Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir skrifar 19. mars 2023 16:06 Narsissistar geta verið konur, karlar eða kvár. Narsissistar geta verið eldri borgarar eða ungt fólk. Narsissistar geta verið innfæddir eða aðfluttir. Narsissistar koma sér fyrir sem óskaplega venjulegt fólk, og að einhverju leiti eru þeir það, því þá má finna víða. En narsissistar eiga fjölskyldur, mæta til vinnu, eiga vini og kunningja. Og má það vel vera að narsissisti leynist í þinni fjölskyldu, á þínum vinnustað, sé vinur þinn eða kunningi. Það er í eðli narsissistans að notfæra sér og ráðskast með aðra. Er þetta fólk sem leggur mikið á sig til að skapa og upphefja falska ímynd af sjálfu sér með það markmiði að fela sína raunverulegu og brotnu sjálfsmynd. Narsissistinn þolir ekki gagnrýni og notar hann reiði og gaslýsingar sem stjórntæki. Hann er upptekinn af fantasíum um peninga, völd, frægð eða frama. Einlægni og nánd er narsissistum ómöguleg. Líf narsissistan snýst í grunninn um að hafa stjórn á öðrum og verður hann að vera með yfirhöndina í sínum samböndum við aðra. Að vera í samkeppni við aðra er hluti af þessu og eru jafningjatengsl því ekki möguleg. Narsissistar geta alveg lært að sýna ummerki samkenndar, þó þeir upplifi tilfinninguna ekki innra með sér. Það er þó ekki að fullu sanngjarnt að segja narsissista alveg samkenndarlausa en slæm hegðun þeirra trufar þá ekki þar sem þeim finnst hún réttlætanleg. Narsissistar geta því verið ágætis kamelljón og stundum er eins og það kvikni og slokkni á samkennd þeirra eftir hentugleika. Um er að ræða hóp af fólki sem hugsar öðruvísi og verðmetur hluti með öðrum hætti en það sem fólk myndi kannski gera flest. Sjálfhverfan, samkenndarleysið og drifkrafturinn sem narsissistinn hefur eftir uppfyllingu eigin þarfa, hleypir honum á slóðir sem hvarfla ekki að okkur hinum. Þess vegna getur verið svo erfitt að sjá slæmu hegðun narsissistans fyrir. Það er þó ágæt að hafa í huga að einkenni narsissisma geta verið væg, meðalmikil eða á háu stigi, og getur birtingamynd narsissismans verið ólíkur eftir öðrum persónuleikaeinkennum, kyni og aðstæðum. Flest getum við eflaust átt í samskiptum við narsissista án vandræða, séu aðstæðurnar þannig. Og er það ekki sjálfgefið að þó þú eigir í samskiptum við narsissista að það valdi þér persónulegum skaða. En því nánari sem samskiptin eru og því meira traust og því meiri trúnaður sem narsissisti fær, því líklegri er hann til að notfæra sér og skaða aðra. Hegðar hann sér þannig því það hentar honum og er þessi hegðun honum eðlislæg. Narsissistar sjá í grunninn ekkert að hegðun sinni og óska þeir sjaldnast eftir nokkurs konar breytingum eða bata, enda er það þeim ekki eðlislægt að líta í eigin barm. Að þeirra mati er það hlutverk annarra að breyta sér eftir þeirra höfði og aldrei minnast á neitt sem getur komið þeim úr jafnvægi. Drambsami narsissistinn Narsissistar eru þekktir fyrir að vera með mikilmennskubrálæði, vera sjálfhverfir, heimtufrekir, tilætlunarsamir, kaldlyndir, stjórnsamir á aðra, og skorta samkennd. Þeir líta stórt á sig og þurfa á stanslausri athygli að halda. Sér í lagi þarf athyglin að vera góð og aðdáunarsöm, og reiðir narsissistinn sig á það að honum verði hampað. Er það þessi athygli sem heldur sjálfsmyndinni hans gangandi. Þessi tegund athygli kallast narsissísk athygli (e. narcissistic supply). Um leið og athyglinni fer að dala, umtal eða aðstæður eru honum ekki lengur að skapi, fer narsissistinn í vörn. Getur þessi vörn snúist hratt yfir í sókn því hann notar gjarnan reiði, niðurlægingar og gaslýsingar til að bæla niður það sem honum líkar illa við. Þessi tegund narsissima sem er hér lýst kallast drambsamur narsissismi (e, grandiose narcissism). Eru þeir árásagjarnari og líklegri til að blása upp eigin hæfileika og afrek. Þessi tegund narsissista líður oft vel í eigin skinni. Undirförli narsissistinn Önnur tegund narsissisma er undirförull narsissismi (e. covert narcissism). Erfiðara getur reynst að átta sig á þessari tegund narsissista. Hjá þessari týpu má finna sömu einkennin, nema í stað beinnar mikilmennskubrálæðis má sjá sérstaka viðkvæmni fyrir höfnun og vantreystir þetta fólk aðra mikið. Þessir narsissistar vilja einnig stanslausa athygli og aðdáun, og nota þeir einnig reiði og gaslýsingar sem stjórnunartæki. En þeir hafa sterkari tilhneigingu til að spila fórnarlambið og fara þeir í sérstaklega harða vörn upplifi þeir einhvers konar ógn á sína sjálfsmynd. Þessir narsissistar upplifa frekar kvíða, þunglyndi og taugaveiklun. Samfélags narsissistinn Þriðja gerðin af narsissma sem ég ætla að minnast á í þessari grein er samfélags narsissismi (e. communal narcissism). Samfélags narsissistar bera sömu einkenni og aðrir narsissistar en narsissíski angi þeirra breiðist einnig út í stærra samhengi samfélagsins. Þessir narsissistar eiga það til að ofmeta hæfileika sína og þekkingingu. Þeir telja sig vera framúrskarandi í samskiptum og trúa því oft um sig að þeir séu bestir í að hlusta á aðra, séu frábærir foreldrar og afbragðs gjafmildir. Snýst feluleikur þeirra og hegðun um að viðhalda þeirra upphöfnu sjálfsmynd um að þau séu velgjörðarfólk. Þannig krefjast þau dýrlingastöðu í samfélaginu. Samfélags narsissistar segja sig tilfinningalega næmari fyrir ósanngirni heimsins og fara í aðferðir til að sýna heiminum hvað þeir eru hlýir, umhyggjusamir og samvinnuþýðir. Samfélags narsissistar telja sig vera óeigingjarnari en aðrir, áhugasamir um velferð fólks, og talsmenn sanngirnis og réttlætis. Í nýlegri rannsókn skoðuðu þau Kolbrún Harpa Kristinsdóttir, Haukur Freyr Gylfason og Rannveig Sigurvinsdóttir (2021) notkun samfélags narsissista á samfélagsmiðlum. Þar kom í ljós að samfélags narsissistar væru líklegri samanborin við aðra narsissista til að nota samfélagsmiðla á borð við Instagram og Twitter, og líklegri til að skapa og dreifa efni. Forsenda fyrir notkun þeirra á samfélagsmiðlum væri drifin af leit þeirra af viðurkenningu. Samfélags narsissistinn trúir því að efnið sitt sé í hærra gæðaflokki en efni annarra. Sama manneskjan getur sýnt af sér einkenni allra fyrrnefndra tegunda narsissisma, hvort sem samtímis eða í mismiklu mæli eftir aðstæðum. Ólíkt siðblindum, geta narsissistar upplifað smávægilegt samviskubit og séð eftir hegðun sinni. Hvernig konur eru narsissískar konur? Narsissískar konur bera með sér sömu einkenni og narsissískir karlar en birtingamynd þessara einkenna getur verið í sumum tilfellum ólík. Til dæmis eru narsissískir karlmenn líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en narsissískar konur tengslatengdu ofbeldi. Tengslatengt ofbeldi er ofbeldi sem hefur það að markmiði að eyðileggja félagsleg sambönd, orstír eða félagslega stöðu annars manns. Þá er sá sem fyrir ofbeldinu verður ýmist útskúfaður, niðurlægður, slúðri og rógburði dreift um hann, sem leiðir til þess að viðkomandi missir félagssambönd sem hann hafði áður. Narsissískar mæður nota börn sín einnig sem peð í slíkum samskiptum og krefjast þær iðulega narsissíska athygli frá börnum sínum eða slíkrar athygli í gegnum ágæti eða árangur barna sinna. Narsissískar konur beita allskonar ofbeldi í skjóli þeirrar samfélagslegu staðalímyndar að konur séu álitnar umhyggjusamara, samkenndaríkara og réttsýnna kynið. Narsissískar mæður þrá oft ímyndina að fullkomnu fjölskyldunni. Sjálfar skortir þær þann tilfinningalegan og andlegan þroska sem þarf til að stuðla að og viðhalda nánum tengslum við maka og börn. Narsissísk kona er jafn hæf til að valda öðrum skaða og hver annar narsissisti en skemmdaráhrifin sjást oft hvað sterkast í líðan og sjálfsmynd barna narsissísku móðurinnar, enda hafa konur oftar forræði yfir börnum sínum. Allir narsissistar nota andlegt ofbeldi í samskiptum til að stjórna og ná, samkvæmt þeirra upplifun, yfirhöndina þegar þeim hentar. Heiðarleiki er stærsti óvinur narsissistans Narsissistar óttast mjög neikvætt mat annarra á sjálfum sér og er óheiðarleiki hluti af því hvernig þeir lifa lífinu. Snemma á lífsskeiði sínu ákváðu þessir einstaklingar að fela djúpt sitt raunverulega sjálf og reiða sig þess í stað á þessa fölsku mynd af sjálfum sér. Hvað sé sannleikurinn fyrir narsissistanum er matsatriði, byggt á hans persónulegu mati og eiga aðrir að upphefja hans mat á raunveruleikanum. Með stjórnsemi, reiði og gaslýsingum leitast þeir eftir því að bæla og buga þann sem tjáir sannleikann. En rannsóknir sýna að þeir sem eru óheiðarlegir og skortir auðmýkt séu líklegri til að sýna af sér árásargirni og sér í lagi, hefnigirni. Þetta á ekki að koma okkur neitt sérstaklega á óvart því það að sigla undir fölsku flaggi er afar veik staða fyrir mannveru að vera - og setur narsissistinn sig viljandi í þá stöðu. Falskheitin treysta á það. Heilindi eru því stærsti óvinur narsissistans. Heiðarleiki og auðmýkt er hugarástand þar sem einstaklingur er sanngjarn og einlægur í samskiptum sínum við aðra, ásamt því að vera laus við stolt og hroka. Heiðarlegir og auðmjúkir einstaklingar eru líklegri til að velja það að vinna í sátt og samlyndi með öðrum þó þeim bjóðist valmöguleikinn á að misnota aðstöðu sína án afleiðinga eða ótta um hefnd. Heiðarleiki og auðmýkt eru styrkleikar sem vinna gegn falskheitum. Þó að þessir eiginleikar, heiðarleiki og auðmýkt, muni ekki verja nokkurn mann frá tilvonandi framtíðar mistökum, þá er hægt að nota heiðarleika til að bera kennsl á ýmis vandamál og í auðmýkt má vinna úr þeim. Höfundur er með BA-gráðu í sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Milljarðatugir Jóns Baldvins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum Baldur Borgþórsson Skoðun Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Afleit afkoma heimila Stefán Ólafsson Skoðun Þetta er alveg orðið alveg ágætt Þórarinn Eyfjörð Skoðun Rannsóknarleit Selfossveitna heldur áfram að skila árangri Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttum konunni gjallarhornið Yngvi Sighvatsson Skoðun Að þróa og efla gróskuhugarfar Ingrid Kuhlman Skoðun Er traustið endanlega farið? Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Snúum leiknum í ávinning fyrir alla Friðrik Einarsson skrifar Skoðun Þetta er alveg orðið alveg ágætt Þórarinn Eyfjörð skrifar Skoðun Afleit afkoma heimila Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Rannsóknarleit Selfossveitna heldur áfram að skila árangri Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Milljarðatugir Jóns Baldvins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að þróa og efla gróskuhugarfar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttum konunni gjallarhornið Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Er allt í baklás? Þú getur meira en þú heldur... Guðlaugur Birgisson skrifar Skoðun Ég svelt þá í nafni kvenréttinda Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að stytta biðlista Gunnar Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur David Bergmann skrifar Skoðun Hatursorðræða á Íslandi Einar Baldvin skrifar Skoðun Hvernig væri nú að spyrja unga fólkið? – Um dagleg mannréttindabrot okkar á börnum og unglingum Jón Karl Stefánsson skrifar Skoðun Mjóbaksverkir – Hvað er rétt og rangt? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið III: Eflum álfuna okkar, Evrópu, og þar með ESB, barnanna okkar vegna! Ole Anton Bieldtvedt skrifar Skoðun Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis: Brettum upp ermar! Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Af upplýsingaóreiðu um orkumál Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Póstur í rugli? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er traustið endanlega farið? Bubbi Morthens skrifar Skoðun Breytingar, gjörið svo vel Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Um fyrirsjáanleika aflaheimilda og tvöfeldni SFS Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að hjóla í manninn! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hrund Traustadóttir,Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir,Ólöf Björk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólarnir eru fjöregg samfélagsins Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Októberfest, opið bréf/erindi til Stúdentaráðs, rektors, Háskólaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðherra Aðalsteinn Gunnarsson,Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Hvað ef við hefðum val? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Narsissistar geta verið konur, karlar eða kvár. Narsissistar geta verið eldri borgarar eða ungt fólk. Narsissistar geta verið innfæddir eða aðfluttir. Narsissistar koma sér fyrir sem óskaplega venjulegt fólk, og að einhverju leiti eru þeir það, því þá má finna víða. En narsissistar eiga fjölskyldur, mæta til vinnu, eiga vini og kunningja. Og má það vel vera að narsissisti leynist í þinni fjölskyldu, á þínum vinnustað, sé vinur þinn eða kunningi. Það er í eðli narsissistans að notfæra sér og ráðskast með aðra. Er þetta fólk sem leggur mikið á sig til að skapa og upphefja falska ímynd af sjálfu sér með það markmiði að fela sína raunverulegu og brotnu sjálfsmynd. Narsissistinn þolir ekki gagnrýni og notar hann reiði og gaslýsingar sem stjórntæki. Hann er upptekinn af fantasíum um peninga, völd, frægð eða frama. Einlægni og nánd er narsissistum ómöguleg. Líf narsissistan snýst í grunninn um að hafa stjórn á öðrum og verður hann að vera með yfirhöndina í sínum samböndum við aðra. Að vera í samkeppni við aðra er hluti af þessu og eru jafningjatengsl því ekki möguleg. Narsissistar geta alveg lært að sýna ummerki samkenndar, þó þeir upplifi tilfinninguna ekki innra með sér. Það er þó ekki að fullu sanngjarnt að segja narsissista alveg samkenndarlausa en slæm hegðun þeirra trufar þá ekki þar sem þeim finnst hún réttlætanleg. Narsissistar geta því verið ágætis kamelljón og stundum er eins og það kvikni og slokkni á samkennd þeirra eftir hentugleika. Um er að ræða hóp af fólki sem hugsar öðruvísi og verðmetur hluti með öðrum hætti en það sem fólk myndi kannski gera flest. Sjálfhverfan, samkenndarleysið og drifkrafturinn sem narsissistinn hefur eftir uppfyllingu eigin þarfa, hleypir honum á slóðir sem hvarfla ekki að okkur hinum. Þess vegna getur verið svo erfitt að sjá slæmu hegðun narsissistans fyrir. Það er þó ágæt að hafa í huga að einkenni narsissisma geta verið væg, meðalmikil eða á háu stigi, og getur birtingamynd narsissismans verið ólíkur eftir öðrum persónuleikaeinkennum, kyni og aðstæðum. Flest getum við eflaust átt í samskiptum við narsissista án vandræða, séu aðstæðurnar þannig. Og er það ekki sjálfgefið að þó þú eigir í samskiptum við narsissista að það valdi þér persónulegum skaða. En því nánari sem samskiptin eru og því meira traust og því meiri trúnaður sem narsissisti fær, því líklegri er hann til að notfæra sér og skaða aðra. Hegðar hann sér þannig því það hentar honum og er þessi hegðun honum eðlislæg. Narsissistar sjá í grunninn ekkert að hegðun sinni og óska þeir sjaldnast eftir nokkurs konar breytingum eða bata, enda er það þeim ekki eðlislægt að líta í eigin barm. Að þeirra mati er það hlutverk annarra að breyta sér eftir þeirra höfði og aldrei minnast á neitt sem getur komið þeim úr jafnvægi. Drambsami narsissistinn Narsissistar eru þekktir fyrir að vera með mikilmennskubrálæði, vera sjálfhverfir, heimtufrekir, tilætlunarsamir, kaldlyndir, stjórnsamir á aðra, og skorta samkennd. Þeir líta stórt á sig og þurfa á stanslausri athygli að halda. Sér í lagi þarf athyglin að vera góð og aðdáunarsöm, og reiðir narsissistinn sig á það að honum verði hampað. Er það þessi athygli sem heldur sjálfsmyndinni hans gangandi. Þessi tegund athygli kallast narsissísk athygli (e. narcissistic supply). Um leið og athyglinni fer að dala, umtal eða aðstæður eru honum ekki lengur að skapi, fer narsissistinn í vörn. Getur þessi vörn snúist hratt yfir í sókn því hann notar gjarnan reiði, niðurlægingar og gaslýsingar til að bæla niður það sem honum líkar illa við. Þessi tegund narsissima sem er hér lýst kallast drambsamur narsissismi (e, grandiose narcissism). Eru þeir árásagjarnari og líklegri til að blása upp eigin hæfileika og afrek. Þessi tegund narsissista líður oft vel í eigin skinni. Undirförli narsissistinn Önnur tegund narsissisma er undirförull narsissismi (e. covert narcissism). Erfiðara getur reynst að átta sig á þessari tegund narsissista. Hjá þessari týpu má finna sömu einkennin, nema í stað beinnar mikilmennskubrálæðis má sjá sérstaka viðkvæmni fyrir höfnun og vantreystir þetta fólk aðra mikið. Þessir narsissistar vilja einnig stanslausa athygli og aðdáun, og nota þeir einnig reiði og gaslýsingar sem stjórnunartæki. En þeir hafa sterkari tilhneigingu til að spila fórnarlambið og fara þeir í sérstaklega harða vörn upplifi þeir einhvers konar ógn á sína sjálfsmynd. Þessir narsissistar upplifa frekar kvíða, þunglyndi og taugaveiklun. Samfélags narsissistinn Þriðja gerðin af narsissma sem ég ætla að minnast á í þessari grein er samfélags narsissismi (e. communal narcissism). Samfélags narsissistar bera sömu einkenni og aðrir narsissistar en narsissíski angi þeirra breiðist einnig út í stærra samhengi samfélagsins. Þessir narsissistar eiga það til að ofmeta hæfileika sína og þekkingingu. Þeir telja sig vera framúrskarandi í samskiptum og trúa því oft um sig að þeir séu bestir í að hlusta á aðra, séu frábærir foreldrar og afbragðs gjafmildir. Snýst feluleikur þeirra og hegðun um að viðhalda þeirra upphöfnu sjálfsmynd um að þau séu velgjörðarfólk. Þannig krefjast þau dýrlingastöðu í samfélaginu. Samfélags narsissistar segja sig tilfinningalega næmari fyrir ósanngirni heimsins og fara í aðferðir til að sýna heiminum hvað þeir eru hlýir, umhyggjusamir og samvinnuþýðir. Samfélags narsissistar telja sig vera óeigingjarnari en aðrir, áhugasamir um velferð fólks, og talsmenn sanngirnis og réttlætis. Í nýlegri rannsókn skoðuðu þau Kolbrún Harpa Kristinsdóttir, Haukur Freyr Gylfason og Rannveig Sigurvinsdóttir (2021) notkun samfélags narsissista á samfélagsmiðlum. Þar kom í ljós að samfélags narsissistar væru líklegri samanborin við aðra narsissista til að nota samfélagsmiðla á borð við Instagram og Twitter, og líklegri til að skapa og dreifa efni. Forsenda fyrir notkun þeirra á samfélagsmiðlum væri drifin af leit þeirra af viðurkenningu. Samfélags narsissistinn trúir því að efnið sitt sé í hærra gæðaflokki en efni annarra. Sama manneskjan getur sýnt af sér einkenni allra fyrrnefndra tegunda narsissisma, hvort sem samtímis eða í mismiklu mæli eftir aðstæðum. Ólíkt siðblindum, geta narsissistar upplifað smávægilegt samviskubit og séð eftir hegðun sinni. Hvernig konur eru narsissískar konur? Narsissískar konur bera með sér sömu einkenni og narsissískir karlar en birtingamynd þessara einkenna getur verið í sumum tilfellum ólík. Til dæmis eru narsissískir karlmenn líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en narsissískar konur tengslatengdu ofbeldi. Tengslatengt ofbeldi er ofbeldi sem hefur það að markmiði að eyðileggja félagsleg sambönd, orstír eða félagslega stöðu annars manns. Þá er sá sem fyrir ofbeldinu verður ýmist útskúfaður, niðurlægður, slúðri og rógburði dreift um hann, sem leiðir til þess að viðkomandi missir félagssambönd sem hann hafði áður. Narsissískar mæður nota börn sín einnig sem peð í slíkum samskiptum og krefjast þær iðulega narsissíska athygli frá börnum sínum eða slíkrar athygli í gegnum ágæti eða árangur barna sinna. Narsissískar konur beita allskonar ofbeldi í skjóli þeirrar samfélagslegu staðalímyndar að konur séu álitnar umhyggjusamara, samkenndaríkara og réttsýnna kynið. Narsissískar mæður þrá oft ímyndina að fullkomnu fjölskyldunni. Sjálfar skortir þær þann tilfinningalegan og andlegan þroska sem þarf til að stuðla að og viðhalda nánum tengslum við maka og börn. Narsissísk kona er jafn hæf til að valda öðrum skaða og hver annar narsissisti en skemmdaráhrifin sjást oft hvað sterkast í líðan og sjálfsmynd barna narsissísku móðurinnar, enda hafa konur oftar forræði yfir börnum sínum. Allir narsissistar nota andlegt ofbeldi í samskiptum til að stjórna og ná, samkvæmt þeirra upplifun, yfirhöndina þegar þeim hentar. Heiðarleiki er stærsti óvinur narsissistans Narsissistar óttast mjög neikvætt mat annarra á sjálfum sér og er óheiðarleiki hluti af því hvernig þeir lifa lífinu. Snemma á lífsskeiði sínu ákváðu þessir einstaklingar að fela djúpt sitt raunverulega sjálf og reiða sig þess í stað á þessa fölsku mynd af sjálfum sér. Hvað sé sannleikurinn fyrir narsissistanum er matsatriði, byggt á hans persónulegu mati og eiga aðrir að upphefja hans mat á raunveruleikanum. Með stjórnsemi, reiði og gaslýsingum leitast þeir eftir því að bæla og buga þann sem tjáir sannleikann. En rannsóknir sýna að þeir sem eru óheiðarlegir og skortir auðmýkt séu líklegri til að sýna af sér árásargirni og sér í lagi, hefnigirni. Þetta á ekki að koma okkur neitt sérstaklega á óvart því það að sigla undir fölsku flaggi er afar veik staða fyrir mannveru að vera - og setur narsissistinn sig viljandi í þá stöðu. Falskheitin treysta á það. Heilindi eru því stærsti óvinur narsissistans. Heiðarleiki og auðmýkt er hugarástand þar sem einstaklingur er sanngjarn og einlægur í samskiptum sínum við aðra, ásamt því að vera laus við stolt og hroka. Heiðarlegir og auðmjúkir einstaklingar eru líklegri til að velja það að vinna í sátt og samlyndi með öðrum þó þeim bjóðist valmöguleikinn á að misnota aðstöðu sína án afleiðinga eða ótta um hefnd. Heiðarleiki og auðmýkt eru styrkleikar sem vinna gegn falskheitum. Þó að þessir eiginleikar, heiðarleiki og auðmýkt, muni ekki verja nokkurn mann frá tilvonandi framtíðar mistökum, þá er hægt að nota heiðarleika til að bera kennsl á ýmis vandamál og í auðmýkt má vinna úr þeim. Höfundur er með BA-gráðu í sálfræði.
Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum Baldur Borgþórsson Skoðun
Skoðun Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum Baldur Borgþórsson skrifar
Skoðun Hvernig væri nú að spyrja unga fólkið? – Um dagleg mannréttindabrot okkar á börnum og unglingum Jón Karl Stefánsson skrifar
Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið III: Eflum álfuna okkar, Evrópu, og þar með ESB, barnanna okkar vegna! Ole Anton Bieldtvedt skrifar
Skoðun Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hrund Traustadóttir,Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir,Ólöf Björk Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Októberfest, opið bréf/erindi til Stúdentaráðs, rektors, Háskólaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðherra Aðalsteinn Gunnarsson,Björn Sævar Einarsson skrifar
Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum Baldur Borgþórsson Skoðun