Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Bryndís Einarsdóttir skrifar 3. mars 2023 15:31 Samkvæmt Vinnueftirlitinu bera allir atvinnurekendur ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til stærðar hans. Áætlunin felur í sér bæði áhættumat og áætlun um heilsuvernd og skal áætlun vera fylgt eftir í daglegum rekstri og vera skýr og aðgengileg öllum á vinnustaðnum. Ein af fimm meginstoðum vinnuverndar er félagslegt vinnuumhverfi og einn af þeim þáttum sem er skoðaður sérstaklega við mat á heilbrigði í félagslegu vinnuumhverfi er sálrænt öryggi á vinnustaðnum. En hvað er sálrænt öryggi í starfsumhverfinu? Sálrænt öryggi þýðir að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að gera mistök, taka ábyrgð á þeim mistökum og leiðrétta. Starfsfólk getur beðið um hjálp og stuðning án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar. Enn fremur er mikilvægt að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að spyrja spurninga, gagnrýna og koma með hugmyndir og skoðanir án þess að verða fyrir aðkasti eða niðurlægingu. Algengur misskilningur er að sálrænt öryggi þýði að þá verði aldrei skoðanaágreiningur, allir séu sammála og allir séu vinir. Auðvitað er gott þegar öllum kemur vel saman og eru sammála um hvert skal halda og hvað skuli gera en það er ekki hægt að ætlast til þess að öll dýrin í skóginum séu alltaf vinir. Dýrin í Hálsaskógi er frábært leikrit en það er ekki endilega raunveruleikinn. Starfsfólk gegnir mismunandi hlutverkum, er með mismikla ábyrgð, innsýn og reynslu. Þar fyrir utan hefur starfsfólk mismunandi hugmyndir um leiðir að settum markmiðum og eru ekki alltaf með sama ásetning í mismunandi starfshlutverkum. Þegar sálrænt öryggi er til staðar í starfsumhverfinu þá ríkir sú menning og þau viðhorf að fólk megi og eigi að skiptast á hugmyndum, rökræða, takast á málefnalega og þannig víkka sjóndeildarhringinn, auka hugmyndaauðgi og þekkingu og fjölga leiðum til lausna. Sé sálrænt öryggi til staðar í starfsumhverfi aukast lýkur á þátttöku starfsfólks, hugvit og frumkvæði eykst, slysum fækkar og neikvæð hegðun minnkar. Þannig leiðir sálrænt öryggi af sér frjósamara vinnuumhverfi þar sem fólk upplifir framlag sitt metið og það finnur að það er mikilvægur liðsmaður í heildinni. Hvernig geta stjórnendur aukið sálrænt öryggi? Mikilvægast er að stjórnendur fari fyrir með góðu fordæmi. Það þýðir í stuttu máli að stjórnendur leyfi sér að vera manneskjur sem stundum geri mistök, viti ekki allt en séu tilbúnir að bæta þekkingu og færni sína og bjóði starfsfólki að gera slíkt hið sama. Það þýðir að mæta starfsfólkinu sem manneskjum af virðingu, áhuga og hvatningu. Sálrænt öryggi í starfsumhverfinu kemur ekki í veg fyrir að fólk misstígi sig en það eykur líkur á því að þegar fólk misstígur sig, hvort sem um er að ræða stjórnanda eða starfsmann, þá er það gripið fyrr og leiðrétt á farsælli hátt. Allir á vinnustaðnum styðja hvern annan í jákvæðum samskiptum og láta hvern annan vita þegar einhver misstígur sig til að viðkomandi geti leiðrétt hegðun sína án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar og það er gert í virðingu og umhyggju. Það er nokkurn veginn það sem dýrunum í Hálsaskógi tókst að gera, kannski geta öll dýrin í skóginum verið vinir eftir allt. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Líf og sál og viðurkenndur þjónustuaðili af Vinnueftirlitinu við úttekt á félagslegu vinnuumhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsframi Vinnustaðurinn Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Vinnueftirlitinu bera allir atvinnurekendur ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til stærðar hans. Áætlunin felur í sér bæði áhættumat og áætlun um heilsuvernd og skal áætlun vera fylgt eftir í daglegum rekstri og vera skýr og aðgengileg öllum á vinnustaðnum. Ein af fimm meginstoðum vinnuverndar er félagslegt vinnuumhverfi og einn af þeim þáttum sem er skoðaður sérstaklega við mat á heilbrigði í félagslegu vinnuumhverfi er sálrænt öryggi á vinnustaðnum. En hvað er sálrænt öryggi í starfsumhverfinu? Sálrænt öryggi þýðir að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að gera mistök, taka ábyrgð á þeim mistökum og leiðrétta. Starfsfólk getur beðið um hjálp og stuðning án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar. Enn fremur er mikilvægt að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að spyrja spurninga, gagnrýna og koma með hugmyndir og skoðanir án þess að verða fyrir aðkasti eða niðurlægingu. Algengur misskilningur er að sálrænt öryggi þýði að þá verði aldrei skoðanaágreiningur, allir séu sammála og allir séu vinir. Auðvitað er gott þegar öllum kemur vel saman og eru sammála um hvert skal halda og hvað skuli gera en það er ekki hægt að ætlast til þess að öll dýrin í skóginum séu alltaf vinir. Dýrin í Hálsaskógi er frábært leikrit en það er ekki endilega raunveruleikinn. Starfsfólk gegnir mismunandi hlutverkum, er með mismikla ábyrgð, innsýn og reynslu. Þar fyrir utan hefur starfsfólk mismunandi hugmyndir um leiðir að settum markmiðum og eru ekki alltaf með sama ásetning í mismunandi starfshlutverkum. Þegar sálrænt öryggi er til staðar í starfsumhverfinu þá ríkir sú menning og þau viðhorf að fólk megi og eigi að skiptast á hugmyndum, rökræða, takast á málefnalega og þannig víkka sjóndeildarhringinn, auka hugmyndaauðgi og þekkingu og fjölga leiðum til lausna. Sé sálrænt öryggi til staðar í starfsumhverfi aukast lýkur á þátttöku starfsfólks, hugvit og frumkvæði eykst, slysum fækkar og neikvæð hegðun minnkar. Þannig leiðir sálrænt öryggi af sér frjósamara vinnuumhverfi þar sem fólk upplifir framlag sitt metið og það finnur að það er mikilvægur liðsmaður í heildinni. Hvernig geta stjórnendur aukið sálrænt öryggi? Mikilvægast er að stjórnendur fari fyrir með góðu fordæmi. Það þýðir í stuttu máli að stjórnendur leyfi sér að vera manneskjur sem stundum geri mistök, viti ekki allt en séu tilbúnir að bæta þekkingu og færni sína og bjóði starfsfólki að gera slíkt hið sama. Það þýðir að mæta starfsfólkinu sem manneskjum af virðingu, áhuga og hvatningu. Sálrænt öryggi í starfsumhverfinu kemur ekki í veg fyrir að fólk misstígi sig en það eykur líkur á því að þegar fólk misstígur sig, hvort sem um er að ræða stjórnanda eða starfsmann, þá er það gripið fyrr og leiðrétt á farsælli hátt. Allir á vinnustaðnum styðja hvern annan í jákvæðum samskiptum og láta hvern annan vita þegar einhver misstígur sig til að viðkomandi geti leiðrétt hegðun sína án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar og það er gert í virðingu og umhyggju. Það er nokkurn veginn það sem dýrunum í Hálsaskógi tókst að gera, kannski geta öll dýrin í skóginum verið vinir eftir allt. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Líf og sál og viðurkenndur þjónustuaðili af Vinnueftirlitinu við úttekt á félagslegu vinnuumhverfi.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar