Handbolti

Óðinn skoraði þrettán í öruggum Evrópusigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum í kvöld. Kadetten

Óðinn Þór Ríkharðsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir svissneska liðið Kadetten Schaffhausen, en hornamaðurinn skoraði þrettán mörk er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Presov í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 38-30.

Það voru gestirnir í Presov sem byrjuðu betur í leik kvöldsins og liðið náði mest þriggja marka forskoti. Um miðbik fyrri hálfleiksins tóku heimamenn þó öll völd á vellinum og Kadetten leiddi með fimm mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 20-15.

Heimamenn héldu svo öruggu fimm til sex marka forskoti út allan seinni hálfleikinn og náðu mest níu marka forystu áður en yfir leuk. Liðið vann að lokum öruggan átta marka sigur, 38-30 og Óðinn endaði sem markahæsti maður vallarins með þrettán mörk úr fimmtán skotum.

Kadetten, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, endar því í þriðja sæti A-riðils með14 stig og mun mæta sænska liðinu Ystad í 16-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×