Árás á þjóðríkið Ólafur Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 07:00 Við búum við hættuástand á landamærum að dómi ríkislögreglustjóra. Við horfum upp á ósjálfbæran innflutning fólks sem svarar til heils myndarlegs bæjarfélags á ári hverju. Styttist í að óbreyttu að ársskammturinn verði eins og einn Garðabær. Enginn hefur bent á hvar á að taka peninga til standa undir þessu? Ekki rennur það fé til að styðja við þá sem höllustum fæti standa eða til nauðsynlegra úrbóta í heilbrigðiskerfinu. Kostnaður við hælisleitendakerfið sýnist ríkisleyndarmál sem þolir ekki birtingu. Aðeins er birtur beinn kostnaður að einhverju marki en óbeinn kostnaður liggur milli hluta og fæst ekki upp gefinn. Skrúðmælgi er notuð til að fegra bágt ástand eins og með því að kalla íbúðir fyrir hælisleitendur búsetuúrræði. Nágrannaþjóðirnar hafa söðlað um og horfið frá þeirri stefnu opinna landamæra sem hér er fylgt. Breið samstaða ríkir um að taka á vandanum af raunsæi og skynsemi. Danmörk, sem við berum okkur gjarnan saman við, er lýsandi dæmi. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana lýsir fyrri stefnu sem mistökum og segir hælisleitendakerfi Evrópu hrunið. Spjótin beinast að þjóðríkinu Við erum ekki komin lengra en svo að hér virðist fólk komast upp með að ræða mál af draumlyndi og óskhyggju en mest í þágu eigin hagsmuna. Staðreyndir og rök virðast ekki hreyfa við fólki sem kallar eftir opnum landamærum. Málþóf pírata ber með sér að engin þekking sýnist fyrir hendi á kúvendingunni sem orðin er á stefnu nágrannalanda. Í Danmörku ber hátt stefnumörkun jafnaðarmanna sem lyfti þeim í fylgishæðir og leiða þeir nú ríkisstjórn annað kjörtímabilið í röð undir forystu Mette Fredriksen. Stefna Dana er reist á langri reynslu og miður vel heppnuðum árangri. Þjóðríki án öruggra landamæra rís ekki undir nafni. Tómt mál er að tala um fullveldi þjóðarinnar þegar stjórnvöld standa frammi fyrir opnum landamærum og hafa ekkert um það að segja hverjir koma hingað til að setjast hér að. Í þessu ljósi má jafna málþófi pírata og kröfu um galopin landamæri við árás á þjóðríki Íslendinga sem þeir leiddu með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar. Þessi árás er ekki bundin við málþófið heldur er viðvarandi. Þau og samstarfsflokkar þeirra vilja þjóðríkið feigt. Málþófið snerist að nafninu til um mannréttindi en áherslan var á góðmennsku og mannúð þeirra sjálfra eins og fleirum sýnist tamt að skreyta sig með. Opin landamæri sem þau kalla eftir hafa fyrirsjáanlegar afleiðingar: Ein er sú að við verðum eins og hver önnur Belgía og tölum belgísku. Þáttur Samfylkingar og Viðreisnar Einstakir þingmenn Samfylkingar hafa haldið uppi háværum málflutningi í sama dúr og píratar og sýnast ekkert vilja kannast við danska systurflokkinn og virða vettergis baráttu hans í þágu danskra gilda. Þeir skirrast ekki við að bera brigður á hina dönsku stefnu og hafa ranglega sagt hana umdeilda í Danmörku. Hún er ekki umdeildari en svo að hún kom vart við sögu í þingkosningum á liðnu hausti. Yfirgnæfandi meirihluti danskra þingmanna styður stórherta stefnu eins og sést af atkvæðagreiðslum í danska þjóðþinginu. Viðreisn er ekki langt undan og víkur sér undan að axla ábyrgð gagnvart þeim aðstæðum sem við búum við. Ákafasti talsmaður flokksins í málaflokknum hlaut nýlega flokkslega upphefð í viðurkenningarskyni fyrir málflutning sem vart verður kenndur við þekkingu eða hófstillingu. Ábyrgð æðstu stjórnvalda Þegar þjóðríkið liggur undir árás þriggja flokka á Alþingi, ef bein atlaga og meðvirkni reiknast saman, blasir við að æðsta forysta ríkisstjórnarinnar getur ekki setið hjá. Æðstu forystumenn verða að axla þá ábyrgð sem fylgir því að hafa tekið að sér forystu fyrir ríkisstjórn. Greiða fyrir nauðsynlegum lagabreytingum umfram þær sem nú standa fyrir dyrum til að laga íslenska löggjöf að því sem gerist og gengur í nágrannalöndunum. Frumskilyrði er að fella brott löglausa ákvörðun úrskurðarnefndar útlendingamála um að meðhöndla efnahagsferðalanga, t.d. frá Venesúela, sem flóttamenn sem þeir eru ekki. Æðsta skylda stjórnvalda er að standa vörð um þjóðríkið og fullveldi þjóðarinnar. Undan þeirri skyldu fá forystumenn ekki vikist. Þeir standa frammi fyrir að rísa undir ábyrgð þegar alvarlegt hættuástand ríkir á landamærunum og harðri sókn er haldið uppi af hálfu aðila sem vilja íslenskt þjóðríki feigt. Tíminn til aðgerða er núna. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Við búum við hættuástand á landamærum að dómi ríkislögreglustjóra. Við horfum upp á ósjálfbæran innflutning fólks sem svarar til heils myndarlegs bæjarfélags á ári hverju. Styttist í að óbreyttu að ársskammturinn verði eins og einn Garðabær. Enginn hefur bent á hvar á að taka peninga til standa undir þessu? Ekki rennur það fé til að styðja við þá sem höllustum fæti standa eða til nauðsynlegra úrbóta í heilbrigðiskerfinu. Kostnaður við hælisleitendakerfið sýnist ríkisleyndarmál sem þolir ekki birtingu. Aðeins er birtur beinn kostnaður að einhverju marki en óbeinn kostnaður liggur milli hluta og fæst ekki upp gefinn. Skrúðmælgi er notuð til að fegra bágt ástand eins og með því að kalla íbúðir fyrir hælisleitendur búsetuúrræði. Nágrannaþjóðirnar hafa söðlað um og horfið frá þeirri stefnu opinna landamæra sem hér er fylgt. Breið samstaða ríkir um að taka á vandanum af raunsæi og skynsemi. Danmörk, sem við berum okkur gjarnan saman við, er lýsandi dæmi. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana lýsir fyrri stefnu sem mistökum og segir hælisleitendakerfi Evrópu hrunið. Spjótin beinast að þjóðríkinu Við erum ekki komin lengra en svo að hér virðist fólk komast upp með að ræða mál af draumlyndi og óskhyggju en mest í þágu eigin hagsmuna. Staðreyndir og rök virðast ekki hreyfa við fólki sem kallar eftir opnum landamærum. Málþóf pírata ber með sér að engin þekking sýnist fyrir hendi á kúvendingunni sem orðin er á stefnu nágrannalanda. Í Danmörku ber hátt stefnumörkun jafnaðarmanna sem lyfti þeim í fylgishæðir og leiða þeir nú ríkisstjórn annað kjörtímabilið í röð undir forystu Mette Fredriksen. Stefna Dana er reist á langri reynslu og miður vel heppnuðum árangri. Þjóðríki án öruggra landamæra rís ekki undir nafni. Tómt mál er að tala um fullveldi þjóðarinnar þegar stjórnvöld standa frammi fyrir opnum landamærum og hafa ekkert um það að segja hverjir koma hingað til að setjast hér að. Í þessu ljósi má jafna málþófi pírata og kröfu um galopin landamæri við árás á þjóðríki Íslendinga sem þeir leiddu með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar. Þessi árás er ekki bundin við málþófið heldur er viðvarandi. Þau og samstarfsflokkar þeirra vilja þjóðríkið feigt. Málþófið snerist að nafninu til um mannréttindi en áherslan var á góðmennsku og mannúð þeirra sjálfra eins og fleirum sýnist tamt að skreyta sig með. Opin landamæri sem þau kalla eftir hafa fyrirsjáanlegar afleiðingar: Ein er sú að við verðum eins og hver önnur Belgía og tölum belgísku. Þáttur Samfylkingar og Viðreisnar Einstakir þingmenn Samfylkingar hafa haldið uppi háværum málflutningi í sama dúr og píratar og sýnast ekkert vilja kannast við danska systurflokkinn og virða vettergis baráttu hans í þágu danskra gilda. Þeir skirrast ekki við að bera brigður á hina dönsku stefnu og hafa ranglega sagt hana umdeilda í Danmörku. Hún er ekki umdeildari en svo að hún kom vart við sögu í þingkosningum á liðnu hausti. Yfirgnæfandi meirihluti danskra þingmanna styður stórherta stefnu eins og sést af atkvæðagreiðslum í danska þjóðþinginu. Viðreisn er ekki langt undan og víkur sér undan að axla ábyrgð gagnvart þeim aðstæðum sem við búum við. Ákafasti talsmaður flokksins í málaflokknum hlaut nýlega flokkslega upphefð í viðurkenningarskyni fyrir málflutning sem vart verður kenndur við þekkingu eða hófstillingu. Ábyrgð æðstu stjórnvalda Þegar þjóðríkið liggur undir árás þriggja flokka á Alþingi, ef bein atlaga og meðvirkni reiknast saman, blasir við að æðsta forysta ríkisstjórnarinnar getur ekki setið hjá. Æðstu forystumenn verða að axla þá ábyrgð sem fylgir því að hafa tekið að sér forystu fyrir ríkisstjórn. Greiða fyrir nauðsynlegum lagabreytingum umfram þær sem nú standa fyrir dyrum til að laga íslenska löggjöf að því sem gerist og gengur í nágrannalöndunum. Frumskilyrði er að fella brott löglausa ákvörðun úrskurðarnefndar útlendingamála um að meðhöndla efnahagsferðalanga, t.d. frá Venesúela, sem flóttamenn sem þeir eru ekki. Æðsta skylda stjórnvalda er að standa vörð um þjóðríkið og fullveldi þjóðarinnar. Undan þeirri skyldu fá forystumenn ekki vikist. Þeir standa frammi fyrir að rísa undir ábyrgð þegar alvarlegt hættuástand ríkir á landamærunum og harðri sókn er haldið uppi af hálfu aðila sem vilja íslenskt þjóðríki feigt. Tíminn til aðgerða er núna. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun