Opnað var fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2023, vegna tekja 2022, í byrjun mánaðar.
Allar helstu upplýsingar eru foráritaðar inn á framtalið og því þætti að vera fljótlegt og auðvelt að yfirfara upplýsingarnar og bæta við ef eitthvað vantar og svo staðfesta.
„Framtalsleiðbeiningar er hægt að nálgast inni í framtalinu með því að smella á bláa spurningamerkið við hvern kafla. Þá er einnig hægt að fá leiðbeiningar í bæklingaformi. Vakin er sérstök athygli á einfölduðum leiðbeiningum þar sem stiklað er á stóru yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga við framtalsskil. Sá bæklingur er aðgengilegur á fimm tungumálum,“ segir á vef Skattsins.
Niðurstaða álagningar mun liggja fyrir eigi síðar en 31. maí 2023 og verður hún birt á þjónustuvef Skattsins.
Hér má fara inn á vef Skattsins til að ráðast í verkið.
Það er urmull til af leiðbeiningum. Gangi þér vel með framtalsskilin Þorsteinn. Við erum síðan boðin og búin að aðstoða, bæði með tölvupósti og í framtalsaðstoð í síma.
— Skatturinn (@rikisskattstjr) March 14, 2023
Mundu bara að maður sem lítur á sig sem launþega í eigin atvinnurekstri.... https://t.co/dZXeW3ii1X