Viðskipti innlent

Ásta Sól­lilja nýr fram­kvæmda­stjóri Klak

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Klak.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Klak.

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups. Hún tekur við af Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem starfar nú hjá Leitar Capital Partners.

Fyrir starfaði Ásta sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Auðnu tæknitorgi og þar áður sem fjármálastjóri Volta ehf. Þá hefur hún einnig starfað í lyfja- og tæknigeiranum, meðal annars fyrir Actavis og Íslenska erfðagreiningu. 

Ásta er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, diplóma í stjórnun frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, meistaragráðu í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og BS-gráðu í líffræði frá sama skóla. 

„Nýsköpun er lykill að öflugu atvinnulífi, spennandi atvinnutækifærum og verðmætasköpun framtíðarinnar. Starfsemi Klaks hefur skipt sköpum á vegferð fjölmargra sprota sem hafa þroskast yfir í stöndug fyrirtæki. Ég er mjög spennt fyrir því að ganga til liðs við Klak og leiða áframhaldandi uppbyggingu starfseminnar í samstarfi við frábært teymi, sterka stjórn og öfluga bakhjarla,“ er haft eftir Ástu í tilkynningu. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×