Haukar fóru til Grindavíkur og unnu góðan sigur eftir frábæran fjórða leikhluta. Lokatölur í Grindavík 75-82 gestunum í vil. Keira Breeanne Robinson var frábær í liði Hauka með 22 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Hulda Björk Ólafsdóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 16 stig.
Njarðvík tók á móti botnliði ÍR og var í engum vandræðum, lokatölur 79-43. Erna Hákonardóttir var stigahæst í liði Njarðvíkur með 15 stig. Í liði ÍR var Sólrún Sæmundsdóttir stigahæst, einnig með 15 stig.
Haukar eru í 3. sæti deildarinnar með 38 stig, Njarðvík kemur þar á eftir með 30 stig á meðan Fjölnir er í 6. sæti með 16 stig og ÍR á botni deildarinnar.