VR, jafnréttið og fjölbreytileikinn Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 4. mars 2023 10:31 VR er stærsta stéttarfélagið á Íslandi en í félaginu eru um 40.000 félagar á sex félagssvæðum víða um landið. Miðað við fjöldann má ætla að félagsfólkið sé allskonar, af öllum kynjum, kynhneigð og aldri, fatlað og ófatlað fólk, af fjölbreyttum uppruna og trú. Útlendingum fjölgar á vinnumarkaðnum og þar af leiðandi í VR líka og er hlutfall þeirra af félagsfólki að verða komið upp í 14%. Konur eru rúmlega helmingur félagsfólks og ungt fólk er langstærsti hópurinn innan VR. Með slíkan fjölbreytileika í félaginu ætti jafnréttis- og mannréttindavinkillinn alltaf að vera ein megináhersla þess og útgangspunktur í allri vinnu og orðræðu. Sofnað á vaktinni Síðastliðin ár hefur VR þó ekki staðið sig sem skyldi í þessum málaflokki enda hefur núverandi formaður lítið sem ekkert sýnt þessum málefnum áhuga. Þvert á móti má sjá metnaðarleysi hans í þessum málum endurspeglast nú síðast í kjaraviðræðunum á liðnu ári, en þar fór hann einn fyrir viðræðum ásamt framkvæmdastjóra félagsins. Tveir karlar á besta aldri að semja fyrir hönd VR, stærsta stéttarfélag landsins, þar sem rúmlega helmingur félagsfólks eru konur og meirihluti félagsfólks er ungt fólk. Fyrir utan það hve ólýðræðislegt það er að einungis tveir aðilar fari fyrir samningaviðræðum fyrir 40.000 félaga. Sú ásýnd sem fylgdi VR í kjaraviðræðunum endurspeglaði ekki jafnrétti, fjölbreytileika eða lýðræði á nokkurn hátt. Í allri hagsmunabaráttu er hinsvegar mjög mikilvægt að svo sé. Það olli jafnframt undirritaðri og öðrum jafnréttissinnum innan VR miklum vonbrigðum að heyra að núverandi formaður skuli einn fulltrúa miðstjórnar ASÍ hafa sett sig upp á móti stofnun sérstaks kvennavettvangs innan Alþýðusambandsins. Markmið slíks vettvangs er að stuðla að frekari samstöðu og valdefla konur innan verkalýðshreyfingarinnar, enda hefur karllægni einkennt hreyfinguna allt frá stofnun hennar. Bakslag í baráttunni Það er ekki að ástæðulausu sem stærsta stéttarfélagið á landinu þarf að beita sér fyrir jafnrétti og mannréttindum, rétt eins og öðrum málefnum sem snúa að félagsfólki og samfélaginu í heild. Kynbundið misrétti, ofbeldi og áreiti þrífst enn í ákveðinni vinnustaðamenningu og ennþá verður fólk á vinnumarkaðnum fyrir fordómum á grundvelli kynhneigðar, uppruna og fötlunar, svo dæmi séu nefnd. Lög sem leggja bann við slíku og eiga að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði virðast ekki duga ein og sér til að uppræta þessi samfélagsmein. Til þess þarf samtakamátt og viðhorfsbreytingu, efla fræðslu, eftirlit og eftirfylgni og koma á árangursríkum viðurlögum. VR í öllu sínu veldi getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum þar og ætti að leiða slíka vinnu, og hafa í huga í allri sinni vinnu og ásýnd félagsins. Framsækið félag í forystu í jafnréttis- og mannréttindamálum Mikið hefur áunnist í réttindabaráttunni í gegnum tíðina og var VR lengi vel þekkt fyrir að vera framsækið og í fararbroddi þegar stór skref voru tekin í jafnréttismálum. Það hefur þó orðið mikið bakslag í réttindabaráttu kvenna, hinsegin fólks og útlendinga á heimsvísu undanfarið og höfum við fundið fyrir því bakslagi hér á landi líka. Því er enn brýn þörf fyrir sameiginlegt átak í jafnréttis- og mannréttindamálum þvert á samfélagið og stofnanir þess. Stærsta stéttarfélagið á Íslandi á að vera leiðandi í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni, styðja við inngildingu jaðarsettra hópa og tryggja að vinnumarkaður sem mismunar fólki á grundvelli kyns, kynferðis, uppruna, aldurs, fötlunar og hvers kyns fordómum heyri sögunni til, en til að svo megi verða þurfa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins að vinna saman. Stór og mikil ákvarðanataka, líkt og sú sem fer fram í kjaraviðræðum, þarf að gerast í fjölbreyttari hópi. VR þarf að fara fram með góðu fordæmi og endurheimta stöðu sína sem leiðandi afl í allri umræðu og gjörðum sem snúa að jafnrétti og mannréttindum. Það verður ekki gert með mann í brúnni sem vísvitandi berst gegn framgangi mála í jafnréttisbaráttunni og fer nánast einn síns liðs inn í kjaraviðræður fyrir stærsta, og líklega eitt fjölbreyttasta, stéttarfélag landsins. Það er kominn tími á breytingar. Kosningar til formanns og stjórnar VR hefjast miðvikudaginn 8. mars og standa yfir í viku. Þær fara fram á rafrænan hátt á vr.is og það er auðvelt að kjósa. Félagar í VR geta með atkvæði sínu haft mikil áhrif á framgang mála í VR. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
VR er stærsta stéttarfélagið á Íslandi en í félaginu eru um 40.000 félagar á sex félagssvæðum víða um landið. Miðað við fjöldann má ætla að félagsfólkið sé allskonar, af öllum kynjum, kynhneigð og aldri, fatlað og ófatlað fólk, af fjölbreyttum uppruna og trú. Útlendingum fjölgar á vinnumarkaðnum og þar af leiðandi í VR líka og er hlutfall þeirra af félagsfólki að verða komið upp í 14%. Konur eru rúmlega helmingur félagsfólks og ungt fólk er langstærsti hópurinn innan VR. Með slíkan fjölbreytileika í félaginu ætti jafnréttis- og mannréttindavinkillinn alltaf að vera ein megináhersla þess og útgangspunktur í allri vinnu og orðræðu. Sofnað á vaktinni Síðastliðin ár hefur VR þó ekki staðið sig sem skyldi í þessum málaflokki enda hefur núverandi formaður lítið sem ekkert sýnt þessum málefnum áhuga. Þvert á móti má sjá metnaðarleysi hans í þessum málum endurspeglast nú síðast í kjaraviðræðunum á liðnu ári, en þar fór hann einn fyrir viðræðum ásamt framkvæmdastjóra félagsins. Tveir karlar á besta aldri að semja fyrir hönd VR, stærsta stéttarfélag landsins, þar sem rúmlega helmingur félagsfólks eru konur og meirihluti félagsfólks er ungt fólk. Fyrir utan það hve ólýðræðislegt það er að einungis tveir aðilar fari fyrir samningaviðræðum fyrir 40.000 félaga. Sú ásýnd sem fylgdi VR í kjaraviðræðunum endurspeglaði ekki jafnrétti, fjölbreytileika eða lýðræði á nokkurn hátt. Í allri hagsmunabaráttu er hinsvegar mjög mikilvægt að svo sé. Það olli jafnframt undirritaðri og öðrum jafnréttissinnum innan VR miklum vonbrigðum að heyra að núverandi formaður skuli einn fulltrúa miðstjórnar ASÍ hafa sett sig upp á móti stofnun sérstaks kvennavettvangs innan Alþýðusambandsins. Markmið slíks vettvangs er að stuðla að frekari samstöðu og valdefla konur innan verkalýðshreyfingarinnar, enda hefur karllægni einkennt hreyfinguna allt frá stofnun hennar. Bakslag í baráttunni Það er ekki að ástæðulausu sem stærsta stéttarfélagið á landinu þarf að beita sér fyrir jafnrétti og mannréttindum, rétt eins og öðrum málefnum sem snúa að félagsfólki og samfélaginu í heild. Kynbundið misrétti, ofbeldi og áreiti þrífst enn í ákveðinni vinnustaðamenningu og ennþá verður fólk á vinnumarkaðnum fyrir fordómum á grundvelli kynhneigðar, uppruna og fötlunar, svo dæmi séu nefnd. Lög sem leggja bann við slíku og eiga að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði virðast ekki duga ein og sér til að uppræta þessi samfélagsmein. Til þess þarf samtakamátt og viðhorfsbreytingu, efla fræðslu, eftirlit og eftirfylgni og koma á árangursríkum viðurlögum. VR í öllu sínu veldi getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum þar og ætti að leiða slíka vinnu, og hafa í huga í allri sinni vinnu og ásýnd félagsins. Framsækið félag í forystu í jafnréttis- og mannréttindamálum Mikið hefur áunnist í réttindabaráttunni í gegnum tíðina og var VR lengi vel þekkt fyrir að vera framsækið og í fararbroddi þegar stór skref voru tekin í jafnréttismálum. Það hefur þó orðið mikið bakslag í réttindabaráttu kvenna, hinsegin fólks og útlendinga á heimsvísu undanfarið og höfum við fundið fyrir því bakslagi hér á landi líka. Því er enn brýn þörf fyrir sameiginlegt átak í jafnréttis- og mannréttindamálum þvert á samfélagið og stofnanir þess. Stærsta stéttarfélagið á Íslandi á að vera leiðandi í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni, styðja við inngildingu jaðarsettra hópa og tryggja að vinnumarkaður sem mismunar fólki á grundvelli kyns, kynferðis, uppruna, aldurs, fötlunar og hvers kyns fordómum heyri sögunni til, en til að svo megi verða þurfa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins að vinna saman. Stór og mikil ákvarðanataka, líkt og sú sem fer fram í kjaraviðræðum, þarf að gerast í fjölbreyttari hópi. VR þarf að fara fram með góðu fordæmi og endurheimta stöðu sína sem leiðandi afl í allri umræðu og gjörðum sem snúa að jafnrétti og mannréttindum. Það verður ekki gert með mann í brúnni sem vísvitandi berst gegn framgangi mála í jafnréttisbaráttunni og fer nánast einn síns liðs inn í kjaraviðræður fyrir stærsta, og líklega eitt fjölbreyttasta, stéttarfélag landsins. Það er kominn tími á breytingar. Kosningar til formanns og stjórnar VR hefjast miðvikudaginn 8. mars og standa yfir í viku. Þær fara fram á rafrænan hátt á vr.is og það er auðvelt að kjósa. Félagar í VR geta með atkvæði sínu haft mikil áhrif á framgang mála í VR. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun