Viðskipti innlent

Munu hafa apó­tekið opið allan sólar­hringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Lyfjaval í Hæðasmára verður opið allan sólarhringinn frá og með deginum í dag.
Lyfjaval í Hæðasmára verður opið allan sólarhringinn frá og með deginum í dag.

Forsvarsmenn Lyfjavals hafa ákveðið að hafa bílaapótek fyrirtækisins í Hæðasmára í Kópavogi framvegis opið allan sólarhringinn. Þetta verður eina apótek landsins sem verður opið allan sólarhringinn.

Í tilkynningu frá Lyfjavali segir að bílalúgurnar hafi til þessa verið opnar frá 10 á morgnana til klukkan 23 á kvöldin en frá deginum í dag verða þær alltaf opnar.

Lyfjaval opnaði fyrsta apótek sitt, Apótek Suðurnesja, árið 1996, og fyrsta bílaapótekið 2005. Þó hóf fyrirtækið netsölu með lyf árið 2022.

Haft er eftir Svani Valgeirssyni framkvæmdastjóra að fyrirtækið hafi fengið mjög margar áskoranir um aukinn opnunartíma. „Við teljum mikilvægt að verða við þeim. Það er það stór hópur á ferðinni á nóttunni, ferðmenn, fólk í vaktavinnu og fólk sem þarf á lyfjum og annarri þjónustu að halda, hvað svo sem klukkan er,” segir Svanur.

Hann segir bílalúgurnar gera fólki auðveldara um vik að nálgast lyf og aðrar nauðsynjar en ef fólk þyrfti að fara inn í apótekið sjálft og því sé hann ekki í vafa um að stór hópur muni vilja nýta sér þessa stórauknu þjónustu.

Lyfjaval rekur nú sjö apótek, sex á höfuðborgarsvæðinu og nýopnað apótek á Aðaltorgi í Reykjanesbæ. Fjögur apótekanna eru bílaapótek, í Hæðasmára, á Vesturlandsvegi, í Suðurfelli og á Reykjanesi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×