Rottueldi og fjármálaafurðir Árni Már Jensson skrifar 10. mars 2023 11:01 Þegar frönsku nýlenduherrarnir réðu yfir Hanoi í Vietnam á nítjándu öld, var rottuplága allsráðandi. Í viðleitninni til að stemma stigu við plágunni voru samþykkt lög um að yfirvöld greiddu þóknun fyrir hverja dauða rottu sem almenningur skilaði inn. Lögin höfðu mikil áhrif á rottuveiðara sem skiluðu inn heilu vagnhlössunum. Kaupaukar og bónusar í almenningshlutafélögum: Það er í eðli flestra að huga að persónulegum hagsmunum umfram hag fjöldans og kynda bónusar undir eðlislæga græðgi mannsins. Þannig hugar einstaklingurinn fyrst að bónusgreiðslu til sín og seinna eða alls ekki að heildarhagsmunum þeirra gæða eða verðmæta sem hann skilar fyrirtæki sínu, hvað þá samfélaginu í heild. Því ekki er endilega jákvæð samlegð með heilbrigðri niðurstöðu fjármunamyndunar fyrirtækisins og einstaklingsins sem bónusinn fær, og samfélagsins í heild. Í heilbrigðu hagkerfi á eðli ágóðans jú að vera megin markmiðið, nokkuð sem aðskilur tækifæriskennda græðgisvæðingu frá heilbrigðri framþróun drifna ágóðahvata. Rík samfélagsábyrgð á auðvitað sérstaklega við um skráð félög á markaði. Tilvitnun í Rannsóknarnefnd Alþingis: 21. kafli Orsakir falls íslensku bankanna – ábyrgð, mistök og vanræksla 21.2.1.1 Vöxtur bankakerfisins og trúverðugleiki: „Rannsóknarnefnd Alþingis telur að svo mikill og áhættusamur vöxtur samræmist ekki langtímahagsmunum traustra banka, en hins vegar hafi verið sterkir hvatar til vaxtar innan bankanna. Þeir hvatar hafi meðal annars falist í hvatakerfum bankanna og einnig í mikilli skuldsetningu stærstu eigenda. Rannsóknarnefndin telur að eftirlitsaðilum hafi mátt vera ljóst að slíkir hvatar væru til staðar og að ástæða væri til að hafa áhyggjur af hinum hraða vexti. Aftur á móti er ljóst að Fjármálaeftirlitið, sem var aðal eftirlitsaðili bankanna, óx ekki í samræmi við vöxt hinna eftirlitsskyldu aðila og réð af þeirri ástæðu illa við verkefni sín...“Um bónusa skráðra fyrirtækja á markaði þarf að setja afmarkaðar reglur sem lúta því, að saman fari hagsmunir einstaklingsins, fyrirtækisins, og samfélagsins í heild. Sé eðlisbrestur mannsins fóðraður með eftirlitslausri hagnaðarvon, sýna rannsóknir og sagan svo ekki er um villst, að dómgreind og þar með samviskan, lætur undan. Master of the universe Bob Diamond framkvæmdastjóri Barclays UK., hélt athygliverðan fyrirlestur hjá BBC þann 11. ágúst 2011 um mikilvægi menningar í bankastarfsemi. Hann sagði: Áhrifamesta próf sem bankamaður undirgengst lýtur að gjörðum hans þegar enginn fylgist með. En rannsókn í hugrænum taugavísindum við Tilburg University unnin af Dr Lammers, Joris; Stapel, Diederik A. Birt í Journal of Personality and Social Psychology, Vol 97(2), Aug 2009, 279-289, sýndi að þess meiri völd sem einstaklingar öðluðust, þess meira fannst þeim þeir geta farið á svig við lög og reglur þegar enginn fylgdist með. Rannsóknin sýndi einnig að aukin völd hins almenna einstaklings jók hræsni hans og truflaði dómgreind á þann veg að honum fannst lægra sett fólk í þjóðfélagsstiganum ættu að lúta strangari skilmálum reglna, sem að sama skapi ættu ekki við hann sjálfan. Jafnvel örlítil aukning á sýndarvaldi í rannsókn þessari jók í senn, siðleysi og hræsni þeirra sem tilraunin var gerð á. Yfirmenn fjármálastofnana hafa mikil samfélagsvöld í skjóli fjármagns almennings. Völd þeirra geta verið töluvert meiri en kjörinna stjórnmálamanna. Að veita valdamiklu fólki aðhald er í senn samfélagslega mikilvægt og mikilvægt þeirra eigin geðheilbrigði. Aðhald yfirmanna í gegnum hluthafafundi er ógegnsætt og takmarkað svo lengi sem þeir skila jákvæðum rekstrarniðurstöðum hluthafa í hag. Þannig tryggja yfirmenn sér völd óháð samfélaglegri ábyrgð innan bankans hvort sem hagnaður reksturs stangast á við hagsmuni samfélagsins sem reksturinn byggir á eður ei. Samkvæmt rannsóknum Tilburg University leiðir aukið vald til aukinnar framleiðslu testosterons sem eykur boðberaefnið dopamine í verðlauna-hluta heilans. Þannig brenglar aukið aðhaldslaust vald hugsun einstaklingsins, sem hluta af samfélagsheild, og vekur honum falska sjálfsvitund sem æðri öðrum og þ.m.t reglum samfélagsins. Og já, þetta gerist hjá konum jafnt sem karlmönnum. Einræðis,-eða ''master of the universe'' heilkennið er skýrasta dæmið um framangreinda brenglun þar sem einstaklingar með aukin völd, beita þeim í eigin þágu og einangra sig að sama skapi frá gagnrýni sem hugsanlega skyggir á eða skerðir völdin. Grafalvarlegar afleiðingar slíkrar þróunar skilur Ísl almenningur vel, eftir bankahrunið 2008. Rottueldi og fjármálaafurðir Rottuveiðarar 19. aldar í Hanoi og Ísl bankamenn eiga enga fagþekkingarlega samleið, en glíma þó við sam-mannlega afneitun eigin eðlisbrests,- græðgina. Þrátt fyrir að yfirvöld í Víetnam hafi sett ný lög til að umbuna rottuveiðurum í viðleitni við að stemma stigu við rottuplágunni, stigmagnaðist hún eftir því sem á leið. Er betur var að gáð komust yfirvöld að raun um að skipulagt rottueldi átti sér nú stað, nokkuð sem ekki þekktist áður. Hin nýju bónus-lög gerðu hagnaðarvon rottuveiðaranna að arðsömum framleiðsluiðnaði sem yfirskyggði alla hugsun þeirra um almenna velferð samfélagsins í skiptum fyrir persónulegan skyndigróða. Mæli ég með lestri athygliverðrar samantektar í átta bindum sem nefnist Rannsóknarskýrsla Alþingis. Sé sú lesning erfið yfirferðar má benda á orð hins syndlausasta okkar allra, Jesú krist. Hann sagði: Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki. Hvað skyldi hann hafa átt við? Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar frönsku nýlenduherrarnir réðu yfir Hanoi í Vietnam á nítjándu öld, var rottuplága allsráðandi. Í viðleitninni til að stemma stigu við plágunni voru samþykkt lög um að yfirvöld greiddu þóknun fyrir hverja dauða rottu sem almenningur skilaði inn. Lögin höfðu mikil áhrif á rottuveiðara sem skiluðu inn heilu vagnhlössunum. Kaupaukar og bónusar í almenningshlutafélögum: Það er í eðli flestra að huga að persónulegum hagsmunum umfram hag fjöldans og kynda bónusar undir eðlislæga græðgi mannsins. Þannig hugar einstaklingurinn fyrst að bónusgreiðslu til sín og seinna eða alls ekki að heildarhagsmunum þeirra gæða eða verðmæta sem hann skilar fyrirtæki sínu, hvað þá samfélaginu í heild. Því ekki er endilega jákvæð samlegð með heilbrigðri niðurstöðu fjármunamyndunar fyrirtækisins og einstaklingsins sem bónusinn fær, og samfélagsins í heild. Í heilbrigðu hagkerfi á eðli ágóðans jú að vera megin markmiðið, nokkuð sem aðskilur tækifæriskennda græðgisvæðingu frá heilbrigðri framþróun drifna ágóðahvata. Rík samfélagsábyrgð á auðvitað sérstaklega við um skráð félög á markaði. Tilvitnun í Rannsóknarnefnd Alþingis: 21. kafli Orsakir falls íslensku bankanna – ábyrgð, mistök og vanræksla 21.2.1.1 Vöxtur bankakerfisins og trúverðugleiki: „Rannsóknarnefnd Alþingis telur að svo mikill og áhættusamur vöxtur samræmist ekki langtímahagsmunum traustra banka, en hins vegar hafi verið sterkir hvatar til vaxtar innan bankanna. Þeir hvatar hafi meðal annars falist í hvatakerfum bankanna og einnig í mikilli skuldsetningu stærstu eigenda. Rannsóknarnefndin telur að eftirlitsaðilum hafi mátt vera ljóst að slíkir hvatar væru til staðar og að ástæða væri til að hafa áhyggjur af hinum hraða vexti. Aftur á móti er ljóst að Fjármálaeftirlitið, sem var aðal eftirlitsaðili bankanna, óx ekki í samræmi við vöxt hinna eftirlitsskyldu aðila og réð af þeirri ástæðu illa við verkefni sín...“Um bónusa skráðra fyrirtækja á markaði þarf að setja afmarkaðar reglur sem lúta því, að saman fari hagsmunir einstaklingsins, fyrirtækisins, og samfélagsins í heild. Sé eðlisbrestur mannsins fóðraður með eftirlitslausri hagnaðarvon, sýna rannsóknir og sagan svo ekki er um villst, að dómgreind og þar með samviskan, lætur undan. Master of the universe Bob Diamond framkvæmdastjóri Barclays UK., hélt athygliverðan fyrirlestur hjá BBC þann 11. ágúst 2011 um mikilvægi menningar í bankastarfsemi. Hann sagði: Áhrifamesta próf sem bankamaður undirgengst lýtur að gjörðum hans þegar enginn fylgist með. En rannsókn í hugrænum taugavísindum við Tilburg University unnin af Dr Lammers, Joris; Stapel, Diederik A. Birt í Journal of Personality and Social Psychology, Vol 97(2), Aug 2009, 279-289, sýndi að þess meiri völd sem einstaklingar öðluðust, þess meira fannst þeim þeir geta farið á svig við lög og reglur þegar enginn fylgdist með. Rannsóknin sýndi einnig að aukin völd hins almenna einstaklings jók hræsni hans og truflaði dómgreind á þann veg að honum fannst lægra sett fólk í þjóðfélagsstiganum ættu að lúta strangari skilmálum reglna, sem að sama skapi ættu ekki við hann sjálfan. Jafnvel örlítil aukning á sýndarvaldi í rannsókn þessari jók í senn, siðleysi og hræsni þeirra sem tilraunin var gerð á. Yfirmenn fjármálastofnana hafa mikil samfélagsvöld í skjóli fjármagns almennings. Völd þeirra geta verið töluvert meiri en kjörinna stjórnmálamanna. Að veita valdamiklu fólki aðhald er í senn samfélagslega mikilvægt og mikilvægt þeirra eigin geðheilbrigði. Aðhald yfirmanna í gegnum hluthafafundi er ógegnsætt og takmarkað svo lengi sem þeir skila jákvæðum rekstrarniðurstöðum hluthafa í hag. Þannig tryggja yfirmenn sér völd óháð samfélaglegri ábyrgð innan bankans hvort sem hagnaður reksturs stangast á við hagsmuni samfélagsins sem reksturinn byggir á eður ei. Samkvæmt rannsóknum Tilburg University leiðir aukið vald til aukinnar framleiðslu testosterons sem eykur boðberaefnið dopamine í verðlauna-hluta heilans. Þannig brenglar aukið aðhaldslaust vald hugsun einstaklingsins, sem hluta af samfélagsheild, og vekur honum falska sjálfsvitund sem æðri öðrum og þ.m.t reglum samfélagsins. Og já, þetta gerist hjá konum jafnt sem karlmönnum. Einræðis,-eða ''master of the universe'' heilkennið er skýrasta dæmið um framangreinda brenglun þar sem einstaklingar með aukin völd, beita þeim í eigin þágu og einangra sig að sama skapi frá gagnrýni sem hugsanlega skyggir á eða skerðir völdin. Grafalvarlegar afleiðingar slíkrar þróunar skilur Ísl almenningur vel, eftir bankahrunið 2008. Rottueldi og fjármálaafurðir Rottuveiðarar 19. aldar í Hanoi og Ísl bankamenn eiga enga fagþekkingarlega samleið, en glíma þó við sam-mannlega afneitun eigin eðlisbrests,- græðgina. Þrátt fyrir að yfirvöld í Víetnam hafi sett ný lög til að umbuna rottuveiðurum í viðleitni við að stemma stigu við rottuplágunni, stigmagnaðist hún eftir því sem á leið. Er betur var að gáð komust yfirvöld að raun um að skipulagt rottueldi átti sér nú stað, nokkuð sem ekki þekktist áður. Hin nýju bónus-lög gerðu hagnaðarvon rottuveiðaranna að arðsömum framleiðsluiðnaði sem yfirskyggði alla hugsun þeirra um almenna velferð samfélagsins í skiptum fyrir persónulegan skyndigróða. Mæli ég með lestri athygliverðrar samantektar í átta bindum sem nefnist Rannsóknarskýrsla Alþingis. Sé sú lesning erfið yfirferðar má benda á orð hins syndlausasta okkar allra, Jesú krist. Hann sagði: Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki. Hvað skyldi hann hafa átt við? Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun