Er aukin þunglyndislyfjanotkun vandamál? Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 11:01 Merkja má verulega aukna áherslu á geðrækt og geðheilsu undanfarin ár og hafa stjórnvöld hér á landi gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir aukna áherslu sýna allar mælingar að vandinn er ekki að minnka, heldur þvert á móti. Markmiðið með því að opna á þessa umræðu er meðal annars að minnka fordóma gagnvart geðröskunum en lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum er gjarnan talið mega rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Veruleg aukning þunglyndislyfjanotkunar Það er því ómögulegt að rekja sístækkandi vandann einungis til þess að við erum orðin duglegri að ræða hann en fyrir þrjátíu árum. Bæði hafa ávísuðum dagskömmtum þunglyndislyfja til einstaklinga fjölgað sem og notendum lyfjanna. Embætti landlæknis hefur ítrekað varað við þróuninni, sem og alþjóða heilbrigðisstofnunin. Mesta aukningin á ávísunum kvíða- og þunglyndislyfja er hjá fólki yngri en 29 ára. Þunglyndislyfjanotkun hefur ekki einungis aukist hjá börnum og unglingum og standa aðrir aldurshópar ekki utan þeirrar þróunar. Gríðarlegur munur er á þunglyndislyfjanotkun meðal kynja, en 111,7 dagsskammtar eru á hverja 1000 karla en 211,6 dagsskammtar á hverjar 1000 konur. Sérstaða Íslands Ísland er í sérstöðu þegar kemur að notkun þunglyndislyfja og hérlendis er hún mikil í alþjóðlegum samanburði. Í skýrslu OECD frá árinu 2019 kemur fram að árið 2017 var Ísland með lang mesta notkun þunglyndislyfja meðal annarra OECD ríkja. Þessi sérstaða Íslands kallar á dýpri skoðun, þar sem rót vandans er greindur. Við sem samfélag ættum að kappkosta við að eyða út getgátum og svipta hulunni af því hvað það er sem orsakar aukna vanlíðan í samfélaginu. Ásamt því að skoða hvað veldur, verðum við að mæta aukinni þörf á geðheilbrigðisþjónustu með bættum meðferðarúrræðum og markvissari þjónustu byggða á gagnreyndum aðferðum. Ein forsenda þess að eftirspurnin og þörfin fyrir þunglyndislyfjameðferð minnki í heilsugæslunni er aukið framboð þar á öðrum gagnreyndum meðferðarleiðum. Rannsóknir sýna fram á að almenningur gerir sér grein fyrir því að aðrar meðferðarleiðir reynast oft betri gegn vægu þunglyndi en lyfjagjöf, og þá kemur fram hve stór hluti nefnir mikilvægi reglulegrar hreyfingar og viðtalsmeðferðar. Það er mikill munur á depurðareinkennum og alvarlegum heilsubrest og þess vegna er mikilvægt að vandi hvers og eins sé rétt greindur og viðeigandi meðferð eða úrræði valin. Hvað er til ráða? Heilbrigðisyfirvöld verða að leggja áherslu á fjölbreyttari úrræði og auðvelda aðgengið að þeim. Sala á þunglyndislyfjum mun að öllum líkindum halda áfram að aukast hér á landi nema aðgengi að öðrum meðferðarúrræðum aukist. Lykillinn að bættri geðheilsu þjóðarinnar er ekki byggður á einni aðferð. Einni pillu, einum hreyfiseðli eða niðurgreiddum sálfræðitíma. Lykillinn að bættri geðheilbrigðisþjónustu líkist heldur meira lyklakippu húsvarðarins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Merkja má verulega aukna áherslu á geðrækt og geðheilsu undanfarin ár og hafa stjórnvöld hér á landi gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir aukna áherslu sýna allar mælingar að vandinn er ekki að minnka, heldur þvert á móti. Markmiðið með því að opna á þessa umræðu er meðal annars að minnka fordóma gagnvart geðröskunum en lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum er gjarnan talið mega rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Veruleg aukning þunglyndislyfjanotkunar Það er því ómögulegt að rekja sístækkandi vandann einungis til þess að við erum orðin duglegri að ræða hann en fyrir þrjátíu árum. Bæði hafa ávísuðum dagskömmtum þunglyndislyfja til einstaklinga fjölgað sem og notendum lyfjanna. Embætti landlæknis hefur ítrekað varað við þróuninni, sem og alþjóða heilbrigðisstofnunin. Mesta aukningin á ávísunum kvíða- og þunglyndislyfja er hjá fólki yngri en 29 ára. Þunglyndislyfjanotkun hefur ekki einungis aukist hjá börnum og unglingum og standa aðrir aldurshópar ekki utan þeirrar þróunar. Gríðarlegur munur er á þunglyndislyfjanotkun meðal kynja, en 111,7 dagsskammtar eru á hverja 1000 karla en 211,6 dagsskammtar á hverjar 1000 konur. Sérstaða Íslands Ísland er í sérstöðu þegar kemur að notkun þunglyndislyfja og hérlendis er hún mikil í alþjóðlegum samanburði. Í skýrslu OECD frá árinu 2019 kemur fram að árið 2017 var Ísland með lang mesta notkun þunglyndislyfja meðal annarra OECD ríkja. Þessi sérstaða Íslands kallar á dýpri skoðun, þar sem rót vandans er greindur. Við sem samfélag ættum að kappkosta við að eyða út getgátum og svipta hulunni af því hvað það er sem orsakar aukna vanlíðan í samfélaginu. Ásamt því að skoða hvað veldur, verðum við að mæta aukinni þörf á geðheilbrigðisþjónustu með bættum meðferðarúrræðum og markvissari þjónustu byggða á gagnreyndum aðferðum. Ein forsenda þess að eftirspurnin og þörfin fyrir þunglyndislyfjameðferð minnki í heilsugæslunni er aukið framboð þar á öðrum gagnreyndum meðferðarleiðum. Rannsóknir sýna fram á að almenningur gerir sér grein fyrir því að aðrar meðferðarleiðir reynast oft betri gegn vægu þunglyndi en lyfjagjöf, og þá kemur fram hve stór hluti nefnir mikilvægi reglulegrar hreyfingar og viðtalsmeðferðar. Það er mikill munur á depurðareinkennum og alvarlegum heilsubrest og þess vegna er mikilvægt að vandi hvers og eins sé rétt greindur og viðeigandi meðferð eða úrræði valin. Hvað er til ráða? Heilbrigðisyfirvöld verða að leggja áherslu á fjölbreyttari úrræði og auðvelda aðgengið að þeim. Sala á þunglyndislyfjum mun að öllum líkindum halda áfram að aukast hér á landi nema aðgengi að öðrum meðferðarúrræðum aukist. Lykillinn að bættri geðheilsu þjóðarinnar er ekki byggður á einni aðferð. Einni pillu, einum hreyfiseðli eða niðurgreiddum sálfræðitíma. Lykillinn að bættri geðheilbrigðisþjónustu líkist heldur meira lyklakippu húsvarðarins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun