Getum við stjórnað fortíðinni? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 07:01 Bókin 1984 eftir George Orwell er hrollvekjandi framtíðarsaga sem kom fyrst út árið 1949. Í bókinni lýsir höfundur framtíðarsýn þar sem hið opinbera stýrir öllu, stóru og smáu – jafnvel hugsunum borgaranna. Bókin segir frá Winston Smith sem býr í London og starfar þar í skjaladeild sannleiksráðuneytisins. Starf Winstons í ráðuneytinu felst í því að endurskrifa söguleg skjöl svo þau stangist ekki á við línu Flokksins sem breytist sífellt. „Með þessu móti var til skjalfest sönnun fyrir því, að sérhver spá Flokksins hefði verið rétt og engin frétt eða skoðun sem stangaðist á við þarfir andartaksins, fékk nokkru sinni að standa óbreytt.“ (1984) Bók Orwells er talin vera ein áhrifamesta bók 20. aldar, en bókin á ekki minna erindi við okkur í dag en þegar hún kom út fyrir rúmum sjö áratugum síðan. Eitt meginþema bókarinnar er t.a.m. endurritun sögunnar. Mörg dæmi er um slíkt í nútímanum. Það nærtækasta er tilraun Rússa til að endurskrifa söguna , sbr. fjölmargar nýlegar ræður Pútíns og Morgunblaðsgrein rússneska sendiherrans á Íslandi í vikunni. „Öll mannkynssagan var á við skinnhandrit, sem skafið var upp og skrifað á ný, eins oft og þurfa þótti. Um leið og fölsunin hafði verið framkvæmd, var engin leið að færa sönnur á að fölsun hefði átt sér stað.“ (1984) En aðrar fréttir í vikunni minntu undirritaða á dystópíska framtíðarsýn Orwells, nefnilega fréttir af endurritun barnabóka Roald Dahls. Víðtækar breytingar hafa þannig verði gerðar á bókum Dahls þannig að þær eru hreinsaðar af hugmyndum og orðfæri sem gæti hugsanlega sært einn eða annan – stangast á við „þarfir andartaksins“. Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands, hefur varað við slíkum aðförum – „hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin um þessar mundir…“ Við ættum að spyrna fast við fótum þegar kemur að hvers kyns tilraunum til að endurskrifa söguna og sömuleiðis til að endurskrifa hvers kyns listræna tjáningu til samræmis við tilfinningar þeirra hópa sem háværastir, móðgunargjarnastir eða sárastir eru á hverjum tíma. „..ef allar heimildir segðu það sama – þá yrði lygin að sagnfræði og breyttist í sannleika. „Sá, sem stjórnar fortíðinni,“ sagði eitt slagorða Flokksins, „stjórnar framtíðinni - sá, sem stjórnar nútíðinni, stjórnar fortíðinni.““ (1984) Og hvern hefði grunað að þetta yrði raunveruleikinn á 21. öldinni– stafrænu öldinni sem átti að færa okkur frið og velsæld? Öldinni sem tók við af öld öfganna, þeirri tuttugustu. Að þá yrði hinn hrollvekjandi spádómur Orwells ljóslifandi í okkar heimshluta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Bókin 1984 eftir George Orwell er hrollvekjandi framtíðarsaga sem kom fyrst út árið 1949. Í bókinni lýsir höfundur framtíðarsýn þar sem hið opinbera stýrir öllu, stóru og smáu – jafnvel hugsunum borgaranna. Bókin segir frá Winston Smith sem býr í London og starfar þar í skjaladeild sannleiksráðuneytisins. Starf Winstons í ráðuneytinu felst í því að endurskrifa söguleg skjöl svo þau stangist ekki á við línu Flokksins sem breytist sífellt. „Með þessu móti var til skjalfest sönnun fyrir því, að sérhver spá Flokksins hefði verið rétt og engin frétt eða skoðun sem stangaðist á við þarfir andartaksins, fékk nokkru sinni að standa óbreytt.“ (1984) Bók Orwells er talin vera ein áhrifamesta bók 20. aldar, en bókin á ekki minna erindi við okkur í dag en þegar hún kom út fyrir rúmum sjö áratugum síðan. Eitt meginþema bókarinnar er t.a.m. endurritun sögunnar. Mörg dæmi er um slíkt í nútímanum. Það nærtækasta er tilraun Rússa til að endurskrifa söguna , sbr. fjölmargar nýlegar ræður Pútíns og Morgunblaðsgrein rússneska sendiherrans á Íslandi í vikunni. „Öll mannkynssagan var á við skinnhandrit, sem skafið var upp og skrifað á ný, eins oft og þurfa þótti. Um leið og fölsunin hafði verið framkvæmd, var engin leið að færa sönnur á að fölsun hefði átt sér stað.“ (1984) En aðrar fréttir í vikunni minntu undirritaða á dystópíska framtíðarsýn Orwells, nefnilega fréttir af endurritun barnabóka Roald Dahls. Víðtækar breytingar hafa þannig verði gerðar á bókum Dahls þannig að þær eru hreinsaðar af hugmyndum og orðfæri sem gæti hugsanlega sært einn eða annan – stangast á við „þarfir andartaksins“. Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands, hefur varað við slíkum aðförum – „hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin um þessar mundir…“ Við ættum að spyrna fast við fótum þegar kemur að hvers kyns tilraunum til að endurskrifa söguna og sömuleiðis til að endurskrifa hvers kyns listræna tjáningu til samræmis við tilfinningar þeirra hópa sem háværastir, móðgunargjarnastir eða sárastir eru á hverjum tíma. „..ef allar heimildir segðu það sama – þá yrði lygin að sagnfræði og breyttist í sannleika. „Sá, sem stjórnar fortíðinni,“ sagði eitt slagorða Flokksins, „stjórnar framtíðinni - sá, sem stjórnar nútíðinni, stjórnar fortíðinni.““ (1984) Og hvern hefði grunað að þetta yrði raunveruleikinn á 21. öldinni– stafrænu öldinni sem átti að færa okkur frið og velsæld? Öldinni sem tók við af öld öfganna, þeirri tuttugustu. Að þá yrði hinn hrollvekjandi spádómur Orwells ljóslifandi í okkar heimshluta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun