Hvar eru útverðir mannréttindanna? Arnar Þór Jónsson skrifar 12. mars 2023 07:00 ,,Ópið var í veðurkortunum" segir aftan á sunnudagsblaði Moggans. En er Ópið ekki líka í laugardagsblaðinu? Ef raðað er saman púslum úr því blaði birtist hrollvekjandi heildarmynd. 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birtir grein sem ber heitið ,,Ráðuneyti sannleikans og endurmenntun þjóðarinnar". Greiningu SDG þurfa allir að lesa sem áhuga hafa á vernd borgaralegs frelsis. Meðal þess sem SDG nefnir í greininni er hvernig sambærileg löggjöf hefur framkallað vísi að lögregluríki í Bretlandi. Við athugun á vef Alþingis má sjá að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til máls um tillögur forsætisráðherra um hatursorðræðu. Hvers vegna þegja þingmenn flokksins frammi fyrir þessari aðför að málfrelsinu? 2. ,,Hryðjuverkamáli vísað frá" (bls. 4). Þetta er niðurstaða vegferðar sem hófst með því að lögreglan boðaði til blaðamannafundar og reiddi hátt til höggs yfir tveimur ungum mönnum, sem í framhaldinu hafa setið undir óvæginni umfjöllun í fjölmiðlum. Einhver verður að svara til ábyrgðar á þessu. Ef enginn ætlar að bera ábyrgð er lögreglan orðin ógn við mannréttindi, ekki þjónn réttarins. 3. ,,Dómsmálaráðuneytið hafnar athugasemdum" (bls. 11). Í fréttinni er fjallað um frumvarp sem á að styrkja og skýra heimildir lögreglu í þágu afbrotavarna, sömu heimildir lágu til grundvallar þeirri sneypuför sem lögreglan hefur farið í ofangreindu ,,hryðjuverkamáli". Í fréttinni kemur m.a. fram að ráðuneytið hafni sjónarmiðum LMFÍ um óljósan lagagrundvöll fyrir eftirlit af hálfu lögreglu. 4. ,,Öruggari borgarar með öflugri lögreglu. Gott skref hefur verið stigið í þá átt að styrkja löggæsluna til framtíðar" (bls. 26). Í ljósi fyrrgreindra þátta í sama blaði hlýtur að mega spyrja hvort þetta sé rétt mat hjá ritstjórn Moggans. Má ganga að því sem vísu að lögreglan sé borgurunum hliðholl, eða getur verið að upp séu að renna nýir tímar þar sem enginn er óhultur fyrir hlerunum, rannsóknaraðgerðum og saksókn? Þar sem blásið er til blaðamannafundar og vegið að mannorði fólks? Í kófinu gægðist lögreglan á glugga fólks til að kanna hvort mögulega hefði verið farið yfir fjöldatakmarkanir. Lögreglan knúði dyra hjá blásaklausu fólki til að tryggja að heilbrigt fólk sæti í stofufangelsi. Varnaðarorð Horfa verður raunsætt á stöðuna. Síðustu misseri hafa afhjúpað að réttarríkið stendur á veikari grunni en okkur óraði áður fyrir. Með vísan til farsóttar var sóttvarnaríki sett á fót, þar sem hornsteinum réttarríkis og vestræns frjálslyndis var skipt út fyrir ofríki, ritskoðun, þöggun og óttastjórnun. Hvaða ályktanir má draga af öllu þessu? Getum við horft á þessi púsl án þess að myndin af Ópinu raungerist í huga okkar? Er hugsanlegt að hér sé lögregluríki í fæðingu þar sem lögreglan hættir að verja borgaralegt frelsi en stundar þess í stað þjónustu við valdhafa með njósnum, hlerunum og valdbeitingu? Getur verið að í stað þess að beina öllum kröftum að alvöru glæpastarfsemi muni lögregla og saksóknarar verja tíma sínum í að rannsaka og ákæra þá sem ekki hafa réttar skoðanir? Er runninn upp sá tími að þeir sem ekki eru taldir „rétt hugsandi“ geti átt von á opinberri ákæru, á meðan aðrir geta haft í frammi öfgafullan málflutning án eftirmála? Varla vill nokkur maður búa í þjóðfélagi þar sem lögreglan þjónar sumum en öðrum ekki. Samkvæmt vestrænni lagahefð á réttvísin að vera blind. Í því felst m.a. að lögregla og ákæruvald mega ekki láta nota sig í pólitískum tilgangi. Eru sjálfstæðismenn algjörlega heillum horfnir? Hin frjálsa samfélagsgerð er í hættu. Í kófinu breyttist réttarríkið í sóttvarnaríki. Mannréttindi borgaranna urðu að sjónhverfingu en lögregluríkinu óx fiskur um hrygg. Lögreglan fékk of mikil völd, án þess að dómsvaldið eða löggjafarvaldið stigju niður fæti og settu nægilega skýr mörk. Háskaleg skref voru stigin í átt til harðstjórnar án opinnar og lýðræðislegrar umræðu. Afleiðingar þessarar umbreytingar gætu orðið langvarandi. Ein myndbirtingin gæti orðið breytt ásýnd lögreglu, sem þjónar ekki lengur almenningi, lögum og rétti, heldur ráðandi valdi og ríkjandi hugmyndafræði. Hafa má réttmætar áhyggjur af því að þessi þróun sé ógn við frjálst og borgaralegt samfélag. Í þessu felst einnig skýr lýðræðisógn. Er farið að fenna yfir gildi Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
,,Ópið var í veðurkortunum" segir aftan á sunnudagsblaði Moggans. En er Ópið ekki líka í laugardagsblaðinu? Ef raðað er saman púslum úr því blaði birtist hrollvekjandi heildarmynd. 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birtir grein sem ber heitið ,,Ráðuneyti sannleikans og endurmenntun þjóðarinnar". Greiningu SDG þurfa allir að lesa sem áhuga hafa á vernd borgaralegs frelsis. Meðal þess sem SDG nefnir í greininni er hvernig sambærileg löggjöf hefur framkallað vísi að lögregluríki í Bretlandi. Við athugun á vef Alþingis má sjá að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til máls um tillögur forsætisráðherra um hatursorðræðu. Hvers vegna þegja þingmenn flokksins frammi fyrir þessari aðför að málfrelsinu? 2. ,,Hryðjuverkamáli vísað frá" (bls. 4). Þetta er niðurstaða vegferðar sem hófst með því að lögreglan boðaði til blaðamannafundar og reiddi hátt til höggs yfir tveimur ungum mönnum, sem í framhaldinu hafa setið undir óvæginni umfjöllun í fjölmiðlum. Einhver verður að svara til ábyrgðar á þessu. Ef enginn ætlar að bera ábyrgð er lögreglan orðin ógn við mannréttindi, ekki þjónn réttarins. 3. ,,Dómsmálaráðuneytið hafnar athugasemdum" (bls. 11). Í fréttinni er fjallað um frumvarp sem á að styrkja og skýra heimildir lögreglu í þágu afbrotavarna, sömu heimildir lágu til grundvallar þeirri sneypuför sem lögreglan hefur farið í ofangreindu ,,hryðjuverkamáli". Í fréttinni kemur m.a. fram að ráðuneytið hafni sjónarmiðum LMFÍ um óljósan lagagrundvöll fyrir eftirlit af hálfu lögreglu. 4. ,,Öruggari borgarar með öflugri lögreglu. Gott skref hefur verið stigið í þá átt að styrkja löggæsluna til framtíðar" (bls. 26). Í ljósi fyrrgreindra þátta í sama blaði hlýtur að mega spyrja hvort þetta sé rétt mat hjá ritstjórn Moggans. Má ganga að því sem vísu að lögreglan sé borgurunum hliðholl, eða getur verið að upp séu að renna nýir tímar þar sem enginn er óhultur fyrir hlerunum, rannsóknaraðgerðum og saksókn? Þar sem blásið er til blaðamannafundar og vegið að mannorði fólks? Í kófinu gægðist lögreglan á glugga fólks til að kanna hvort mögulega hefði verið farið yfir fjöldatakmarkanir. Lögreglan knúði dyra hjá blásaklausu fólki til að tryggja að heilbrigt fólk sæti í stofufangelsi. Varnaðarorð Horfa verður raunsætt á stöðuna. Síðustu misseri hafa afhjúpað að réttarríkið stendur á veikari grunni en okkur óraði áður fyrir. Með vísan til farsóttar var sóttvarnaríki sett á fót, þar sem hornsteinum réttarríkis og vestræns frjálslyndis var skipt út fyrir ofríki, ritskoðun, þöggun og óttastjórnun. Hvaða ályktanir má draga af öllu þessu? Getum við horft á þessi púsl án þess að myndin af Ópinu raungerist í huga okkar? Er hugsanlegt að hér sé lögregluríki í fæðingu þar sem lögreglan hættir að verja borgaralegt frelsi en stundar þess í stað þjónustu við valdhafa með njósnum, hlerunum og valdbeitingu? Getur verið að í stað þess að beina öllum kröftum að alvöru glæpastarfsemi muni lögregla og saksóknarar verja tíma sínum í að rannsaka og ákæra þá sem ekki hafa réttar skoðanir? Er runninn upp sá tími að þeir sem ekki eru taldir „rétt hugsandi“ geti átt von á opinberri ákæru, á meðan aðrir geta haft í frammi öfgafullan málflutning án eftirmála? Varla vill nokkur maður búa í þjóðfélagi þar sem lögreglan þjónar sumum en öðrum ekki. Samkvæmt vestrænni lagahefð á réttvísin að vera blind. Í því felst m.a. að lögregla og ákæruvald mega ekki láta nota sig í pólitískum tilgangi. Eru sjálfstæðismenn algjörlega heillum horfnir? Hin frjálsa samfélagsgerð er í hættu. Í kófinu breyttist réttarríkið í sóttvarnaríki. Mannréttindi borgaranna urðu að sjónhverfingu en lögregluríkinu óx fiskur um hrygg. Lögreglan fékk of mikil völd, án þess að dómsvaldið eða löggjafarvaldið stigju niður fæti og settu nægilega skýr mörk. Háskaleg skref voru stigin í átt til harðstjórnar án opinnar og lýðræðislegrar umræðu. Afleiðingar þessarar umbreytingar gætu orðið langvarandi. Ein myndbirtingin gæti orðið breytt ásýnd lögreglu, sem þjónar ekki lengur almenningi, lögum og rétti, heldur ráðandi valdi og ríkjandi hugmyndafræði. Hafa má réttmætar áhyggjur af því að þessi þróun sé ógn við frjálst og borgaralegt samfélag. Í þessu felst einnig skýr lýðræðisógn. Er farið að fenna yfir gildi Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er lögmaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar