Klúður! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 23. febrúar 2023 15:01 Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði. Forsagan er að meirihlutaflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu gríðarlega hækkun á fasteignasköttum í desember og tóku inn að fullu fasteignabóluna sem nýtt fasteignamat endurspeglaði. Jafnaðarmenn vöruðu við þessu og lögðu til að íbúðareigendur í Firðinum yrðu varðir fyrir þessar fasteignabólu í álagningu fasteignaskatta. Á það var ekki hlustað. Og helmingaskiptaflokkarnir skelltu við skollaeyrum. Ofurhækkun skyldi það vera. Þegar álagning lá svo fyrir og íbúðareigendur fóru að fá álagningarseðlana senda, þá kom einnig í ljós að hækkunin var enn meiri samtals í fasteignagjöldum, en ráð var fyrir gert. Margir bæjarbúar bentu á þetta misræmi. Þess vegna spurðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fyrir um málið og lögðu fram fyrirspurnir í bæjarráði þess efnis fyrir tæpum þremur vikum. Svarið kom síðan í morgun, fimmtudag 23.febrúar, á bæjarráðsfundi. Þá kom í ljós að meðaltalshækkun á fasteignagjöldum sem átti að vera 9,5%, eða skv. verðlagsþróun, reyndist 15,8%. Hringavitleysa Meirihlutaflokkarnir brugðust þó við þessari staðreynd sem jafnaðarmenn drógu fram og samþykktu með atkvæðum okkar jafnaðarmanna að færa niður álagningarprósentuna í fasteignaskatti til að mæta þessari ofurálagningu. Þeir hefðu betur hlustað á jafnaðarmenn í desember síðastliðnum. Þetta nýjasta klúður meirihlutans kemur ofan á einbeittan vilja þeirra til að hækka álögur á bæjarbúa í fasteignaskatti - byggðan á bóluhækkun. Hækkun í mati á verðlagningu fasteigna, sem er að ganga til baka við kólnun fasteignamarkaðarins. Jafnaðarmenn vilja hófsemd og réttlæti í skattamálum. Gagnsæi og sanngirni, enda þurfa bæjarfélög réttmætar skatttekjur til að standa undir betri velferðarþjónustu. Þessi hringavitleysa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á skatti á fasteignir á ekkert skylt við það. Þetta er einfaldlega klúður stjórnmálamanna sem hafa enga sýn, enda hækka skuldir bæjarins dag frá degi og velferðarþjónusta í fjárþörf. Það þarf að stokka upp spilin í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Sjá meira
Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði. Forsagan er að meirihlutaflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu gríðarlega hækkun á fasteignasköttum í desember og tóku inn að fullu fasteignabóluna sem nýtt fasteignamat endurspeglaði. Jafnaðarmenn vöruðu við þessu og lögðu til að íbúðareigendur í Firðinum yrðu varðir fyrir þessar fasteignabólu í álagningu fasteignaskatta. Á það var ekki hlustað. Og helmingaskiptaflokkarnir skelltu við skollaeyrum. Ofurhækkun skyldi það vera. Þegar álagning lá svo fyrir og íbúðareigendur fóru að fá álagningarseðlana senda, þá kom einnig í ljós að hækkunin var enn meiri samtals í fasteignagjöldum, en ráð var fyrir gert. Margir bæjarbúar bentu á þetta misræmi. Þess vegna spurðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fyrir um málið og lögðu fram fyrirspurnir í bæjarráði þess efnis fyrir tæpum þremur vikum. Svarið kom síðan í morgun, fimmtudag 23.febrúar, á bæjarráðsfundi. Þá kom í ljós að meðaltalshækkun á fasteignagjöldum sem átti að vera 9,5%, eða skv. verðlagsþróun, reyndist 15,8%. Hringavitleysa Meirihlutaflokkarnir brugðust þó við þessari staðreynd sem jafnaðarmenn drógu fram og samþykktu með atkvæðum okkar jafnaðarmanna að færa niður álagningarprósentuna í fasteignaskatti til að mæta þessari ofurálagningu. Þeir hefðu betur hlustað á jafnaðarmenn í desember síðastliðnum. Þetta nýjasta klúður meirihlutans kemur ofan á einbeittan vilja þeirra til að hækka álögur á bæjarbúa í fasteignaskatti - byggðan á bóluhækkun. Hækkun í mati á verðlagningu fasteigna, sem er að ganga til baka við kólnun fasteignamarkaðarins. Jafnaðarmenn vilja hófsemd og réttlæti í skattamálum. Gagnsæi og sanngirni, enda þurfa bæjarfélög réttmætar skatttekjur til að standa undir betri velferðarþjónustu. Þessi hringavitleysa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á skatti á fasteignir á ekkert skylt við það. Þetta er einfaldlega klúður stjórnmálamanna sem hafa enga sýn, enda hækka skuldir bæjarins dag frá degi og velferðarþjónusta í fjárþörf. Það þarf að stokka upp spilin í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar