Leikurinn í kvöld mögulega sá síðasti en HM gæti veitt landsliðunum líflínu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2023 15:50 Hannes Jónsson, formaður KKÍ, í Laugardalshöllinni. vísir/sigurjón Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, ræddi við Gaupa í Laugardalshöll í dag fyrir leikinn við heims- og Evrópumeistara Spánar, í undankeppni HM. Vegna skorts á fjármagni óttast Hannes að þetta gæti orðið síðasti landsleikur Íslands í bili. Hannes skýrði frá því í viðtali við Vísi í byrjun þessa mánaðar að landsliðsstarf KKÍ væri í uppnámi eftir þá ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ og stjórnar Afrekssjóðs að færa KKÍ niður í B-flokk við útdeilingu fjár 2023. Vegna þess fær KKÍ tæplega 36 milljónir, um 14 milljónum minna en í fyrra, sem er lækkun sem nemur tæplega 30 prósentum. Og miðað við gildandi reglugerð Afrekssjóðs, sem KKÍ hefur lengi kallað eftir breytingum á, mun upphæðin lækka enn meira á næsta ári nema þá að íslenskt landslið komist í lokakeppni stórmóts. Hannes segir stöðuna svo alvarlega að landsliðin verði mögulega lögð niður. „Já, það er staðreynd. Ef að regluverkinu verður ekki breytt hjá ÍSÍ eða ef við komumst ekki inn á HM þá eru töluverðar líkur á að þetta verði síðasti heimaleikurinn í einhvern tíma. Þess vegna þarf að breyta regluverkinu. Ef við komumst á HM þá breytist allt. En þetta er mjög sérstakt, miðað við allan þann árangur sem við höfum náð, að við séum að horfa fram á það í þessari frábæru höll í þessari frábæru umgjörð, að þetta sé hugsanlega síðasti leikurinn,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Óttast að leikurinn í kvöld gæti orðið sá síðasti í bili Ísland þarf að vinna Georgíu á útivelli á sunnudag til að komast á HM, sennilega með fjögurra stiga mun, og í því virðist líflína íslensku landsliðanna felast: „Það má segja að það að komast á HM sé ákveðin líflína til að eiga einhvern möguleika á að fá fjármagn til framtíðar,“ segir Hannes sem heldur í vonina um að reglum Afrekssjóðs verði breytt. „Maður er keppnismaður en maður viðurkennir líka að manni finnst að maður sé að synda á móti straumnum. Manni finnst vont þegar íslensk íþróttayfirvöld skilja ekki hvernig er að taka þátt í því alþjóðlega umhverfi sem körfuboltinn er í. Þá fær maður stundum verk í magann yfir því af hverju maður sé að standa í þessu. En við erum ekkert að gefast upp. Við höldum áfram og ég hef þá trú að ÍSÍ muni breyta sínu regluverki og að við komumst á HM,“ segir Hannes en nánar rætt við hann hér að ofan. Landslið karla í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira
Hannes skýrði frá því í viðtali við Vísi í byrjun þessa mánaðar að landsliðsstarf KKÍ væri í uppnámi eftir þá ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ og stjórnar Afrekssjóðs að færa KKÍ niður í B-flokk við útdeilingu fjár 2023. Vegna þess fær KKÍ tæplega 36 milljónir, um 14 milljónum minna en í fyrra, sem er lækkun sem nemur tæplega 30 prósentum. Og miðað við gildandi reglugerð Afrekssjóðs, sem KKÍ hefur lengi kallað eftir breytingum á, mun upphæðin lækka enn meira á næsta ári nema þá að íslenskt landslið komist í lokakeppni stórmóts. Hannes segir stöðuna svo alvarlega að landsliðin verði mögulega lögð niður. „Já, það er staðreynd. Ef að regluverkinu verður ekki breytt hjá ÍSÍ eða ef við komumst ekki inn á HM þá eru töluverðar líkur á að þetta verði síðasti heimaleikurinn í einhvern tíma. Þess vegna þarf að breyta regluverkinu. Ef við komumst á HM þá breytist allt. En þetta er mjög sérstakt, miðað við allan þann árangur sem við höfum náð, að við séum að horfa fram á það í þessari frábæru höll í þessari frábæru umgjörð, að þetta sé hugsanlega síðasti leikurinn,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Óttast að leikurinn í kvöld gæti orðið sá síðasti í bili Ísland þarf að vinna Georgíu á útivelli á sunnudag til að komast á HM, sennilega með fjögurra stiga mun, og í því virðist líflína íslensku landsliðanna felast: „Það má segja að það að komast á HM sé ákveðin líflína til að eiga einhvern möguleika á að fá fjármagn til framtíðar,“ segir Hannes sem heldur í vonina um að reglum Afrekssjóðs verði breytt. „Maður er keppnismaður en maður viðurkennir líka að manni finnst að maður sé að synda á móti straumnum. Manni finnst vont þegar íslensk íþróttayfirvöld skilja ekki hvernig er að taka þátt í því alþjóðlega umhverfi sem körfuboltinn er í. Þá fær maður stundum verk í magann yfir því af hverju maður sé að standa í þessu. En við erum ekkert að gefast upp. Við höldum áfram og ég hef þá trú að ÍSÍ muni breyta sínu regluverki og að við komumst á HM,“ segir Hannes en nánar rætt við hann hér að ofan.
Landslið karla í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira