Kappkostum að vera góður granni Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir skrifa 22. mars 2023 10:01 Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir. Þetta gerum við með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Landsvirkjun er hluti af samfélaginu og við leggjum okkur sérstaklega fram um að vera virk í nærsamfélagi aflstöðva okkar. Við kappkostum að vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar vinnur orku um allt land og þar slær hjarta fyrirtækisins. Nýverið settum við okkur samfélagsstefnu. Leiðarljós okkar þar er að nærsamfélagið njóti góðs af starfsemi okkar, við styðjum við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsáhrif, leggjum áherslu á uppbyggileg samskipti og samvinnu við heimafólk, við stuðlum að orkutengdri nýsköpun og leitumst við að vera leiðandi afl í samfélaginu. Við erum stolt af að vera stór skattgreiðandi til nærsamfélaga aflstöðva okkar, en Landsvirkjun greiðir um 1 milljarð króna árlega til sveitarfélaga og er oft langstærsti skattgreiðandinn. Það er ekki síður mikilvægt að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Við leggjum til dæmis mikla áherslu á öryggismál og því liggur beint við að styðja brunavarnir sveitarfélaga, svo dæmi sé tekið. Samstarf um nýsköpun Orkutengda nýsköpunin birtist m.a. í áhugaverðum samstarfsverkefnum sem Landsvirkjun hefur styrkt með ráðum og dáð. Það er von okkar að afrakstur þeirra skili sér í fjölbreyttara atvinnulífi og aukinni verðmætasköpun í nærsamfélögum. Þetta eru verkefnin Eimur á Norðurlandi, þar sem unnið er að því að bæta nýtingu orkuauðlinda með sérstaka áherslu á sjálfbærni, grænar lausnir og hátækni, Orkídea á Suðurlandi, þar sem lögð er áhersla á að stuðla að þróun orkutengdrar matvælaframleiðslu og hringrásarhagkerfis, Blámi á Vestfjörðum, sem eflir nýsköpun og þróun orkuskiptaverkefna og Eygló á Austurlandi, en markmið þess verkefnis er að efla nýsköpun og þróun með áherslu á nýtni hliðarstrauma. Í öllum þessum verkefnum tengjum við saman frumkvöðla og fyrirtæki, greinum hvaða auðlindir eru til staðar og virkjum þannig sköpunarkraft samfélagsins. 650 km af vegum Áherslur í því sem virðast við fyrstu sýn minni verkefni skipta ekki síður máli fyrir nærsamfélagið. Landsvirkjun leggur til dæmis kapp á að kaupa aðföng til starfsemi sinnar heima í héraði, t.d. leita mötuneytin okkar beint til býlis. Við gætum þess líka að skipuleggja mörg verkefna okkar á þann hátt að smærri verktakar ráði við að bjóða í þau og styðjum bæjarhátíðir og uppgræðslu lands. Frá upphafi hefur Landsvirkjun tekið þátt í að byggja upp innviði á borð við vegi og brýr. Ef lögð er saman lengd allra vega og vegslóða sem við höfum lagt á og nærri starfssvæðum okkar nemur hún 650 km. Það er sama vegalengd og ef ekið er norðurleiðina frá Reykjavík til Egilsstaða. Áherslur okkar á að vera góður granni eru sannarlega ekki eingöngu öðrum til gagns. Við gerum okkur vel grein fyrir að öllum gengur betur í blómlegum samfélögum, jafnt íbúum sem orkufyrirtæki. Ánægja og stuðningur Við höfum um langt skeið talið að vel hafi tekist til með nábýli og samstarf við heimafólk nærri aflstöðvum okkar. Og að landsmenn væru að mestu ánægðir með störf okkar. Til að taka af allan vafa fengum við Gallup til að kanna stöðuna. Hún er í skemmstu máli þessi: Þegar landsmenn voru spurðir hversu jákvæð eða neikvæð áhrif virkjanir Landsvirkjunar hafi haft á íslenskt samfélag svöruðu rúmlega 76% að áhrifin hefðu verið jákvæð. Um 15% sögðu hvorki af né á, en 9% töldu áhrifin neikvæð. Niðurstaðan er því mjög afgerandi. En hverju svarar þjóðin þegar hún er spurð hvort hún sé hlynnt eða andvíg frekari virkjunarframkvæmdum á Íslandi? Því er fljótsvarað: Um 63% eru hlynnt frekari virkjunarframkvæmdum, 20% mótfallin og restin óákveðin. Þessar upplýsingar eru gríðarlega mikilvægar, því orkufyrirtæki þjóðarinnar þarf auðvitað að vita hug eigenda sinna. Næstu nágrannar enn ánægðari Við báðum Gallup að kanna sérstaklega hug fólksins sem býr í nærsamfélögum aflstöðvanna okkar, fólkið sem upplifir áhrif virkjana í heimabyggð sinni og hefur jafnvel mannvirkin okkar daglega fyrir augum. Hversu jákvæð eða neikvæð áhrif taldi þessi hópur að virkjanirnar hefðu haft á sitt nærsamfélag? Þarna var jákvæðnin enn sterkari en þegar úrtak svarenda var landið allt. Um 78-85% næstu nágranna okkar töldu virkjanirnar hafa haft jákvæð áhrif og raunar fór sú tala allt upp í 97% þar sem mest var. Mun færri voru óákveðnir í svörum sínum og neikvæði hópurinn var smár. Hart var tekist á um margar virkjanaframkvæmdir okkar og þung orð látin falla. Það er því einstaklega ánægjulegt að sjá hversu jákvæður almenningur er og alveg sérstaklega hversu sáttir þeir íbúar eru, sem búa næst virkjunum. Niðurstaðan hvetur okkur til að verða enn betri granni. Þurfum að skilja meira eftir Í stuttu máli þá telur stór hluti landsmanna að starfsemi Landsvirkjunar hafi haft jákvæð áhrif á samfélagið og enn stærri hluti þess fólks sem býr næst okkur. Við Íslendingar ætlum að losa okkur við eina milljón tonna af jarðefnaeldsneyti á ári og við ætlum að ná árangri áfram í sátt við nærsamfélag okkar og landsmenn. Til að tryggja áframhaldandi stuðning nærsamfélaga verðum við að tryggja að meiri arður sitji eftir í heimabyggð. Við hvetjum stjórnvöld til að skoða þær reglur sem nú gilda og hjálpa okkur að halda óraskaðri þeirri sátt sem nú ríkir um starfsemi orkufyrirtækis þjóðarinnar. Það skiptir máli fyrir hag Landsvirkjunar og þar með þjóðarinnar, um leið og það er skynsamleg byggðastefna. Kristín er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Linda Árnadóttir Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir. Þetta gerum við með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Landsvirkjun er hluti af samfélaginu og við leggjum okkur sérstaklega fram um að vera virk í nærsamfélagi aflstöðva okkar. Við kappkostum að vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar vinnur orku um allt land og þar slær hjarta fyrirtækisins. Nýverið settum við okkur samfélagsstefnu. Leiðarljós okkar þar er að nærsamfélagið njóti góðs af starfsemi okkar, við styðjum við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsáhrif, leggjum áherslu á uppbyggileg samskipti og samvinnu við heimafólk, við stuðlum að orkutengdri nýsköpun og leitumst við að vera leiðandi afl í samfélaginu. Við erum stolt af að vera stór skattgreiðandi til nærsamfélaga aflstöðva okkar, en Landsvirkjun greiðir um 1 milljarð króna árlega til sveitarfélaga og er oft langstærsti skattgreiðandinn. Það er ekki síður mikilvægt að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Við leggjum til dæmis mikla áherslu á öryggismál og því liggur beint við að styðja brunavarnir sveitarfélaga, svo dæmi sé tekið. Samstarf um nýsköpun Orkutengda nýsköpunin birtist m.a. í áhugaverðum samstarfsverkefnum sem Landsvirkjun hefur styrkt með ráðum og dáð. Það er von okkar að afrakstur þeirra skili sér í fjölbreyttara atvinnulífi og aukinni verðmætasköpun í nærsamfélögum. Þetta eru verkefnin Eimur á Norðurlandi, þar sem unnið er að því að bæta nýtingu orkuauðlinda með sérstaka áherslu á sjálfbærni, grænar lausnir og hátækni, Orkídea á Suðurlandi, þar sem lögð er áhersla á að stuðla að þróun orkutengdrar matvælaframleiðslu og hringrásarhagkerfis, Blámi á Vestfjörðum, sem eflir nýsköpun og þróun orkuskiptaverkefna og Eygló á Austurlandi, en markmið þess verkefnis er að efla nýsköpun og þróun með áherslu á nýtni hliðarstrauma. Í öllum þessum verkefnum tengjum við saman frumkvöðla og fyrirtæki, greinum hvaða auðlindir eru til staðar og virkjum þannig sköpunarkraft samfélagsins. 650 km af vegum Áherslur í því sem virðast við fyrstu sýn minni verkefni skipta ekki síður máli fyrir nærsamfélagið. Landsvirkjun leggur til dæmis kapp á að kaupa aðföng til starfsemi sinnar heima í héraði, t.d. leita mötuneytin okkar beint til býlis. Við gætum þess líka að skipuleggja mörg verkefna okkar á þann hátt að smærri verktakar ráði við að bjóða í þau og styðjum bæjarhátíðir og uppgræðslu lands. Frá upphafi hefur Landsvirkjun tekið þátt í að byggja upp innviði á borð við vegi og brýr. Ef lögð er saman lengd allra vega og vegslóða sem við höfum lagt á og nærri starfssvæðum okkar nemur hún 650 km. Það er sama vegalengd og ef ekið er norðurleiðina frá Reykjavík til Egilsstaða. Áherslur okkar á að vera góður granni eru sannarlega ekki eingöngu öðrum til gagns. Við gerum okkur vel grein fyrir að öllum gengur betur í blómlegum samfélögum, jafnt íbúum sem orkufyrirtæki. Ánægja og stuðningur Við höfum um langt skeið talið að vel hafi tekist til með nábýli og samstarf við heimafólk nærri aflstöðvum okkar. Og að landsmenn væru að mestu ánægðir með störf okkar. Til að taka af allan vafa fengum við Gallup til að kanna stöðuna. Hún er í skemmstu máli þessi: Þegar landsmenn voru spurðir hversu jákvæð eða neikvæð áhrif virkjanir Landsvirkjunar hafi haft á íslenskt samfélag svöruðu rúmlega 76% að áhrifin hefðu verið jákvæð. Um 15% sögðu hvorki af né á, en 9% töldu áhrifin neikvæð. Niðurstaðan er því mjög afgerandi. En hverju svarar þjóðin þegar hún er spurð hvort hún sé hlynnt eða andvíg frekari virkjunarframkvæmdum á Íslandi? Því er fljótsvarað: Um 63% eru hlynnt frekari virkjunarframkvæmdum, 20% mótfallin og restin óákveðin. Þessar upplýsingar eru gríðarlega mikilvægar, því orkufyrirtæki þjóðarinnar þarf auðvitað að vita hug eigenda sinna. Næstu nágrannar enn ánægðari Við báðum Gallup að kanna sérstaklega hug fólksins sem býr í nærsamfélögum aflstöðvanna okkar, fólkið sem upplifir áhrif virkjana í heimabyggð sinni og hefur jafnvel mannvirkin okkar daglega fyrir augum. Hversu jákvæð eða neikvæð áhrif taldi þessi hópur að virkjanirnar hefðu haft á sitt nærsamfélag? Þarna var jákvæðnin enn sterkari en þegar úrtak svarenda var landið allt. Um 78-85% næstu nágranna okkar töldu virkjanirnar hafa haft jákvæð áhrif og raunar fór sú tala allt upp í 97% þar sem mest var. Mun færri voru óákveðnir í svörum sínum og neikvæði hópurinn var smár. Hart var tekist á um margar virkjanaframkvæmdir okkar og þung orð látin falla. Það er því einstaklega ánægjulegt að sjá hversu jákvæður almenningur er og alveg sérstaklega hversu sáttir þeir íbúar eru, sem búa næst virkjunum. Niðurstaðan hvetur okkur til að verða enn betri granni. Þurfum að skilja meira eftir Í stuttu máli þá telur stór hluti landsmanna að starfsemi Landsvirkjunar hafi haft jákvæð áhrif á samfélagið og enn stærri hluti þess fólks sem býr næst okkur. Við Íslendingar ætlum að losa okkur við eina milljón tonna af jarðefnaeldsneyti á ári og við ætlum að ná árangri áfram í sátt við nærsamfélag okkar og landsmenn. Til að tryggja áframhaldandi stuðning nærsamfélaga verðum við að tryggja að meiri arður sitji eftir í heimabyggð. Við hvetjum stjórnvöld til að skoða þær reglur sem nú gilda og hjálpa okkur að halda óraskaðri þeirri sátt sem nú ríkir um starfsemi orkufyrirtækis þjóðarinnar. Það skiptir máli fyrir hag Landsvirkjunar og þar með þjóðarinnar, um leið og það er skynsamleg byggðastefna. Kristín er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun