Ólýðræðisleg og huglaus Sæþór Randalsson skrifar 16. mars 2023 08:30 Borgarstjórn Reykjavíkur, að undanskildum fulltrúum sósíalistaflokksins, ákvað að setja myndavélar um allan miðbæinn. Ekki vegna vaxandi glæpa, umferðarbrota eða sem dýralífsmyndavélar, heldur til að njósna um mótmælendur og skerða réttinn til að mótmæla. Nú þegar ákvörðun þeirra, byggð á djúpum skilningi þeirra á því að þau eru óvinsæl og ákvarðanir þeirra ólýðræðislegar, er orðin opinber, láta þau sem úrræðið snúist í raun um að koma í veg fyrir glæpi eins og morðið á ungri konu fyrir nokkrum árum. Þessi tortryggilega vísun í mögulega glæpi er ógeðsleg og augljósleg eftirhagræðing vegna hugleysis þeirra. Þegar kosið er opinberlega innan stofnunar krefst það umræðu í ákveðinn tíma. Þetta er oft skráð í fundargerðum eða jafnvel útvarpað í rauntíma. Seinna þegar dómstólar eða einstaklingar óska eftir að fá innsýn í hug og hjörtu löggjafans, horfa þeir til þessarar umræðu. Hvergi var minnst á glæpi gegn einstaklingum í þessum umræðum um öryggismyndavélarnar heldur snerist hún um mótmælendur. Ekki bara almenna mótmælendur heldur ímyndaða hugaróra um mótmælendur sem eru ofbeldisfullir. Engin mótmæli á Íslandi hafa verið ofbeldisfull og þess vegna verða þau að finna upp skáldskap, eins og skrifstofa Fox News, til að hræða ofsóknarsjúka um ímyndaða verstu atburðarás sem aldrei hefur gerst í raunveruleikanum. Ég veit að þetta er byggt á ótta vegna nýlegrar reynslu minnar. Ég sit í stjórn Eflingar sem og í samninganefnd. Ég tók þátt í báðum mótmælagöngunum sem Efling stóð fyrir á dögunum. Við brutum engin lög, skildum ekki eftir rusl, enginn var sektaður eða handtekinn. En við í hópnum gátum séð að stjórnmálamennirnir sem við vorum að mótmæla væru hræddir. Þeir vita að stefna þeirra er ólýðræðisleg. Þeir vita að þeir eru að semja spillingarlöggjöf í þágu sjálfra sín og bandamanna sinna, ekki í þágu þjóðarinnar eins og þeir eiga að gera. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir grenja og heimta lögreglu með byssur, eftir fleiri öryggismyndavélum tengdum andlitsrakningarhugbúnaði á meðan sömu stjórnmálaflokkarnir og einstaklingar munu reyna að skapa vænisýki með vísan í öryggisríki Kína. Þessar væningar enda oftast í sakarjátningu. Það eru þau sem eru glæpamennirnir. Það eru þau sem vilja aukið eftirlit með borgurum og á sama tíma vanfjármagna þá þjónustu sem hefur sýnt að dregur úr glæpum og ólgu. Börn þeirra og fyrrverandi bekkjarfélagar fá vinnu í stjórnum eða á skrifstofum fyrirtækja sem þau kjósa að útvista. Þetta er ástæðan fyrir því að þau þrá aukna vernd og kjósa hana jafnvel gegn eigin yfirlýsingum um óljósar skuldbindingar gagnvart frelsi og gagnavernd. Þau vita að fólk er reitt út í sig. Þau sögðu það skýrum orðum í fundargerðum áður en þau greiddu atkvæði um öryggismyndavélarnar. Höfundur er í stjórn Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur, að undanskildum fulltrúum sósíalistaflokksins, ákvað að setja myndavélar um allan miðbæinn. Ekki vegna vaxandi glæpa, umferðarbrota eða sem dýralífsmyndavélar, heldur til að njósna um mótmælendur og skerða réttinn til að mótmæla. Nú þegar ákvörðun þeirra, byggð á djúpum skilningi þeirra á því að þau eru óvinsæl og ákvarðanir þeirra ólýðræðislegar, er orðin opinber, láta þau sem úrræðið snúist í raun um að koma í veg fyrir glæpi eins og morðið á ungri konu fyrir nokkrum árum. Þessi tortryggilega vísun í mögulega glæpi er ógeðsleg og augljósleg eftirhagræðing vegna hugleysis þeirra. Þegar kosið er opinberlega innan stofnunar krefst það umræðu í ákveðinn tíma. Þetta er oft skráð í fundargerðum eða jafnvel útvarpað í rauntíma. Seinna þegar dómstólar eða einstaklingar óska eftir að fá innsýn í hug og hjörtu löggjafans, horfa þeir til þessarar umræðu. Hvergi var minnst á glæpi gegn einstaklingum í þessum umræðum um öryggismyndavélarnar heldur snerist hún um mótmælendur. Ekki bara almenna mótmælendur heldur ímyndaða hugaróra um mótmælendur sem eru ofbeldisfullir. Engin mótmæli á Íslandi hafa verið ofbeldisfull og þess vegna verða þau að finna upp skáldskap, eins og skrifstofa Fox News, til að hræða ofsóknarsjúka um ímyndaða verstu atburðarás sem aldrei hefur gerst í raunveruleikanum. Ég veit að þetta er byggt á ótta vegna nýlegrar reynslu minnar. Ég sit í stjórn Eflingar sem og í samninganefnd. Ég tók þátt í báðum mótmælagöngunum sem Efling stóð fyrir á dögunum. Við brutum engin lög, skildum ekki eftir rusl, enginn var sektaður eða handtekinn. En við í hópnum gátum séð að stjórnmálamennirnir sem við vorum að mótmæla væru hræddir. Þeir vita að stefna þeirra er ólýðræðisleg. Þeir vita að þeir eru að semja spillingarlöggjöf í þágu sjálfra sín og bandamanna sinna, ekki í þágu þjóðarinnar eins og þeir eiga að gera. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir grenja og heimta lögreglu með byssur, eftir fleiri öryggismyndavélum tengdum andlitsrakningarhugbúnaði á meðan sömu stjórnmálaflokkarnir og einstaklingar munu reyna að skapa vænisýki með vísan í öryggisríki Kína. Þessar væningar enda oftast í sakarjátningu. Það eru þau sem eru glæpamennirnir. Það eru þau sem vilja aukið eftirlit með borgurum og á sama tíma vanfjármagna þá þjónustu sem hefur sýnt að dregur úr glæpum og ólgu. Börn þeirra og fyrrverandi bekkjarfélagar fá vinnu í stjórnum eða á skrifstofum fyrirtækja sem þau kjósa að útvista. Þetta er ástæðan fyrir því að þau þrá aukna vernd og kjósa hana jafnvel gegn eigin yfirlýsingum um óljósar skuldbindingar gagnvart frelsi og gagnavernd. Þau vita að fólk er reitt út í sig. Þau sögðu það skýrum orðum í fundargerðum áður en þau greiddu atkvæði um öryggismyndavélarnar. Höfundur er í stjórn Eflingar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar