Körfubolti

Keflvíkingar skutust á toppinn | Fjölnir hafði betur gegn botnliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Daniela Wallen Morillo var stigahæst í liði Keflavíkur í kvöld.
Daniela Wallen Morillo var stigahæst í liði Keflavíkur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Keflavík skaust í það minnsta tímabundið aftur á topp Subway-deildar kvenna í körfubolta er liðið vann öruggan 20 stiga sigur gegn Breiðablik í kvöld, 80-60. Á sama tíma hafði Fjölnir betur gegn botnliði ÍR, 83-69.

Keflvíkingar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda gegn Breiðablik í kvöld og náðu mest 14 stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Gestirnir löguðu stöðuna áður en honum lauk, en Keflvíkingar juku forskot sitt jafnt og þétt það sem eftir lifði leiks.

Daniela Wallen Morillo var stigahæst í liði Keflvíkinga í kvöld með 18 stig og liðið vann öruggan 20 stiga sigur, 86-60. Með sigrinum komust Keflavíkurkonur aftur á topp Subway-deildar kvenna, en Valskonur hrifsað toppsætið til sín á ný með sigri gegn Haukum í kvöld.

Þá áttu Fjölniskonur ekki í miklum vandræðum með botnlið ÍR á sama tíma. Brittany Dinkins fór á kostum í liði Fjölniskvenna og skoraði 34 stig ásamt því að taka 16 fráköst.

Fjölniskonur unnu að lokum 14 stiga sigur, 83-69, og sitja í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×