20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2023 07:30 Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. Þúsundir Íslendinga leita stuðnings við kvíða, vanlíðan og geðvanda Að meðaltali, skv. könnunum, eru Íslendingar ein hamingjusamasta þjóð í heimi. En það er engu að síður óásættanlegt hversu stór hluti Íslendinga líður þannig að þeir njóti sín ekki í starfi og leik og að þúsundir þurfa m.a. þjónustu VIRK, geðlækna og sálfræðinga. Hvernig þarf samfélagið að vera til þess að flestir njóti hamingju? Þau mál þurfum við að ræða af hreinskilni og einlægni. Ég legg hér mitt af mörkum og vona að það opni á frekari umræðu, sem styður þann lífsmáta á Íslandi að þar hafi allir forsendur til að njóta lífsins. Sjálfstraust og virðing Öll framkoma sem veldur öryggisleysi og vanlíðan er uppspretta óhamingju. Við verðum því að hafa sjálfstraust í samskiptum og sýna hvert öðru virðingu. Við séum óhrædd við að ræða ólík sjónarmið án þess að lítilsvirða manninn. Einn sterkasti grunnurinn að hamingju er að njóta góðs atlætis og vináttu ævilangt. Það hefur sérstaklega verið rannsakað að fyrstu 1000 dagar í lífi barns skiptir sköpum í afstöðu og viðhorfum á lífsleiðinni. Þá verði til grunnstuðull hamingjunnar. Það er einnig ljóst, á hvaða aldri sem við erum, að ef við lifum lengi í umhverfi ótta og ósættis fylgir því öryggisleysi og kvíði. Við missum orku sem getur leitt til erfiðra veikindi og kulnunar. Hver er þinn lífsmáti? Öll veljum við okkar lífsmáta. Ég var svo heppinn í því tilfelli að kynnast góðri leið sem hentar mér vel. Það er Qigong lífsmátinn og æfingar sem Gunnar Eyjólfsson leikari kynnti og innleiddi á Íslandi árið 1994. Gunnar var fyrsti lærimeistari minn í Qigong árið 2009. Qigong lífsorkuæfingar hafa verið stundaðar í Kína í 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, með heilandi hugleiðslu. Gunnar lagði alltaf áherslu á að Qigong væri ekki íþrótt heldur lífsmáti. Þar sem við berum ábyrgð á lífi okkar, m.a. með því að virða náttúruna og stunda æfingarnar að meðaltali um 20-30 mínútur á dag, með öðrum orðum um þrjár klukkustundir á viku. Við þökkum lífið, horfum bjartsýn til framtíðar, en lifum í núinu og njótum þess. Ég þakka lífið og vil brosa til þeirra sem ég mæti Með lífsmátanum erum við að styrkja innri orku okkar, vináttu og sjálfsöryggi. Jákvæður hugur, brosið nær til hjartans og við eru óhrædd að brosa til þeirra sem við mætum. Við byggjum upp jákvætt hugarfar og nýtum lífskraftinn vel og erum reiðubúin til að takast á við erfiðleika þegar þeir steðja að okkur. Við erum óhrædd við að tjá okkur og leita stuðnings þegar þess er þörf. Andleg og líkamleg lífsrækt Ljóst er að til að viðhalda heilsu og hamingju þurfum við stöðugt að rækta okkur andlega og líkamlega. Á lífsleiðinni geta allir gert mistök. Berum virðingu fyrir okkur sjálfum, metum vináttuna og temjum okkur að fyrirgefa þegar þess er þörf. Við umberum aldrei lítilsvirðingu eða ofbeldi. Í samskiptum hlustum við af athygli, virðum og metum skoðanir, spyrjum ef þess er þörf og leggjum okkar til málanna. Við finnum til ábyrgðar á eigin lífi, vitum að það er nóg pláss fyrir okkur öll og okkur líður best þegar allir njóta sín. „Heilagar“ 180 mínútur á viku til alhliða heilsueflingar Það er auðvelt að setja falleg orð á blað, en hvert og eitt okkar þarf að ákveða hvaða lífsmáti getur verið grunnur að eigin hamingju. En hvaða leið sem verður fyrir valinu, er okkur nauðsynlegt að taka frá a.m.k. þrjá „heilagar“ klukkustundir á viku til að sinna heilsunni. Gleðjumst, hrósum, hvetjum og virðum hvert annað Alþjóðlegi hamingjudaginn minnir okkur á að það er okkar allra að skapa samfélag þar sem grunnforsendur fyrir hamingjuríku lífi eru til staðar. Lífsmátinn þarf að tryggja að við getum átt góð samskipti, við sýnum hvert öðru virðingu og umburðarlyndi. Hvetjum og styrkjum þannig að allir öðlist sjálfstraust, sjálfstæði og þor til að gera meira af því sem okkur langar til, sjá draumana rætast og lifa heillaríku gefandi lífi. Höfundur er fyrirlesari og leiðbeinandi í Qigong, leiðtogahæfni og jákvæðum lífsmáta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. Þúsundir Íslendinga leita stuðnings við kvíða, vanlíðan og geðvanda Að meðaltali, skv. könnunum, eru Íslendingar ein hamingjusamasta þjóð í heimi. En það er engu að síður óásættanlegt hversu stór hluti Íslendinga líður þannig að þeir njóti sín ekki í starfi og leik og að þúsundir þurfa m.a. þjónustu VIRK, geðlækna og sálfræðinga. Hvernig þarf samfélagið að vera til þess að flestir njóti hamingju? Þau mál þurfum við að ræða af hreinskilni og einlægni. Ég legg hér mitt af mörkum og vona að það opni á frekari umræðu, sem styður þann lífsmáta á Íslandi að þar hafi allir forsendur til að njóta lífsins. Sjálfstraust og virðing Öll framkoma sem veldur öryggisleysi og vanlíðan er uppspretta óhamingju. Við verðum því að hafa sjálfstraust í samskiptum og sýna hvert öðru virðingu. Við séum óhrædd við að ræða ólík sjónarmið án þess að lítilsvirða manninn. Einn sterkasti grunnurinn að hamingju er að njóta góðs atlætis og vináttu ævilangt. Það hefur sérstaklega verið rannsakað að fyrstu 1000 dagar í lífi barns skiptir sköpum í afstöðu og viðhorfum á lífsleiðinni. Þá verði til grunnstuðull hamingjunnar. Það er einnig ljóst, á hvaða aldri sem við erum, að ef við lifum lengi í umhverfi ótta og ósættis fylgir því öryggisleysi og kvíði. Við missum orku sem getur leitt til erfiðra veikindi og kulnunar. Hver er þinn lífsmáti? Öll veljum við okkar lífsmáta. Ég var svo heppinn í því tilfelli að kynnast góðri leið sem hentar mér vel. Það er Qigong lífsmátinn og æfingar sem Gunnar Eyjólfsson leikari kynnti og innleiddi á Íslandi árið 1994. Gunnar var fyrsti lærimeistari minn í Qigong árið 2009. Qigong lífsorkuæfingar hafa verið stundaðar í Kína í 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, með heilandi hugleiðslu. Gunnar lagði alltaf áherslu á að Qigong væri ekki íþrótt heldur lífsmáti. Þar sem við berum ábyrgð á lífi okkar, m.a. með því að virða náttúruna og stunda æfingarnar að meðaltali um 20-30 mínútur á dag, með öðrum orðum um þrjár klukkustundir á viku. Við þökkum lífið, horfum bjartsýn til framtíðar, en lifum í núinu og njótum þess. Ég þakka lífið og vil brosa til þeirra sem ég mæti Með lífsmátanum erum við að styrkja innri orku okkar, vináttu og sjálfsöryggi. Jákvæður hugur, brosið nær til hjartans og við eru óhrædd að brosa til þeirra sem við mætum. Við byggjum upp jákvætt hugarfar og nýtum lífskraftinn vel og erum reiðubúin til að takast á við erfiðleika þegar þeir steðja að okkur. Við erum óhrædd við að tjá okkur og leita stuðnings þegar þess er þörf. Andleg og líkamleg lífsrækt Ljóst er að til að viðhalda heilsu og hamingju þurfum við stöðugt að rækta okkur andlega og líkamlega. Á lífsleiðinni geta allir gert mistök. Berum virðingu fyrir okkur sjálfum, metum vináttuna og temjum okkur að fyrirgefa þegar þess er þörf. Við umberum aldrei lítilsvirðingu eða ofbeldi. Í samskiptum hlustum við af athygli, virðum og metum skoðanir, spyrjum ef þess er þörf og leggjum okkar til málanna. Við finnum til ábyrgðar á eigin lífi, vitum að það er nóg pláss fyrir okkur öll og okkur líður best þegar allir njóta sín. „Heilagar“ 180 mínútur á viku til alhliða heilsueflingar Það er auðvelt að setja falleg orð á blað, en hvert og eitt okkar þarf að ákveða hvaða lífsmáti getur verið grunnur að eigin hamingju. En hvaða leið sem verður fyrir valinu, er okkur nauðsynlegt að taka frá a.m.k. þrjá „heilagar“ klukkustundir á viku til að sinna heilsunni. Gleðjumst, hrósum, hvetjum og virðum hvert annað Alþjóðlegi hamingjudaginn minnir okkur á að það er okkar allra að skapa samfélag þar sem grunnforsendur fyrir hamingjuríku lífi eru til staðar. Lífsmátinn þarf að tryggja að við getum átt góð samskipti, við sýnum hvert öðru virðingu og umburðarlyndi. Hvetjum og styrkjum þannig að allir öðlist sjálfstraust, sjálfstæði og þor til að gera meira af því sem okkur langar til, sjá draumana rætast og lifa heillaríku gefandi lífi. Höfundur er fyrirlesari og leiðbeinandi í Qigong, leiðtogahæfni og jákvæðum lífsmáta.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun