. loot boxes), skafmiðar, rafmyntaviðskipti og það sem hefur verið að ryðja sér rúms síðastliðin ár; íþróttaveðmál. Íþróttaveðmál eru hverskonar veðmál þar sem sá sem leggur undir getur grætt á því að úrslit íþróttaviðburða verði á einhvern veg. Að auki eru ýmis konar minni veðmál sem hægt er að taka þátt í, til dæmis er hægt er að veðja á hvort liðið fær flestar hornspyrnur, hvaða leikmaður skorar úr vítaspyrnu o.s.frv. Þessar viðbætur auka spennu leiksins enn frekar en þess má geta að eftir því sem það er meiri hraði og spenna í veðmálum, því meiri líkur eru á því að einstaklingur verði háður þeim og þrói með sér spilavanda og jafnvel spilafíkn. Líkt og áður kom fram eru íþróttaveðmál farin að aukast og eru ungir karlmenn sérstaklega í áhættu á að þróa með sér spilavanda tengdum þeim. Veðmál í vasanum. Veðmálin fara ekki einungis fram í lokuðu umhverfi líkt og spilavítum, stærstur hluti þeirra fer fram í tölvunni eða síma einstaklingsins. Það gerir það að hætta því að spila mun erfiðara fyrir einstaklinginn, þar sem hann á ekki auðvelt með að fara úr aðstæðunum og vaninn við að spila í símanum getur fljótt orðið að vanda og jafnvel að fíkn. Hvenær er kominn vandi? Fjárhættuspilavandi getur þróast yfir í alvarlegan vanda og er þá talinn til fíknsjúkdóma og þarfnast meðferðar. Einkennin eru þá mjög svipuð og hjá þeim sem eru með áfengis- og/eða vímuefnafíkn og lýsa sér með eftirfarandi hætti 1. Þol - að þurfa að veðja oftar eða leggja hærri fjárhæðir undir til að upplifa sömu spennu.2. Fráhvarfseinkenni – eirðarleysi og pirringur þegar reynt er að draga úr spilahegðun eða hætta.3. Stjórnleysi – endurteknar, árangurslausar tilraunir til að stjórna, draga úr eða hætta spilamennsku.4. Fíkn - að vera gagntekinn af spilamennsku, hugsa endurtekið um fyrri spilahegðun eða vera upptekinn af því að skipuleggja næstu skipti sem verður spilað.5. Skaða – að hafa lagt í hættu eða misst mikilvæg sambönd, vinnu eða náms og atvinnutækifæri vegna spilamennsku.Þar að auki eru nokkur einkenni sem eiga einungis við í fjárhættuspilafíkn:6. Að spila til þess að draga úr vanlíðan (hjálparleysi, sektarkennd, kvíða, þunglyndi).7. Að reyna að bæta upp tapaða fjárhæð, að „elta tapið“.8. Að ljúga um hversu mikið er spilað eða fyrir hversu mikið.9. Að þurfa að reiða sig á aðra til þess að hjálpa sér að greiða upp skuldir. Alvarlegar afleiðingar. Einstaklingar með fjárhættuspilavanda upplifa oft mikla fordóma og skilningsleysi vegna vandans og afleiðinga hans. Eftir að spilafíknin hefur þróast úr því að vera leit að spennu og er komin í örvæntingu og vonleysi getur viðkomandi átt á hættu að einangra sig frá fjölskyldu og vinum, upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og úrræðaleysi. Mikilvægt er að einstaklingurinn og aðrir í kringum hann átti sig á því að fjárhættuspilafíkn er sjúkdómur sem hægt er að fá hjálp við. Hægt er að fá aðstoð. Ef að þú eða einhver sem þú þekkir kannast við ofangreind einkenni eða er í vanda vegna fjárhættuspilahegðunar er hægt að hafa samband við göngudeild SÁÁ í síma 530-7600 og fá aðstoð við að taka næstu skref. Það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur í fjárhættuspilateymi SÁÁ
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar