Ísak: Mér er drullusama hvað Höttur gerir Árni Jóhannsson skrifar 16. mars 2023 22:04 Gat verið stoltur af liðinu sínu í kvöld eftir hetjulega frammistöðu Vísir/Bára Dröfn Það þurfti tvær framlengingar til að skera úr um hvort Valur eða ÍR myndi vinna leik þeirra í 20. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik sem fram fór á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR, kvaðst vera stoltur af liði sínu í kvöld og að sínir menn ætluðu að vinna síðustu tvo leiki sína til að halda sér upp. Valur vann leikinn 102-97 og ÍR þarf á þessum tveimur sigurleikjum að halda til að halda sér uppi. Ísak var spurður að því hvernig líðanin væri eftir þennan maraþon leik þrátt fyrir tapið. „Ég er svo vanur þessu maður. Get ekki annað en verið svona súr sætur og er ekkert eðlilega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst þetta ótrúleg frammistaða hjá mínum mönnum miðað við liðin á pappírunum fyrir fram. Þannig að það er ekkert annað hægt en að vera stoltu og bara sorglegt að við náðum ekki að loka þessu því við áttum það svo sannarlega skilið.“ Ísak var þá spurður að því hvað hafði vantað upp á í lokin en eins og áður segir þurfti 50 mínútur til að finna sigurvegara. „Það vantaði bara auka lappir. Menn voru alveg búnir á því í lokin. Megin þunginn spilast á sex leikmönnum og einn af þeim er 2005 módel. Þetta var bara erfitt fyrir þá sem tóku þátt þó þeir geti gengið stoltir frá borði. Það er kannski skrýtið að segja það verandi í blússandi fallbaráttu en ég sagði eftir leikinn við Þór að það hafi verið besta frammistaðan í vetur. Svo áttum við skíta frammistöðu á móti KR og svo hendum við í nýja bestu frammistöðu tímabilsins. Þannig að ef menn geta fundið þennan innri styrk í síðustu tvo leikina, spilað svona, þá eigum við möguleikann.“ Höttur tapaði fyrr í kvöld fyrir austan sem gerir það að verkum að ÍR á enn séns á að bjarga sér frá falli en sú von er veik. Hvað eru ÍR-ingar að fara að hugsa um á komandi dögum? „Mér er drullusama hvað Höttur gerir. Ég bara mæti og spila leikina og við ætlum að vinna báða. Mætum bara með það hugarfar í leikina og það sem gerist gerist. Það eina sem við getum stjórnað er hvort við eða Keflavík vinnum eða að við eða Höttur vinnum í síðasta leiknum. Þannig að við bara stjórnum því sem við getum stjórnað.“ Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Ísak var spurður að því hvernig líðanin væri eftir þennan maraþon leik þrátt fyrir tapið. „Ég er svo vanur þessu maður. Get ekki annað en verið svona súr sætur og er ekkert eðlilega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst þetta ótrúleg frammistaða hjá mínum mönnum miðað við liðin á pappírunum fyrir fram. Þannig að það er ekkert annað hægt en að vera stoltu og bara sorglegt að við náðum ekki að loka þessu því við áttum það svo sannarlega skilið.“ Ísak var þá spurður að því hvað hafði vantað upp á í lokin en eins og áður segir þurfti 50 mínútur til að finna sigurvegara. „Það vantaði bara auka lappir. Menn voru alveg búnir á því í lokin. Megin þunginn spilast á sex leikmönnum og einn af þeim er 2005 módel. Þetta var bara erfitt fyrir þá sem tóku þátt þó þeir geti gengið stoltir frá borði. Það er kannski skrýtið að segja það verandi í blússandi fallbaráttu en ég sagði eftir leikinn við Þór að það hafi verið besta frammistaðan í vetur. Svo áttum við skíta frammistöðu á móti KR og svo hendum við í nýja bestu frammistöðu tímabilsins. Þannig að ef menn geta fundið þennan innri styrk í síðustu tvo leikina, spilað svona, þá eigum við möguleikann.“ Höttur tapaði fyrr í kvöld fyrir austan sem gerir það að verkum að ÍR á enn séns á að bjarga sér frá falli en sú von er veik. Hvað eru ÍR-ingar að fara að hugsa um á komandi dögum? „Mér er drullusama hvað Höttur gerir. Ég bara mæti og spila leikina og við ætlum að vinna báða. Mætum bara með það hugarfar í leikina og það sem gerist gerist. Það eina sem við getum stjórnað er hvort við eða Keflavík vinnum eða að við eða Höttur vinnum í síðasta leiknum. Þannig að við bara stjórnum því sem við getum stjórnað.“
Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43