Elva Hrönn verður frábær formaður VR Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 14. mars 2023 13:30 Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum sem greinarkorn mitt á Vísi hlaut í gær. Ekki leið á löngu fyrr en mykjudreifarar VR formannsins voru farnir af stað og þvílíkt skítkast. Ef ekki væri fyrir alla illkvittnina, gæti þessi forherti ásetningur um að hafa æruna af fólki jafnvel virst fyndinn. Því miður munu ærumeiðingar sem þessar þó seint teljast af hinu góða og er eiginlega fátt annað til ráða en að finna til með fólki sem getur fengið annað eins af sér og þessa framkomu. Elva verður frábær formaður Ég styð Elvu Hrönn Hjartardóttur til formanns VR fyrir tvennt. Annars vegar býr í Elvu Hrönn mikið og gott formannsefni, sem nálgast málefni VR heildstætt og af miklum metnaði. Ég treysti henni jafnframt best til að leiða þá vinnu sem þarf að fara í við að endurnýja og endurbyggja VR. Þetta stærsta stéttarfélag landsins hefur látið heldur á sjá á undanförnum árum og gera má betur í þjónustu við félagsfólk á svo mörgum sviðum. Á hinn bóginn er svo ekki síður brýnt að VR fái formann sem getur rétt af þann halla sundurlyndis og tortryggni sem hefur verið að myndast innan ASÍ. Gríðarlega mikilvægt er að þessi samstarfsvettvangur starfi af heilindum í þágu launafólks og baráttu þess fyrir auknum kaupmætti og bættum lífsgæðum. Kjósum Elvu og eflum VR Með því að kjósa Elvu Hrönn sem næsta formann VR erum við að segja já við bættum og árangursríkari samskiptum á vinnumarkaði. Árangur er það sem skiptir máli í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, árangur sem skilar kaupmætti og auknum lífsgæðum. Kjósum Elvu Hrönn fyrir nýtt og betra VR. Höfundur bauð sig fram sem formaður VR fyrir tveimur árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Stéttarfélög Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum sem greinarkorn mitt á Vísi hlaut í gær. Ekki leið á löngu fyrr en mykjudreifarar VR formannsins voru farnir af stað og þvílíkt skítkast. Ef ekki væri fyrir alla illkvittnina, gæti þessi forherti ásetningur um að hafa æruna af fólki jafnvel virst fyndinn. Því miður munu ærumeiðingar sem þessar þó seint teljast af hinu góða og er eiginlega fátt annað til ráða en að finna til með fólki sem getur fengið annað eins af sér og þessa framkomu. Elva verður frábær formaður Ég styð Elvu Hrönn Hjartardóttur til formanns VR fyrir tvennt. Annars vegar býr í Elvu Hrönn mikið og gott formannsefni, sem nálgast málefni VR heildstætt og af miklum metnaði. Ég treysti henni jafnframt best til að leiða þá vinnu sem þarf að fara í við að endurnýja og endurbyggja VR. Þetta stærsta stéttarfélag landsins hefur látið heldur á sjá á undanförnum árum og gera má betur í þjónustu við félagsfólk á svo mörgum sviðum. Á hinn bóginn er svo ekki síður brýnt að VR fái formann sem getur rétt af þann halla sundurlyndis og tortryggni sem hefur verið að myndast innan ASÍ. Gríðarlega mikilvægt er að þessi samstarfsvettvangur starfi af heilindum í þágu launafólks og baráttu þess fyrir auknum kaupmætti og bættum lífsgæðum. Kjósum Elvu og eflum VR Með því að kjósa Elvu Hrönn sem næsta formann VR erum við að segja já við bættum og árangursríkari samskiptum á vinnumarkaði. Árangur er það sem skiptir máli í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, árangur sem skilar kaupmætti og auknum lífsgæðum. Kjósum Elvu Hrönn fyrir nýtt og betra VR. Höfundur bauð sig fram sem formaður VR fyrir tveimur árum.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar